Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2025 11:13 Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru stórir eigendur í Bakkavör. Starfsmenn í verksmiðju matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Spalding á Englandi eru snúnir aftur til vinnu eftir sex mánaða verkfall. Starfsfólkið féllst að lokum á tilboð sem það hafnaði í október í fyrra. Tilboðið hljóðaði upp á 7,8 prósent launahækkun hjá þeim lægst launuðu og 6,4 prósenta hækkun hjá öðru starfsfólki. Þá fengu starfsmenn eingreiðslu upp á 350 pund eða rúmlega sextíu þúsund krónur. Um fjögur hundruð manns voru í verkfalli sem svarar til um þriðjungs af starfsliðinu í verksmiðju Bakkavarar í Spalding. Fulltrúi Bakkavarar fagnar því að starfsfólkið hafi samþykkt lokatilboð Bakkavarar sem lagt var fram í október í fyrra. Fulltrúar Unite verkalýðsfélagsins og starfsfólk komu til Íslands í nóvember til að vekja athygli á verkfallsaðgerðum. Fulltrúar verkalýðsfélagsins bönkuðu upp á á skrifstofum Bakkabræðra hér á landi en tilgangurinn var að afhenda bréf með ákalli til bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssonar um að koma til móts við kröfur verkafólksins. Bræðurnir, ásamt Sigurði Valtýssyni, fara með rúmlega 50% hlut í Bakkavör. Fyrirtækið skilaði miklum hagnaði á síðasta ári og segir verkalýðsfélagið að 2% hagnaðarins dyggði til að mæta launakröfum starfsfólksins. Starfsfólkið vinnur að mestu við að smyrja samlokur og útbúa annan tilbúinn mat sem seldur er í stærstu verslunarkeðjum Bretlands. „Laun fólksins hafa lækkað um 10,6% af raunvirði á síðustu 3 árum og hluti fjölskyldnanna sem treysta á þessi störf ná ekki endum saman hver mánaðamót og þurfa að treysta á matargjafir. Forstjóri Bakkavarar var með 425 milljónir í laun á síðasta ári eða 100 sinnum hærri laun en fólkið í verksmiðjunni. Bakkavör er einn stærsti matvælaframleiðandi Bretlands og framleiðir fyrir m.a. Tesco, M&S og Sainsbury's. Samanlagðar arðgreiðslur til eigenda Bakkavarar nema 28 milljörðum íslenska króna á síðustu 5 árum,“ sagði í tilkynningu Unite í nóvember. Bakkavör hafnaði fullyrðingum um launalækkun og sagði í tilkynningu að á árunum þremur hefði neysluvísitalan í Bretlandi hækkað um 21 prósent á sama tíma og lægstu laun í Spalding hafi hækkað um 22,8 prósent og öll önnur laun um 21,2% - hvoru tveggja yfir verðbólgu tímabilsins. Þar fyrir utan hafi ýmis hlunnindi verið bætt yfir sama tímabil. Bretland England Tengdar fréttir Hafna ásökunum um smánarlaun Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. 8. nóvember 2024 11:44 Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Tilboðið hljóðaði upp á 7,8 prósent launahækkun hjá þeim lægst launuðu og 6,4 prósenta hækkun hjá öðru starfsfólki. Þá fengu starfsmenn eingreiðslu upp á 350 pund eða rúmlega sextíu þúsund krónur. Um fjögur hundruð manns voru í verkfalli sem svarar til um þriðjungs af starfsliðinu í verksmiðju Bakkavarar í Spalding. Fulltrúi Bakkavarar fagnar því að starfsfólkið hafi samþykkt lokatilboð Bakkavarar sem lagt var fram í október í fyrra. Fulltrúar Unite verkalýðsfélagsins og starfsfólk komu til Íslands í nóvember til að vekja athygli á verkfallsaðgerðum. Fulltrúar verkalýðsfélagsins bönkuðu upp á á skrifstofum Bakkabræðra hér á landi en tilgangurinn var að afhenda bréf með ákalli til bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssonar um að koma til móts við kröfur verkafólksins. Bræðurnir, ásamt Sigurði Valtýssyni, fara með rúmlega 50% hlut í Bakkavör. Fyrirtækið skilaði miklum hagnaði á síðasta ári og segir verkalýðsfélagið að 2% hagnaðarins dyggði til að mæta launakröfum starfsfólksins. Starfsfólkið vinnur að mestu við að smyrja samlokur og útbúa annan tilbúinn mat sem seldur er í stærstu verslunarkeðjum Bretlands. „Laun fólksins hafa lækkað um 10,6% af raunvirði á síðustu 3 árum og hluti fjölskyldnanna sem treysta á þessi störf ná ekki endum saman hver mánaðamót og þurfa að treysta á matargjafir. Forstjóri Bakkavarar var með 425 milljónir í laun á síðasta ári eða 100 sinnum hærri laun en fólkið í verksmiðjunni. Bakkavör er einn stærsti matvælaframleiðandi Bretlands og framleiðir fyrir m.a. Tesco, M&S og Sainsbury's. Samanlagðar arðgreiðslur til eigenda Bakkavarar nema 28 milljörðum íslenska króna á síðustu 5 árum,“ sagði í tilkynningu Unite í nóvember. Bakkavör hafnaði fullyrðingum um launalækkun og sagði í tilkynningu að á árunum þremur hefði neysluvísitalan í Bretlandi hækkað um 21 prósent á sama tíma og lægstu laun í Spalding hafi hækkað um 22,8 prósent og öll önnur laun um 21,2% - hvoru tveggja yfir verðbólgu tímabilsins. Þar fyrir utan hafi ýmis hlunnindi verið bætt yfir sama tímabil.
Bretland England Tengdar fréttir Hafna ásökunum um smánarlaun Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. 8. nóvember 2024 11:44 Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Hafna ásökunum um smánarlaun Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. 8. nóvember 2024 11:44
Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55