Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Aron Guðmundsson skrifar 4. mars 2025 11:02 Það kemur ýmislegt upp á yfirborðið í nýjustu þáttaröð Drive to Survive heimildaþáttaraðarinnar Vísir/Samsett mynd Toto Wolff, liðsstjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, gaf sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton loforð þess efnis að hann myndi ekki reyna að fá Max Verstappen til liðs við Mercedes frá Red Bull Racing á meðan að Bretinn væri ökumaður liðsins. Þetta kemur fram í nýjustu þáttaröð Drive to Survive heimildarþáttanna sem verður aðgengileg á streymisveitu Netflix frá og með föstudeginum næstkomandi. Sky Sports hefur fengið að sjá þættina og greinir frá umræddu atviki. Hamilton og Verstappen hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina, baráttan þeirra á milli náði hámarki árið 2021 þar sem að Verstappen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á mjög svo vafasaman hátt á lokahringnum í síðasta kappakstri tímabilsins í Abu Dhabi. Hamilton var þar hársbreidd frá því að tryggja sér sinn áttunda heimsmeistaratitil á ferlinum sem hefði séð hann komast á toppinn á lista yfir þá ökuþóra sem hafa unnið flesta heimsmeistaratitla. Nýjasta þáttaröð Drive to Survive tekur mið af síðasta tímabili í Formúlu 1 sem var jafnframt síðasta tímabil Hamilton hjá Mercedes. Hann er nú genginn til liðs við ítalska risann Ferrari, skipti sem vöktu athygli á heimsvísu svo vægt sé til orða tekið. Í einum þáttanna í nýjustu þáttaröð Drive to Survive er skyggnst á bak við tjöldin þar sem að Toto Wolff ræðir það við eiginkonu sína Susie Wolff hvern hann eigi að fá inn í stað Hamilton hjá Mercedes við hlið George Russell eftir að greint var frá skiptum Bretans til Ferrari. Eftir að nöfn ökuþóra á borð við Carlos Sainz og Fernando Alonso hafði borið á góma var röðin komin að Verstappen: „Ég hef ekki talað við hann því ég lofaði Hamilton að tala ekki við hann,“ sagði Wolff. „En ég mun eiga það samtal núna.“ Vitað er að forráðamenn Mercedes fóru í viðræður við Verstappen sem ekkert varð á endanum úr. Þess í stað var ákveðið að veðja á hinn ungan og efnilegan Ítala að nafni Kimi Antonelli. Akstursíþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjustu þáttaröð Drive to Survive heimildarþáttanna sem verður aðgengileg á streymisveitu Netflix frá og með föstudeginum næstkomandi. Sky Sports hefur fengið að sjá þættina og greinir frá umræddu atviki. Hamilton og Verstappen hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina, baráttan þeirra á milli náði hámarki árið 2021 þar sem að Verstappen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á mjög svo vafasaman hátt á lokahringnum í síðasta kappakstri tímabilsins í Abu Dhabi. Hamilton var þar hársbreidd frá því að tryggja sér sinn áttunda heimsmeistaratitil á ferlinum sem hefði séð hann komast á toppinn á lista yfir þá ökuþóra sem hafa unnið flesta heimsmeistaratitla. Nýjasta þáttaröð Drive to Survive tekur mið af síðasta tímabili í Formúlu 1 sem var jafnframt síðasta tímabil Hamilton hjá Mercedes. Hann er nú genginn til liðs við ítalska risann Ferrari, skipti sem vöktu athygli á heimsvísu svo vægt sé til orða tekið. Í einum þáttanna í nýjustu þáttaröð Drive to Survive er skyggnst á bak við tjöldin þar sem að Toto Wolff ræðir það við eiginkonu sína Susie Wolff hvern hann eigi að fá inn í stað Hamilton hjá Mercedes við hlið George Russell eftir að greint var frá skiptum Bretans til Ferrari. Eftir að nöfn ökuþóra á borð við Carlos Sainz og Fernando Alonso hafði borið á góma var röðin komin að Verstappen: „Ég hef ekki talað við hann því ég lofaði Hamilton að tala ekki við hann,“ sagði Wolff. „En ég mun eiga það samtal núna.“ Vitað er að forráðamenn Mercedes fóru í viðræður við Verstappen sem ekkert varð á endanum úr. Þess í stað var ákveðið að veðja á hinn ungan og efnilegan Ítala að nafni Kimi Antonelli.
Akstursíþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira