Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Árni Sæberg skrifar 4. mars 2025 13:43 Eyjólfur Ármannsson er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Rúnar Samgönguráðherra segir það mjög slæmar fréttir að Icelandair stefni á að hætta áætlanaflugi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar eftir sumarið 2026. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði í gær að félagið hyggist hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan væri sérstaða flugvallarins, sem leiði til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi. Bæjarstjórinn sleginn „Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar.“ Sagði Bogi. Áform Icelandair hafa þegar vakið hörð viðbrögð. Til að mynda sagðist Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, í hádegisfréttum Bylgjunnar, vera slegin vegna málsins. Málið rætt í ríkisstjórn Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði þetta slæm tíðindi þegar hann ræddi við Berghildi Erlu Berharðsdóttur fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann hafi tekið málið upp á ríkisstjórnarfundinum og skilaboðin hafi verið skýr. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í. Hvernig módelið verður eða hvernig það verður gert, það á eftir að koma í ljós. Ég hef óskað eftir fundi með forstjóra Icelandair til að ræða þetta mál.“ Grundvallaratriði fyrir Vestfirði Eyjólfur bendir í þessu samhengi á að ríkið styrki flug á aðra áfangastaði en farþegafjöldi sem þar um ræðir sé miklu, miklu minni en á Ísafjarðarleiðinni. 30 til 35 þúsund manns fljúgi þá leið „Þetta er algjört grundvallaratriði fyrir Vestfirðinga og Ísfirðinga, að þessi leið sé flogin, Reykjavík - Ísafjörður.“ Opni mögulega fyrir minni flugfélög Eyjólfur segir bæði rekstrarlegar og landfræðilegar ástæður liggi að baki ákvörðun Icelandair og skoða verði hvernig hægt sé að bregðast við. „Kannski opnast aðrir möguleikar fyrir annað flugfélag, að komast inn á þennan markað. Þá á aðra minni staði líka. Það á eftir að koma í ljós en það verður flogið í framtíðinni á flugleiðinni Reykjavík - Ísafjörður.“ Samgöngur Ísafjarðarbær Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði í gær að félagið hyggist hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan væri sérstaða flugvallarins, sem leiði til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi. Bæjarstjórinn sleginn „Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar.“ Sagði Bogi. Áform Icelandair hafa þegar vakið hörð viðbrögð. Til að mynda sagðist Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, í hádegisfréttum Bylgjunnar, vera slegin vegna málsins. Málið rætt í ríkisstjórn Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði þetta slæm tíðindi þegar hann ræddi við Berghildi Erlu Berharðsdóttur fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann hafi tekið málið upp á ríkisstjórnarfundinum og skilaboðin hafi verið skýr. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í. Hvernig módelið verður eða hvernig það verður gert, það á eftir að koma í ljós. Ég hef óskað eftir fundi með forstjóra Icelandair til að ræða þetta mál.“ Grundvallaratriði fyrir Vestfirði Eyjólfur bendir í þessu samhengi á að ríkið styrki flug á aðra áfangastaði en farþegafjöldi sem þar um ræðir sé miklu, miklu minni en á Ísafjarðarleiðinni. 30 til 35 þúsund manns fljúgi þá leið „Þetta er algjört grundvallaratriði fyrir Vestfirðinga og Ísfirðinga, að þessi leið sé flogin, Reykjavík - Ísafjörður.“ Opni mögulega fyrir minni flugfélög Eyjólfur segir bæði rekstrarlegar og landfræðilegar ástæður liggi að baki ákvörðun Icelandair og skoða verði hvernig hægt sé að bregðast við. „Kannski opnast aðrir möguleikar fyrir annað flugfélag, að komast inn á þennan markað. Þá á aðra minni staði líka. Það á eftir að koma í ljós en það verður flogið í framtíðinni á flugleiðinni Reykjavík - Ísafjörður.“
Samgöngur Ísafjarðarbær Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira