Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2025 07:16 Margir eru uggandi vegna aðgerða Trump í efnahagsmálum, ekki síst eftir að forsetinn lofaði í kosningabaráttunni að lækka kostnað heimilanna frá fyrsta degi. Getty/Alex Wong Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokaði ekki í viðtali sem birtist á Fox News í gær að Bandaríkjamenn horfðu fram á samdrátt í kjölfar aðgerða hans í efnahagsmálum. Þá sagðist forsetinn íhuga að hækka enn tolla á vörur frá Kanada og Mexíkó. Þáttastjórnandinn Maria Bartiromo sagði menn hafa áhyggjur af kólnun í efnahagslífinu og spurði Trump hvort hann ætti von á samdrætti á árinu. „Mér er illa við að spá um þannig mál,“ svaraði forsetinn. „Það er aðlögunartímabil, af því að það sem við erum að gera er mjög stórt. Við erum að færa auðinn aftur til Bandaríkjanna. Það er stórmál og það er alltaf tímabil... það tekur tíma. Það tekur svolítinn tíma en ég tel það verði frábært fyrir okkur.“ Tollar Trump gagnvart Kanada, Mexíkó og Kína hafa vakið ugg á mörkuðum en ríkin hafa svarað með eigin álögum á vörur frá Bandaríkjunum. Þá hefur stefnuleysi einkennt margar af yfirlýsingum og ákvörðunum Trump, sem felldi aftur niður tolla á ákveðnar vörur fyrir helgi. Þá hefur forsetinn boðað 25 prósent toll á allt innflutt stál og ál, auk þess sem hann hefur hótað Evrópuríkjunum háum tollum innan tíðar. Bartiromo vék að því í viðtalinu, sem tekið var upp í síðustu viku, að forystumenn í viðskiptalífinu vildu stöðugleika. Trump sagði að tollar yrðu mögulega hækkaðir en hann ætti síður von á því að þeir myndu lækka aftur. „Sjáðu til, landið okkar hefur verið rænt í marga áratugi og við ætlum ekki lengur að láta ræna okkur.“ Andstætt við Trump þá sagði viðskiptaráðherrann Howard Lutnick í þættinum Meet the Press í gær að Bandaríkjamenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af samdrætti. „Ég myndi aldrei veðja á samdrátt,“ sagði hann. „Ekki séns.“ New York Times greindi frá. Bandaríkin Donald Trump Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sjá meira
Þá sagðist forsetinn íhuga að hækka enn tolla á vörur frá Kanada og Mexíkó. Þáttastjórnandinn Maria Bartiromo sagði menn hafa áhyggjur af kólnun í efnahagslífinu og spurði Trump hvort hann ætti von á samdrætti á árinu. „Mér er illa við að spá um þannig mál,“ svaraði forsetinn. „Það er aðlögunartímabil, af því að það sem við erum að gera er mjög stórt. Við erum að færa auðinn aftur til Bandaríkjanna. Það er stórmál og það er alltaf tímabil... það tekur tíma. Það tekur svolítinn tíma en ég tel það verði frábært fyrir okkur.“ Tollar Trump gagnvart Kanada, Mexíkó og Kína hafa vakið ugg á mörkuðum en ríkin hafa svarað með eigin álögum á vörur frá Bandaríkjunum. Þá hefur stefnuleysi einkennt margar af yfirlýsingum og ákvörðunum Trump, sem felldi aftur niður tolla á ákveðnar vörur fyrir helgi. Þá hefur forsetinn boðað 25 prósent toll á allt innflutt stál og ál, auk þess sem hann hefur hótað Evrópuríkjunum háum tollum innan tíðar. Bartiromo vék að því í viðtalinu, sem tekið var upp í síðustu viku, að forystumenn í viðskiptalífinu vildu stöðugleika. Trump sagði að tollar yrðu mögulega hækkaðir en hann ætti síður von á því að þeir myndu lækka aftur. „Sjáðu til, landið okkar hefur verið rænt í marga áratugi og við ætlum ekki lengur að láta ræna okkur.“ Andstætt við Trump þá sagði viðskiptaráðherrann Howard Lutnick í þættinum Meet the Press í gær að Bandaríkjamenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af samdrætti. „Ég myndi aldrei veðja á samdrátt,“ sagði hann. „Ekki séns.“ New York Times greindi frá.
Bandaríkin Donald Trump Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sjá meira