Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar 10. mars 2025 12:32 Háskólar hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Þetta sést hvað skýrast í þeim löndum sem fjármagna háskóla sína vel og mynduglega og hafa með því byggt upp hátæknisamfélög. Háskóli Íslands hefur, þrátt fyrir vanfjármögnun til fjölda ára, náð merkilega miklum árangri. Útskrifaðir nemendur hafa eflt íslenskt atvinnulíf og samfélag með þeirri þekkingu og vinnubrögðum sem þeir tileinkuðu sér við skólann. Rannsóknastarf Háskóla Íslands er ekki jafn áberandi úti í samfélaginu og kennslan. En rannsóknastarfið hefur mikil áhrif á samfélagið, án þess að margir veiti því eftirtekt. Það er helst á undanförnum árum að tekið hefur verið eftir gríðarlegri þróun í reiknilíkanagerð, hugbúnaðargeiranum, líftækni og lyfjaþróun svo eitthvað sé nefnt en þessi þróun hófst í öllum tilfellum í Háskólanum með rannsóknum, kennslu og drifkrafti háskólakennara og þá oftast áratugum áður en áhrifin urðu almenningi ljós. Eitt eldra dæmi er stofnun fyrirtækisins Marel sem byggði á þróunarvinnu við Raunvísindastofnun Háskólans. Magnús Karl Magnússon hefur verið leiðandi í samfélagsumræðu um Háskóla Íslands, fjármögnun hans og uppbyggingu í yfir tuttugu ár. Og hann hefur ítrekað bent á hlutverk Háskólans í samfélaginu og hvernig skólinn og rannsóknir stundaðar við hann eru drifkraftur uppbyggingar í landinu. Magnús Karl hefur einnig bent á alvarlega vanfjármögnun vísindarannsókna í landinu og þau neikvæðu áhrif sem hún hefur. Ég veit að Magnús Karl mun berjast dyggilega fyrir bættri stöðu Háskóla Íslands, verði hann kosinn rektor. Hann skilur hvað þarf að gera til að tryggja áframhaldandi og vaxandi árangur: tala fyrir háskólamenntun, berjast fyrir bættri fjármögnun Háskólans og efla samkeppnissjóði. Ég treysti Magnúsi Karli sérlega vel til þess að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands og fagna því að hann sé reiðubúinn að takast á við þetta mikilvæga verkefni. Í krafti þekkingar sinnar og reynslu verður hann einmitt trúverðugur talsmaður háskólasamfélagsins, enda hefur hann nú sem endranær talað skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista. Rektor Háskóla Íslands hefur einstaka stöðu til að vera málsvari þessara gilda. Ég styð því Magnús Karl Magnússon prófessor í rektorskosningunum sem fram undan eru og hvet þig til þess að gera slíkt hið sama! Höfundur er prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Háskólar hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Þetta sést hvað skýrast í þeim löndum sem fjármagna háskóla sína vel og mynduglega og hafa með því byggt upp hátæknisamfélög. Háskóli Íslands hefur, þrátt fyrir vanfjármögnun til fjölda ára, náð merkilega miklum árangri. Útskrifaðir nemendur hafa eflt íslenskt atvinnulíf og samfélag með þeirri þekkingu og vinnubrögðum sem þeir tileinkuðu sér við skólann. Rannsóknastarf Háskóla Íslands er ekki jafn áberandi úti í samfélaginu og kennslan. En rannsóknastarfið hefur mikil áhrif á samfélagið, án þess að margir veiti því eftirtekt. Það er helst á undanförnum árum að tekið hefur verið eftir gríðarlegri þróun í reiknilíkanagerð, hugbúnaðargeiranum, líftækni og lyfjaþróun svo eitthvað sé nefnt en þessi þróun hófst í öllum tilfellum í Háskólanum með rannsóknum, kennslu og drifkrafti háskólakennara og þá oftast áratugum áður en áhrifin urðu almenningi ljós. Eitt eldra dæmi er stofnun fyrirtækisins Marel sem byggði á þróunarvinnu við Raunvísindastofnun Háskólans. Magnús Karl Magnússon hefur verið leiðandi í samfélagsumræðu um Háskóla Íslands, fjármögnun hans og uppbyggingu í yfir tuttugu ár. Og hann hefur ítrekað bent á hlutverk Háskólans í samfélaginu og hvernig skólinn og rannsóknir stundaðar við hann eru drifkraftur uppbyggingar í landinu. Magnús Karl hefur einnig bent á alvarlega vanfjármögnun vísindarannsókna í landinu og þau neikvæðu áhrif sem hún hefur. Ég veit að Magnús Karl mun berjast dyggilega fyrir bættri stöðu Háskóla Íslands, verði hann kosinn rektor. Hann skilur hvað þarf að gera til að tryggja áframhaldandi og vaxandi árangur: tala fyrir háskólamenntun, berjast fyrir bættri fjármögnun Háskólans og efla samkeppnissjóði. Ég treysti Magnúsi Karli sérlega vel til þess að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands og fagna því að hann sé reiðubúinn að takast á við þetta mikilvæga verkefni. Í krafti þekkingar sinnar og reynslu verður hann einmitt trúverðugur talsmaður háskólasamfélagsins, enda hefur hann nú sem endranær talað skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista. Rektor Háskóla Íslands hefur einstaka stöðu til að vera málsvari þessara gilda. Ég styð því Magnús Karl Magnússon prófessor í rektorskosningunum sem fram undan eru og hvet þig til þess að gera slíkt hið sama! Höfundur er prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun