Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Árni Sæberg skrifar 7. mars 2025 17:03 Margrét Anna Einarsdóttir er stofnandi og forstjóri Justikal. Vísir/Vilhelm Forstjóri Justikal, sem býður upp á rafrænar lausnir í tengslum við dómsmál, furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um að rafræn undirskrift á stefnu dugi ekki til. Nauðsynlegt sé að breyta réttarfarslögum tafarlaust. Hæstiréttur staðfesti á dögunum niðurstöðu bæði héraðsdóms og Landsréttar um að stefna hefði ekki verið birt manni réttilega, þrátt fyrir að hann hefði undirritað stefnuna með rafrænum hætti. Margrét Anna Einarsdóttir, forstjóri og stofnandi Justikal, sem á lausnina sem gerir rafrænar stefnubirtingar mögulegar, segir í samtali við Vísi að hún furði sig á niðurstöðu málsins. Hæstiréttur hafi meðal annars vísað til eldri dóma réttarins, hverra niðurstöður voru að stefnur skildu afhentar á pappír, sem féllu fyrir innleiðingu eIDAS löggjafarinnar í íslenskan rétt. Löggjöfin heimili einmitt hinar ýmsu rafrænu traustþjónustur. Lausnir Justikal hafi innleitt traustþjónustur í samræmi við eIDAS reglugerðina. Löggjöfin var innleidd hér á landi árið 2019. „Tímarnir breytast og eftir að þessi dómafordæmi koma, erum við einfaldlega komin með löggjöf sem styður tækni sem gerir þetta með mjög öruggum hætti. Þar af leiðandi hélt ég dómarar Hæstaréttar myndu ef til vill endurspegla þennan breytta veruleika sem við lifum við í dag. En þeir telja að það þurfi lagabreytingu. Við virðum að sjálfsögðu niðurstöðu réttarins og við höfum látið okkar notendur að þjónustunni vita að það er ekki hægt að nota hana til að birta stefnu með stafrænum hætti. Þá er það bara næst að fara tafarlaust í lagabreytingu og tala fyrir henni.“ Börnin þurfi ekki að sjá stefnuvott koma í heimsókn Margrét Anna segir að Justikal hafi þegar óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra með það fyrir stafni að fá réttarfarslögum breytt. Hugsa þurfi um það hvernig hægt sé að nýta tæknina til að tryggja réttaröryggi. Hægt sé að gera hlutina með betri og öruggari hætti með hjálp tækninnar heldur en áður þekktist með pappír. Farið er ítarlega yfir tæknina og dóm Hæstaréttar í pistli Margrétar Önnu á vef Justikal. „Við erum líka að gæta meira að persónuvernd hjá einstaklingum sem eru að fá birtar stefnur. Þetta eru oft mjög viðkvæm mál. Það getur verið mjög erfitt ef einhver kemur í heimsókn um kvöldmatarleytið, til dæmis í blokk, og nágrannarnir vita alveg hvert tilefnið er. Sömuleiðis með börnin á heimilinu, foreldrar reyna að verja börnin fyrir hlutum sem þau eiga ekkert að hafa áhyggjur af á þeim tíma. Með því að gera þetta með stafrænum hætti getum við tryggt persónuvernd með miklu betri hætti.“ Greiða þurfi leið lausna sem öllum líki betur Þegar hafi verið komin ágætisreynsla á birtingar stefna með stafrænum hætti, fyrir dóm Hæstaréttar, og allir hlutaðeigandi hafi verið ánægðir með lausnina. Þeir sem fá stefnur hafi verið ánægðir, af þeim ástæðum sem raktar eru að framan, og þeir sem stefna hafi verið ánægðir með aukinn hraða og skilvirkni. Þá sé stafræn birting ódýrari leið en að senda stefnuvott með stefnu á pappír. „Í rauninni ef við erum að gera þetta skilvirkara, öruggara, hraðara og þægilegra fyrir alla á markaðnum, þá eigum við náttúrulega að greiða leið fyrir svoleiðis lausnum,“ segir Margrét Anna. Tækni Upplýsingatækni Dómstólar Dómsmál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti á dögunum niðurstöðu bæði héraðsdóms og Landsréttar um að stefna hefði ekki verið birt manni réttilega, þrátt fyrir að hann hefði undirritað stefnuna með rafrænum hætti. Margrét Anna Einarsdóttir, forstjóri og stofnandi Justikal, sem á lausnina sem gerir rafrænar stefnubirtingar mögulegar, segir í samtali við Vísi að hún furði sig á niðurstöðu málsins. Hæstiréttur hafi meðal annars vísað til eldri dóma réttarins, hverra niðurstöður voru að stefnur skildu afhentar á pappír, sem féllu fyrir innleiðingu eIDAS löggjafarinnar í íslenskan rétt. Löggjöfin heimili einmitt hinar ýmsu rafrænu traustþjónustur. Lausnir Justikal hafi innleitt traustþjónustur í samræmi við eIDAS reglugerðina. Löggjöfin var innleidd hér á landi árið 2019. „Tímarnir breytast og eftir að þessi dómafordæmi koma, erum við einfaldlega komin með löggjöf sem styður tækni sem gerir þetta með mjög öruggum hætti. Þar af leiðandi hélt ég dómarar Hæstaréttar myndu ef til vill endurspegla þennan breytta veruleika sem við lifum við í dag. En þeir telja að það þurfi lagabreytingu. Við virðum að sjálfsögðu niðurstöðu réttarins og við höfum látið okkar notendur að þjónustunni vita að það er ekki hægt að nota hana til að birta stefnu með stafrænum hætti. Þá er það bara næst að fara tafarlaust í lagabreytingu og tala fyrir henni.“ Börnin þurfi ekki að sjá stefnuvott koma í heimsókn Margrét Anna segir að Justikal hafi þegar óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra með það fyrir stafni að fá réttarfarslögum breytt. Hugsa þurfi um það hvernig hægt sé að nýta tæknina til að tryggja réttaröryggi. Hægt sé að gera hlutina með betri og öruggari hætti með hjálp tækninnar heldur en áður þekktist með pappír. Farið er ítarlega yfir tæknina og dóm Hæstaréttar í pistli Margrétar Önnu á vef Justikal. „Við erum líka að gæta meira að persónuvernd hjá einstaklingum sem eru að fá birtar stefnur. Þetta eru oft mjög viðkvæm mál. Það getur verið mjög erfitt ef einhver kemur í heimsókn um kvöldmatarleytið, til dæmis í blokk, og nágrannarnir vita alveg hvert tilefnið er. Sömuleiðis með börnin á heimilinu, foreldrar reyna að verja börnin fyrir hlutum sem þau eiga ekkert að hafa áhyggjur af á þeim tíma. Með því að gera þetta með stafrænum hætti getum við tryggt persónuvernd með miklu betri hætti.“ Greiða þurfi leið lausna sem öllum líki betur Þegar hafi verið komin ágætisreynsla á birtingar stefna með stafrænum hætti, fyrir dóm Hæstaréttar, og allir hlutaðeigandi hafi verið ánægðir með lausnina. Þeir sem fá stefnur hafi verið ánægðir, af þeim ástæðum sem raktar eru að framan, og þeir sem stefna hafi verið ánægðir með aukinn hraða og skilvirkni. Þá sé stafræn birting ódýrari leið en að senda stefnuvott með stefnu á pappír. „Í rauninni ef við erum að gera þetta skilvirkara, öruggara, hraðara og þægilegra fyrir alla á markaðnum, þá eigum við náttúrulega að greiða leið fyrir svoleiðis lausnum,“ segir Margrét Anna.
Tækni Upplýsingatækni Dómstólar Dómsmál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira