Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. mars 2025 09:01 Ræða mín á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er umfjöllunarefni Bjarna Snæbjörnssonar leikara, höfundar, leiklistarkennara og þáttastjórnanda hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans, í grein sem birtist hér í gær. Bjarni greinir að vísu frá því að hann hafi hingað til gefið mér og verkum mínum lítinn gaum þar sem hann eigi „litla samleið með flokknum [mínum]“. Gott og vel. Ég hef fylgst ágætlega vel með Bjarna frá því við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan, eða svo, og hef haft gaman af framlagi hans. Og ég reyni að fylgjast vel með allri þjóðfélagsumræðu, líka þeirri sem ég á ekki endilega „samleið með“, svo ég noti orð Bjarna sjálfs. Í greininni leggur Bjarni út af orðum mínum um þá sem hafa verið kallaðir vók (e. woke). Í huga Bjarna þýðir vók að vera góð manneskja; að „láta sér annt um velferð annarra“. „Í máli hennar stendur ekki steinn yfir steini því hún virðist ekki skilja að hún á sjálf „woke“ mikið að þakka.“ Í því samhengi rifjar Bjarni upp réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum í byrjun síðustu aldar. Þótt Bjarni greini frá því að hann sé vandlátur á upplýsingar og umræðu sem hann hlustar á, tel ég samt að hann viti við hvað ég átti þegar ég lýsti því yfir í ræðu minni að vókið væri búið. Ég tel hann hafa vitað að þarna væri ég ekki að vísa til gamals uppruna orðtaksins, réttindabaráttu svartra eða annars þess sem hann dregur fram, heldur til mun nýlegri notkunar á hugtakinu. Sú notkun og þróun á hugtakinu hefur einkennst af mikilli fórnarlambamenningu og lýst jafnvel minnstu frávikum sem samfélagslegu óréttlæti sem kallar fram móðgunarbylgju. Það sem upphaflega var göfugt og mikilvægt markmið um að fólk væri vók (vakandi?, athugult?) fyrir óréttlæti og mismunun, fór því að snúast um „þvælu og [hálfkveðnar vísur]“, svo ég vitni í sjálfa mig. Ég vil ekki þreyta lesendur á hártogunum um hugtakanotkun, en finn mig knúna til að benda á að ef Bjarni fylgdist meira með fólki sem hann er ekki að öllu leyti sammála, vissi hann að ég er vel meðvituð um stöðu kvenna og annarra hópa sem hafa þurft að berjast fyrir jöfnum rétti. Raunar hef ég bæði skrifað og talað mikið um það gegnum árin. Þar hef ég m.a. rifjað upp það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í fararbroddi í jafnréttismálum og öðrum mannréttindamálum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega verið burðarstoð við að skapa hér samfélag sem hefur jöfnustu tækifærin, með mesta kynjajafnréttið og mestu atvinnuþátttöku kvenna í heimi, svo eitthvað sé nefnt. Ef Bjarni vill kalla Sjálfstæðisflokkinn vók fyrir vikið þá missi ég ekki svefn yfir því. Enda reyni ég að vera umburðarlynd manneskja. Reyndar hófst jafnréttisbarátta kvenna ekki í byrjun síðustu aldar heldur mun fyrr. Og hún var heldur ekki borin upp af móðgunargjörnum vinstrimönnum, hvorki hér eða annars staðar. Ég hef líka tjáð mig ítrekað um upphrópanir og stimpla fólks sem telur sig boðbera samheldni og náungakærleika. Ég er þeirrar skoðunar að slík orðræða, þetta „við“ og „þau“ sé einmitt til þess fallin að skapa „sundrung og tortryggni“ og skautun í samfélaginu. Fyrir utan hvað mér þykir þetta yfirmáta leiðinleg orðræða. En ég ætla Bjarna ekki vondan ásetning, heldur tel ég einmitt að ásetningurinn sé líklegast góður. Og skora á hann að láta sig áfram samfélagið sitt varða eins og ég hef gert frá unga aldri. Þar gæti Bjarni e.t.v. byrjað á því að hlusta meira og reyna að skilja þá sem hann hefur fyrirfram flokkað sem svo að hann eigi „litla samleið með“. Það er mun líklegra til árangurs til að viðhalda hér opnu, frjálsu og umburðarlyndu samfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ræða mín á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er umfjöllunarefni Bjarna Snæbjörnssonar leikara, höfundar, leiklistarkennara og þáttastjórnanda hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans, í grein sem birtist hér í gær. Bjarni greinir að vísu frá því að hann hafi hingað til gefið mér og verkum mínum lítinn gaum þar sem hann eigi „litla samleið með flokknum [mínum]“. Gott og vel. Ég hef fylgst ágætlega vel með Bjarna frá því við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan, eða svo, og hef haft gaman af framlagi hans. Og ég reyni að fylgjast vel með allri þjóðfélagsumræðu, líka þeirri sem ég á ekki endilega „samleið með“, svo ég noti orð Bjarna sjálfs. Í greininni leggur Bjarni út af orðum mínum um þá sem hafa verið kallaðir vók (e. woke). Í huga Bjarna þýðir vók að vera góð manneskja; að „láta sér annt um velferð annarra“. „Í máli hennar stendur ekki steinn yfir steini því hún virðist ekki skilja að hún á sjálf „woke“ mikið að þakka.“ Í því samhengi rifjar Bjarni upp réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum í byrjun síðustu aldar. Þótt Bjarni greini frá því að hann sé vandlátur á upplýsingar og umræðu sem hann hlustar á, tel ég samt að hann viti við hvað ég átti þegar ég lýsti því yfir í ræðu minni að vókið væri búið. Ég tel hann hafa vitað að þarna væri ég ekki að vísa til gamals uppruna orðtaksins, réttindabaráttu svartra eða annars þess sem hann dregur fram, heldur til mun nýlegri notkunar á hugtakinu. Sú notkun og þróun á hugtakinu hefur einkennst af mikilli fórnarlambamenningu og lýst jafnvel minnstu frávikum sem samfélagslegu óréttlæti sem kallar fram móðgunarbylgju. Það sem upphaflega var göfugt og mikilvægt markmið um að fólk væri vók (vakandi?, athugult?) fyrir óréttlæti og mismunun, fór því að snúast um „þvælu og [hálfkveðnar vísur]“, svo ég vitni í sjálfa mig. Ég vil ekki þreyta lesendur á hártogunum um hugtakanotkun, en finn mig knúna til að benda á að ef Bjarni fylgdist meira með fólki sem hann er ekki að öllu leyti sammála, vissi hann að ég er vel meðvituð um stöðu kvenna og annarra hópa sem hafa þurft að berjast fyrir jöfnum rétti. Raunar hef ég bæði skrifað og talað mikið um það gegnum árin. Þar hef ég m.a. rifjað upp það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í fararbroddi í jafnréttismálum og öðrum mannréttindamálum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega verið burðarstoð við að skapa hér samfélag sem hefur jöfnustu tækifærin, með mesta kynjajafnréttið og mestu atvinnuþátttöku kvenna í heimi, svo eitthvað sé nefnt. Ef Bjarni vill kalla Sjálfstæðisflokkinn vók fyrir vikið þá missi ég ekki svefn yfir því. Enda reyni ég að vera umburðarlynd manneskja. Reyndar hófst jafnréttisbarátta kvenna ekki í byrjun síðustu aldar heldur mun fyrr. Og hún var heldur ekki borin upp af móðgunargjörnum vinstrimönnum, hvorki hér eða annars staðar. Ég hef líka tjáð mig ítrekað um upphrópanir og stimpla fólks sem telur sig boðbera samheldni og náungakærleika. Ég er þeirrar skoðunar að slík orðræða, þetta „við“ og „þau“ sé einmitt til þess fallin að skapa „sundrung og tortryggni“ og skautun í samfélaginu. Fyrir utan hvað mér þykir þetta yfirmáta leiðinleg orðræða. En ég ætla Bjarna ekki vondan ásetning, heldur tel ég einmitt að ásetningurinn sé líklegast góður. Og skora á hann að láta sig áfram samfélagið sitt varða eins og ég hef gert frá unga aldri. Þar gæti Bjarni e.t.v. byrjað á því að hlusta meira og reyna að skilja þá sem hann hefur fyrirfram flokkað sem svo að hann eigi „litla samleið með“. Það er mun líklegra til árangurs til að viðhalda hér opnu, frjálsu og umburðarlyndu samfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun