Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar 10. mars 2025 11:32 Ég styð Kolbrúnu eindregið til embættis rektors og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Ég hef þekkt Kolbrúnu í meira en áratug og þekki hennar góðu kosti af eigin raun. Hún er gríðarlega dugleg, hugmyndarík og fylgin sér, sem má sjá af öllum þeim breytingum og framförum sem hún hefur staðið fyrir á Menntavísindasviði. Flutningur í Sögu og önnur umbótaverkefni Sum af þeim verkefnum sem Kolbrún hefur ásamt breiðum hópi samstarfsfólks tekist að leiða til lykta, eru eftir því sem ég best veit á meðal mest krefjandi úrlausnarefna sem nokkur stjórnandi Háskólans hefur þurft að glíma við á undanförnum árum. Má þar ekki síst nefna flutning Menntavísindasviðs í Sögu sem lokið verður við áður en næsti rektor tekur við embætti 1. júlí næstkomandi. Þetta er risa verkefni og við munum sjá árangurinn af þessari vinnu á næstu misserum, í bættri aðstöðu kennara og nemenda, auknum tækifærum til að vinna með kollegum okkar af öðrum fræðasviðum, og nærsamfélaginu í Vesturbænum. Nefna mætti fjölmörg önnur stór verkefni sem Kolbrún hefur unnið að á undanförum árum, s.s. að stórbæta fjárhag sviðsins, ekki síst sjálfsaflafé, fjölga nemendum, innleiðingu raunfærnimats og styrkingu rannsóknarinnviða sviðsins. Samhliða krefjandi stjórnunarstörfum hefur Kolbrún ræktað rannsóknarsamstarf við fræðifólk frá mörgum heimsálfum og dregið til landsins fjölda alþjóðlegra sérfræðinga á sviði menntunar. Þá átti hún frumkvæðið af einu af nýstárlegustu námskeiðum sviðsins, Eldur og ís, þar sem nemendur í háskólans hafa fengið tækifæri til að kynnast landi sínu undir leiðsögn færustu sérfræðinga. Kolbrún nær árangri Kolbrún er öflugur stjórnandi, virkur rannsakandi, og vel liðinn kennari sem starfar af heilindum. Hún hefur sýnt og sannað í störfum sínum sem sviðsforseti hve öflugur leiðtogi hún er. Undir hennar stjórn hefur Menntavísindasvið blómstrað og nýtur sviðið sífellt meiri virðingar innan og utan skólans. Mér finnst mikilvægt að skoða verk fólks, ekki bara hvað er sagt. Kolbrún hefur sýnt það með verkum sínum að hún er rétta manneskjan til að leiða Háskóla Íslands næstu árin. Höfundur er lektor í tómstunda- og félagsmálafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Ég styð Kolbrúnu eindregið til embættis rektors og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Ég hef þekkt Kolbrúnu í meira en áratug og þekki hennar góðu kosti af eigin raun. Hún er gríðarlega dugleg, hugmyndarík og fylgin sér, sem má sjá af öllum þeim breytingum og framförum sem hún hefur staðið fyrir á Menntavísindasviði. Flutningur í Sögu og önnur umbótaverkefni Sum af þeim verkefnum sem Kolbrún hefur ásamt breiðum hópi samstarfsfólks tekist að leiða til lykta, eru eftir því sem ég best veit á meðal mest krefjandi úrlausnarefna sem nokkur stjórnandi Háskólans hefur þurft að glíma við á undanförnum árum. Má þar ekki síst nefna flutning Menntavísindasviðs í Sögu sem lokið verður við áður en næsti rektor tekur við embætti 1. júlí næstkomandi. Þetta er risa verkefni og við munum sjá árangurinn af þessari vinnu á næstu misserum, í bættri aðstöðu kennara og nemenda, auknum tækifærum til að vinna með kollegum okkar af öðrum fræðasviðum, og nærsamfélaginu í Vesturbænum. Nefna mætti fjölmörg önnur stór verkefni sem Kolbrún hefur unnið að á undanförum árum, s.s. að stórbæta fjárhag sviðsins, ekki síst sjálfsaflafé, fjölga nemendum, innleiðingu raunfærnimats og styrkingu rannsóknarinnviða sviðsins. Samhliða krefjandi stjórnunarstörfum hefur Kolbrún ræktað rannsóknarsamstarf við fræðifólk frá mörgum heimsálfum og dregið til landsins fjölda alþjóðlegra sérfræðinga á sviði menntunar. Þá átti hún frumkvæðið af einu af nýstárlegustu námskeiðum sviðsins, Eldur og ís, þar sem nemendur í háskólans hafa fengið tækifæri til að kynnast landi sínu undir leiðsögn færustu sérfræðinga. Kolbrún nær árangri Kolbrún er öflugur stjórnandi, virkur rannsakandi, og vel liðinn kennari sem starfar af heilindum. Hún hefur sýnt og sannað í störfum sínum sem sviðsforseti hve öflugur leiðtogi hún er. Undir hennar stjórn hefur Menntavísindasvið blómstrað og nýtur sviðið sífellt meiri virðingar innan og utan skólans. Mér finnst mikilvægt að skoða verk fólks, ekki bara hvað er sagt. Kolbrún hefur sýnt það með verkum sínum að hún er rétta manneskjan til að leiða Háskóla Íslands næstu árin. Höfundur er lektor í tómstunda- og félagsmálafræði.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar