Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Jón Þór Stefánsson skrifar 5. mars 2025 23:30 Frá ráðstefnunni í Hörpu um hugvíkkandi efni. Vísir/Vilhelm Notkun á hugvíkkandi efnum gæti verið varasöm fyrir þá sem glíma við fíknivanda og eru í bata frá honum Þetta kom fram í máli Valgerðar Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga á Vogi, í Reykjavík síðdegis í dag. Mikið hefur verið rætt um hugvíkkandi efni undanfarið, ekki síst í kringum mikla ráðstefnu sem fór fram í Hörpu í síðustu viku, en þar var fjallað um notkun slíkra efna í lækningaskyni. „Ég tel að það gæti alveg haft óheppileg áhrif fyrir einhverja, af því að ofskynjunarlyfin eru auðvitað hluti af neyslu hjá hluta fólks sem hefur komið til okkar í gegnum tíðina. En það er aldrei eina vímuefnið. Það er ekki þannig að fólk komi til okkar í meðferð vegna vanda með bara ofskynjunarefni, heldur er þetta oftast hluti af neyslunni,“ segir Valgerður. Eru þessi ofskynjunarefni ekki fíkniefni? „Þau eru flokkuð þar undir, en þau eru ekki þannig ávanabindandi að maður fari í fráhvörf. En þau hafa fyrst og fremst áhrif á miðtaugakerfið eins og vímuefni og fíkniefni gera,“ segir Valgerður. „Hvort þau séu varsöm þeim sem eru í bata og eru ekki að nota vímuefni og vilja ekki gera það? Það gæti alveg hugsanlega verið truflandi og við höfum alveg dæmi um það.“ Valgerður segir að ekki séu komnar niðurstöður um notkun hugvíkkandi efna sem sýni að þau séu gagnleg í baráttunni við geðsjúkdóma. „Í umræðunni í dag heyri ég að það er svolítið verið að gefa þessu hátt undir höfði. Það er talað um þetta sem lækningu við ýmsum geðrænum vandamálum, og það er verið svo sannarlega verið að rannsaka það hjá virtum stofnunum og háskólum þar sem skoðað er hvort mögulega geti þessi efni hjálpað í meðferðum við geðsjúkdómum, en það er þá gert í samhengi við til dæmis samtalsmeðferðir. Það eru ekki komnar neinar leiðbeiningar um að þetta sé í raun og veru gagnlegt og að það eigi að nota þetta. Framtíðin verður bara að skera út um það,“ segir Valgerður. „Umræðan í dag, á miðlunum, er um víðan völl. Fólk er kannski að gera tilraunir á sjálfu sér, prófa og nota litla skammta. Það á ekkert skylt við einhverjar meðferðir sem eru veittar af fólki, eins og sérstaka samtalsmeðferð eða lyfjameðferð eða eitthvað slíkt. Það er allt annað. Fólk er að prófa á eigin ábyrgð. Það sem kemur úr því er reynsla hvers og eins. En í lækninga- og meðferðarfræði er þetta ekki komið á þann sess að við getum notað það.“ Hugvíkkandi efni Fíkn Reykjavík síðdegis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um hugvíkkandi efni undanfarið, ekki síst í kringum mikla ráðstefnu sem fór fram í Hörpu í síðustu viku, en þar var fjallað um notkun slíkra efna í lækningaskyni. „Ég tel að það gæti alveg haft óheppileg áhrif fyrir einhverja, af því að ofskynjunarlyfin eru auðvitað hluti af neyslu hjá hluta fólks sem hefur komið til okkar í gegnum tíðina. En það er aldrei eina vímuefnið. Það er ekki þannig að fólk komi til okkar í meðferð vegna vanda með bara ofskynjunarefni, heldur er þetta oftast hluti af neyslunni,“ segir Valgerður. Eru þessi ofskynjunarefni ekki fíkniefni? „Þau eru flokkuð þar undir, en þau eru ekki þannig ávanabindandi að maður fari í fráhvörf. En þau hafa fyrst og fremst áhrif á miðtaugakerfið eins og vímuefni og fíkniefni gera,“ segir Valgerður. „Hvort þau séu varsöm þeim sem eru í bata og eru ekki að nota vímuefni og vilja ekki gera það? Það gæti alveg hugsanlega verið truflandi og við höfum alveg dæmi um það.“ Valgerður segir að ekki séu komnar niðurstöður um notkun hugvíkkandi efna sem sýni að þau séu gagnleg í baráttunni við geðsjúkdóma. „Í umræðunni í dag heyri ég að það er svolítið verið að gefa þessu hátt undir höfði. Það er talað um þetta sem lækningu við ýmsum geðrænum vandamálum, og það er verið svo sannarlega verið að rannsaka það hjá virtum stofnunum og háskólum þar sem skoðað er hvort mögulega geti þessi efni hjálpað í meðferðum við geðsjúkdómum, en það er þá gert í samhengi við til dæmis samtalsmeðferðir. Það eru ekki komnar neinar leiðbeiningar um að þetta sé í raun og veru gagnlegt og að það eigi að nota þetta. Framtíðin verður bara að skera út um það,“ segir Valgerður. „Umræðan í dag, á miðlunum, er um víðan völl. Fólk er kannski að gera tilraunir á sjálfu sér, prófa og nota litla skammta. Það á ekkert skylt við einhverjar meðferðir sem eru veittar af fólki, eins og sérstaka samtalsmeðferð eða lyfjameðferð eða eitthvað slíkt. Það er allt annað. Fólk er að prófa á eigin ábyrgð. Það sem kemur úr því er reynsla hvers og eins. En í lækninga- og meðferðarfræði er þetta ekki komið á þann sess að við getum notað það.“
Hugvíkkandi efni Fíkn Reykjavík síðdegis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira