Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2025 15:59 Hæstiréttur mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál tveggja manna sem voru sakfelldir fyrir hópnauðgun í Landsrétti. Áður höfðu þeir verið sýknaðir í Héraðsdómi Reykjaness. Landsréttur dæmdi þá Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson og Bessa Karlsson í þriggja ára fangelsi í desember á síðasta ári, fyrir að hafa nauðgað ungri konu, 18 ára að aldri, í mars 2020, þegar þeir voru 28 og 27 ára. Í dómi Landsréttar kom fram að annar mannanna hafi haldið höndum konunnar föstum, rifið endurtekið í hár hennar, tekið hana hálstaki og slegið hana nokkrum sinnum í andlitið. Þá hafi mennirnir báðir skipst á að setja fingur og getnaðarlimi sína inn í munn hennar og þvingað hana til að hafa við þá munnmök. Meðan á því stóð hafi þeir þuklað á brjóstum konunnar innan og utan klæða, og þvingað hana til að taka kókaín með þeim afleiðingum að hún hlaut þreifieymsli í hársverði og yfir vöðvum á hálsi beggja vegna og marbletti á vinstri upphandlegg. Framburður konunnar talinn trúverðugur Landsréttur sagði í dómi sínum að framburður brotaþola hafi frá upphafi verið skýr, stöðugur og án mótsagna um þau atriði sem máli skiptu. Auk þess fengi framburður hennar stoð í gögnum málsins sem voru til dæmis lýsingar vitna á vettvangi og niðurstöður rannsókna og lífsýna á fatnaði annars mannsins. Framburður mannanna væri aftur á móti um margt ótrúverðugur og fengi takmarkaða stoð í trúverðugum framburði annarra vitna, sem og gögnum málsins. Voru þeir því sakfelldir og dæmdir í þriggja ára fangelsi. Skýrsla gefin í gegnum fjarfundabúnað Mennirnir óskuðu eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þann 8. janúar síðastliðinn. Leyfisbeiðnirnar byggðu á ákvæði laga um meðferð sakamála sem kveður á um að ef ákærði hafi verið sýknaður í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli verða við ósk um áfrýjun, nema Hæstiréttur telji augljóst að áfrýjun verði ekki til þess að breyta niðurstöðu Landsréttar. Í leyfisbeiðni Ásbjörns var einnig vísað til þess að hann teldi að með dómi Landsréttar hafi freklega verið brotið gegn grundvallarsjónarmiðum um sönnun í sakamálum, sem eigi sér stoð í mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá Íslands. Þá teldi hann ranglega metið hjá Landsrétti að innra eða ytra ósamræmi væri að finna í afstöðu hans til sakargifta, og vísaði til þess að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að formi og efni til, og því mögulega tilefni til ómerkingar hans. „Í því sambandi er meðal annars vísað til þess að brotaþoli hafi gefið skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað fyrir Landsrétti gegn andmælum verjenda leyfisbeiðenda. Landsréttur hafi ákveðið að skýrslutakan skyldi fara fram að viðstöddum ræðismanni Íslands erlendis. Þegar að skýrslutöku hafi komið hafi brotaþoli hins vegar verið á hótelherbergi,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Ekki augljóst að áfrýjun hefði ekki áhrif Í ákvörðun réttarins segir að Bessi hafi byggt sína beiðni í meginatriðum á sömu sjónarmiðum og Ásbjörn. Hann telji málið hafa verulegt fordæmisgildi og að með dómi sínum hafi Landsréttur vikið frá dómaframkvæmd Hæstaréttar, um að ekki nægi til sakfellingar gegn neitun sakaðs manns framburður brotaþola sem ekki fái stoð í skýrslum annarra vitna eða hlutrænum sönnunargögnum. „Hann gerir auk þess að athugasemd við að Landsréttur byggi niðurstöðu um sakfellingu á upptöku úr búkmyndavél lögreglu af samtali við vitni sem hafi verið undir áhrifum vímuefna,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Við ákvörðun sína um að veita áfrýjunarleyfi vísar Hæstiréttur til ákvæðis sakamálalaga um að verða skuli við ósk ákærðs manns, sem sýknaður er í héraðsdómi en sakfelldur í Landsrétti, um áfrýjunarleyfi nema rétturinn telji ljóst að áfrýjun verði ekki til þess að breyta dómi Landsréttar. „Þar sem slíku verður ekki slegið föstu í tilviki leyfisbeiðenda verða beiðnir þeirra samþykktar.“ Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Landsréttur sneri í dag við ákvörðun héraðsdóms og dæmdi tvo karlmenn, Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson og Bessa Karlsson, til þriggja ára fangelsis fyrir að nauðga 18 ára stúlku. Mennirnir eru báðir um tíu árum eldri en stúlkan. Nauðgunin átti sér stað á heimili Ásbjörns. 5. desember 2024 19:22 Sýknaðir í hópnauðgunarmáli Tveir karlmenn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vitnisburður brotaþola þótti trúverðugur, en framburðir mannanna af atburðunum sem málið varðar þóttu í takt við hvor annan og þótti dómnum ólíklegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. 4. nóvember 2023 09:52 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Landsréttur dæmdi þá Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson og Bessa Karlsson í þriggja ára fangelsi í desember á síðasta ári, fyrir að hafa nauðgað ungri konu, 18 ára að aldri, í mars 2020, þegar þeir voru 28 og 27 ára. Í dómi Landsréttar kom fram að annar mannanna hafi haldið höndum konunnar föstum, rifið endurtekið í hár hennar, tekið hana hálstaki og slegið hana nokkrum sinnum í andlitið. Þá hafi mennirnir báðir skipst á að setja fingur og getnaðarlimi sína inn í munn hennar og þvingað hana til að hafa við þá munnmök. Meðan á því stóð hafi þeir þuklað á brjóstum konunnar innan og utan klæða, og þvingað hana til að taka kókaín með þeim afleiðingum að hún hlaut þreifieymsli í hársverði og yfir vöðvum á hálsi beggja vegna og marbletti á vinstri upphandlegg. Framburður konunnar talinn trúverðugur Landsréttur sagði í dómi sínum að framburður brotaþola hafi frá upphafi verið skýr, stöðugur og án mótsagna um þau atriði sem máli skiptu. Auk þess fengi framburður hennar stoð í gögnum málsins sem voru til dæmis lýsingar vitna á vettvangi og niðurstöður rannsókna og lífsýna á fatnaði annars mannsins. Framburður mannanna væri aftur á móti um margt ótrúverðugur og fengi takmarkaða stoð í trúverðugum framburði annarra vitna, sem og gögnum málsins. Voru þeir því sakfelldir og dæmdir í þriggja ára fangelsi. Skýrsla gefin í gegnum fjarfundabúnað Mennirnir óskuðu eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þann 8. janúar síðastliðinn. Leyfisbeiðnirnar byggðu á ákvæði laga um meðferð sakamála sem kveður á um að ef ákærði hafi verið sýknaður í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli verða við ósk um áfrýjun, nema Hæstiréttur telji augljóst að áfrýjun verði ekki til þess að breyta niðurstöðu Landsréttar. Í leyfisbeiðni Ásbjörns var einnig vísað til þess að hann teldi að með dómi Landsréttar hafi freklega verið brotið gegn grundvallarsjónarmiðum um sönnun í sakamálum, sem eigi sér stoð í mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá Íslands. Þá teldi hann ranglega metið hjá Landsrétti að innra eða ytra ósamræmi væri að finna í afstöðu hans til sakargifta, og vísaði til þess að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að formi og efni til, og því mögulega tilefni til ómerkingar hans. „Í því sambandi er meðal annars vísað til þess að brotaþoli hafi gefið skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað fyrir Landsrétti gegn andmælum verjenda leyfisbeiðenda. Landsréttur hafi ákveðið að skýrslutakan skyldi fara fram að viðstöddum ræðismanni Íslands erlendis. Þegar að skýrslutöku hafi komið hafi brotaþoli hins vegar verið á hótelherbergi,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Ekki augljóst að áfrýjun hefði ekki áhrif Í ákvörðun réttarins segir að Bessi hafi byggt sína beiðni í meginatriðum á sömu sjónarmiðum og Ásbjörn. Hann telji málið hafa verulegt fordæmisgildi og að með dómi sínum hafi Landsréttur vikið frá dómaframkvæmd Hæstaréttar, um að ekki nægi til sakfellingar gegn neitun sakaðs manns framburður brotaþola sem ekki fái stoð í skýrslum annarra vitna eða hlutrænum sönnunargögnum. „Hann gerir auk þess að athugasemd við að Landsréttur byggi niðurstöðu um sakfellingu á upptöku úr búkmyndavél lögreglu af samtali við vitni sem hafi verið undir áhrifum vímuefna,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Við ákvörðun sína um að veita áfrýjunarleyfi vísar Hæstiréttur til ákvæðis sakamálalaga um að verða skuli við ósk ákærðs manns, sem sýknaður er í héraðsdómi en sakfelldur í Landsrétti, um áfrýjunarleyfi nema rétturinn telji ljóst að áfrýjun verði ekki til þess að breyta dómi Landsréttar. „Þar sem slíku verður ekki slegið föstu í tilviki leyfisbeiðenda verða beiðnir þeirra samþykktar.“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Landsréttur sneri í dag við ákvörðun héraðsdóms og dæmdi tvo karlmenn, Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson og Bessa Karlsson, til þriggja ára fangelsis fyrir að nauðga 18 ára stúlku. Mennirnir eru báðir um tíu árum eldri en stúlkan. Nauðgunin átti sér stað á heimili Ásbjörns. 5. desember 2024 19:22 Sýknaðir í hópnauðgunarmáli Tveir karlmenn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vitnisburður brotaþola þótti trúverðugur, en framburðir mannanna af atburðunum sem málið varðar þóttu í takt við hvor annan og þótti dómnum ólíklegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. 4. nóvember 2023 09:52 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Landsréttur sneri í dag við ákvörðun héraðsdóms og dæmdi tvo karlmenn, Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson og Bessa Karlsson, til þriggja ára fangelsis fyrir að nauðga 18 ára stúlku. Mennirnir eru báðir um tíu árum eldri en stúlkan. Nauðgunin átti sér stað á heimili Ásbjörns. 5. desember 2024 19:22
Sýknaðir í hópnauðgunarmáli Tveir karlmenn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vitnisburður brotaþola þótti trúverðugur, en framburðir mannanna af atburðunum sem málið varðar þóttu í takt við hvor annan og þótti dómnum ólíklegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. 4. nóvember 2023 09:52