Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 4. mars 2025 15:32 Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem þjáist af narsissisma; „Narcissistic personality disorder“ (NPD) er haldið blindu um eigið ágæti og mikilvægi og hefur að sama skapi hvorki skilning eða áhuga á þörfum annarra. Undirliggjandi orsakir þessarar röskunar hafa verið tengdar við; áföll í æsku, sögu um erfið samskipti, erfðir, fjölskyldusögu, riðlun á taugaboðum í heila og fleiri þáttum. Röskunin birtist oft í siðblindu og andfélagslegri hegðun. Hægt er að greina eiginleika í fari og hegðun fólks sem gefa vísbendingar um röskunina en greiningar sýna ennfremur að fólk með þessa röskun er undirliggjandi oft vanmáttugt, með minnimáttarkennd og skekkta sjálfsmynd. Athyglisvert er að mun algengara er að karlar séu haldnir þessari geðröskun en konur. Meðferðarúrræði eru oftast samtalsmeðferð. Ef slegin eru inn í Google Scholar leitarvélina orðin „Trump og Narsissism“ þá birtast 18.700 niðurstöður á 0,10 sek., að mestu er um að ræða birtar vísindagreinar, bókarkafla, ritgerðir og bækur um viðfangsefnið. Í mörgum rannsóknanna hefur gögnum verið safnað og þau greind byggt á hegðun, viðtölum, ræðum, samtölum og eða upplifun annarra á samskiptum við Trump. Greinarnar ná til fjölmargra fræðasviða; stjórnunar, leiðtogafræða, samningatækni, stjórnmálafræði, læknisfræði, sálfræði svo nokkur svið séu nefnd. Fróðlegt er að rýna í margar þessar greina en þar er að finna helstu einkenni narsissisma í fari Trump en þar má helst nefna: Sjálfsupphafning, ofmat á eigin mikilvægi og krafa um skilyrðislausa aðdáun. Upptekinn af eigin völdum, velgengni, fegurð og hæfileikum. Ýkir gjörðir sínar, en það sem hann gerir er best, stærst og mest. Upplifir mjög sterkt að hann eigi skilið sérstaka meðferð og forréttindi. Gerir ráð fyrir að hann birtist öðrum sem yfirburðamanneskja. Yfirlæti og sjálfshól einkenna hegðun og tilhneiging til að líta niður á venjulegt fólk. Misnotar sér aðra í eigin þágu. Hefur ekki getu til að finna eða sýna samúð eða samkennd. Verður reiður ef hann fær ekki aðdáun og virðingu. Á mjög erfitt með samskipti og samtöl við aðra og fer fljótt að leiðast. Skortur á einbeitingu og veður úr einu máli í annað. ·Á mjög erfitt að hafa stjórn á skapi sínu, tilfinningum og hegðun. Sorglegt var að sjá nokkur þessara einkenna birtast hjá forseta Bandaríkjanna í beinni útsendingu á fundi hans og Zelensky í Hvíta húsinu í síðustu viku. Rannsóknir hafa sýnt að erfitt er að semja við fólk með þessa röskun. Ef samningar eiga að nást er það nánast gefin forsenda að narssisistinn upplifi að hann sé sigurvegari viðræðna burt sé frá efnislegum niðurstöðum. Hvort yfir höfuð er mögulegt er að semja við Bandaríkin um lok stríðsins í Úkraínu á eftir að koma í ljós en afar ólíklegt er að tryggingar fáist inn í samninga sem eitthvert hald er í á meðan Trump er við völd. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt evrópufræði, stefnumótun, samningatækni og rekstur og sjálfbærni í sjávarútvegi í Háskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem þjáist af narsissisma; „Narcissistic personality disorder“ (NPD) er haldið blindu um eigið ágæti og mikilvægi og hefur að sama skapi hvorki skilning eða áhuga á þörfum annarra. Undirliggjandi orsakir þessarar röskunar hafa verið tengdar við; áföll í æsku, sögu um erfið samskipti, erfðir, fjölskyldusögu, riðlun á taugaboðum í heila og fleiri þáttum. Röskunin birtist oft í siðblindu og andfélagslegri hegðun. Hægt er að greina eiginleika í fari og hegðun fólks sem gefa vísbendingar um röskunina en greiningar sýna ennfremur að fólk með þessa röskun er undirliggjandi oft vanmáttugt, með minnimáttarkennd og skekkta sjálfsmynd. Athyglisvert er að mun algengara er að karlar séu haldnir þessari geðröskun en konur. Meðferðarúrræði eru oftast samtalsmeðferð. Ef slegin eru inn í Google Scholar leitarvélina orðin „Trump og Narsissism“ þá birtast 18.700 niðurstöður á 0,10 sek., að mestu er um að ræða birtar vísindagreinar, bókarkafla, ritgerðir og bækur um viðfangsefnið. Í mörgum rannsóknanna hefur gögnum verið safnað og þau greind byggt á hegðun, viðtölum, ræðum, samtölum og eða upplifun annarra á samskiptum við Trump. Greinarnar ná til fjölmargra fræðasviða; stjórnunar, leiðtogafræða, samningatækni, stjórnmálafræði, læknisfræði, sálfræði svo nokkur svið séu nefnd. Fróðlegt er að rýna í margar þessar greina en þar er að finna helstu einkenni narsissisma í fari Trump en þar má helst nefna: Sjálfsupphafning, ofmat á eigin mikilvægi og krafa um skilyrðislausa aðdáun. Upptekinn af eigin völdum, velgengni, fegurð og hæfileikum. Ýkir gjörðir sínar, en það sem hann gerir er best, stærst og mest. Upplifir mjög sterkt að hann eigi skilið sérstaka meðferð og forréttindi. Gerir ráð fyrir að hann birtist öðrum sem yfirburðamanneskja. Yfirlæti og sjálfshól einkenna hegðun og tilhneiging til að líta niður á venjulegt fólk. Misnotar sér aðra í eigin þágu. Hefur ekki getu til að finna eða sýna samúð eða samkennd. Verður reiður ef hann fær ekki aðdáun og virðingu. Á mjög erfitt með samskipti og samtöl við aðra og fer fljótt að leiðast. Skortur á einbeitingu og veður úr einu máli í annað. ·Á mjög erfitt að hafa stjórn á skapi sínu, tilfinningum og hegðun. Sorglegt var að sjá nokkur þessara einkenna birtast hjá forseta Bandaríkjanna í beinni útsendingu á fundi hans og Zelensky í Hvíta húsinu í síðustu viku. Rannsóknir hafa sýnt að erfitt er að semja við fólk með þessa röskun. Ef samningar eiga að nást er það nánast gefin forsenda að narssisistinn upplifi að hann sé sigurvegari viðræðna burt sé frá efnislegum niðurstöðum. Hvort yfir höfuð er mögulegt er að semja við Bandaríkin um lok stríðsins í Úkraínu á eftir að koma í ljós en afar ólíklegt er að tryggingar fáist inn í samninga sem eitthvert hald er í á meðan Trump er við völd. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt evrópufræði, stefnumótun, samningatækni og rekstur og sjálfbærni í sjávarútvegi í Háskólanum í Reykjavík.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun