Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2025 23:01 Guðmundur Rúnar í nýju byggingunni. Mynd/Stefán Ingvarsson Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. „Leifsstöð var opnuð árið 1987 og var fyrsta áratuginn nánast eina byggingin hér upp í heiðinni,“ segir Kristján Már Unnarsson og að núna sé þetta eitt öflugasta vaxtasvæði landsins. Nú er verið að taka í notkun nýja viðbyggingu í austurálmu flugvallarins sem kostaði, með landgöngubrúm og flugvélastæðum, hartnær 30 milljarða króna og eru framkvæmdirnar þannig með þeim stærstu á Íslandi síðustu ár. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia, segist stundum nota orðið stóriðja um starfsemi flugvallarins. „Efnahagsleg umsvif Keflavíkurflugvallar, ferðaþjónustunnar, fyrirtækjanna sem hér starfa, tengiflugfélaganna íslensku, eru gríðarlega mikil, og við erum í rauninni líka að framkvæmda hér og bæta þjónustuna til að tryggja þennan efnahagslega grundvöll sem öll þjóðin nýtur góðs af,“ segir Guðmundur Daði. Því er spáð að 8,4 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár. Þjónustan kallar á mikinn fjölda starfa í ólíkum geirum. Áætlað er að átta til níu þúsund störf fylgja starfseminni og ef spár ganga eftir má gera ráð fyrir að flugvallasvæðið verði áfram ein öflugasta uppspretta nýrra starfa á landinu. Nýja flugstöðvarálman séð frá flughlaðinu. Mynd/Stefán Ingvarsson Þúsund starfsmenn á hverja milljón farþega Guðmundur segir að fyrir hverja milljón farþega þurfirðu um þúsund starfsmenn. „Það hefur verið meðaltalið sem hefur verið rétt á Keflavíkurflugvelli,“ segir hann og að samhliða fjölgun farþega fjölgi starfandi á flugvellinum um tvö til fjögur hundruð á hverju ári næsta áratuginn. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Suðurnesjabær Flugþjóðin Isavia Tengdar fréttir Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
„Leifsstöð var opnuð árið 1987 og var fyrsta áratuginn nánast eina byggingin hér upp í heiðinni,“ segir Kristján Már Unnarsson og að núna sé þetta eitt öflugasta vaxtasvæði landsins. Nú er verið að taka í notkun nýja viðbyggingu í austurálmu flugvallarins sem kostaði, með landgöngubrúm og flugvélastæðum, hartnær 30 milljarða króna og eru framkvæmdirnar þannig með þeim stærstu á Íslandi síðustu ár. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia, segist stundum nota orðið stóriðja um starfsemi flugvallarins. „Efnahagsleg umsvif Keflavíkurflugvallar, ferðaþjónustunnar, fyrirtækjanna sem hér starfa, tengiflugfélaganna íslensku, eru gríðarlega mikil, og við erum í rauninni líka að framkvæmda hér og bæta þjónustuna til að tryggja þennan efnahagslega grundvöll sem öll þjóðin nýtur góðs af,“ segir Guðmundur Daði. Því er spáð að 8,4 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár. Þjónustan kallar á mikinn fjölda starfa í ólíkum geirum. Áætlað er að átta til níu þúsund störf fylgja starfseminni og ef spár ganga eftir má gera ráð fyrir að flugvallasvæðið verði áfram ein öflugasta uppspretta nýrra starfa á landinu. Nýja flugstöðvarálman séð frá flughlaðinu. Mynd/Stefán Ingvarsson Þúsund starfsmenn á hverja milljón farþega Guðmundur segir að fyrir hverja milljón farþega þurfirðu um þúsund starfsmenn. „Það hefur verið meðaltalið sem hefur verið rétt á Keflavíkurflugvelli,“ segir hann og að samhliða fjölgun farþega fjölgi starfandi á flugvellinum um tvö til fjögur hundruð á hverju ári næsta áratuginn.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Suðurnesjabær Flugþjóðin Isavia Tengdar fréttir Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17
Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45