Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. mars 2025 13:17 Guðrún Hafsteinsdóttir er hún flutti framboðsræðu sína á landsfundinum í gær. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir var rétt í þessu kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Hún vann formannskjörið gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og verður því tíundi formaður Sjálfstæðisflokksins. Um sögulega stund er að ræða þar sem hún er fyrsta konan í tæplega hundrað ára sögu Sjálfstæðisflokksins til að vera kjörin í embætti formanns. Hún tekur við af Bjarna Benediktssyni, sem hefur gegnt embættinu frá 2009. Munaði nítján atkvæðum Guðrún hlaut 50,11 prósent atkvæða. Alls greiddu 1862 atkvæði, þar af voru fjögur ógild atkvæði. Áslaug Arna fékk 912 atkvæði gegn 931 atkvæðum Guðrúnar. „Kæru vinir, kæru Sjálfstæðismenn. Takk, takk, takk, takk fyrir það traust sem þið eruð að sýna mér hér í dag. Takk fyrir að sýna mér hér um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn er lang lang öflugasta fjöldahreyfing landsins,“ sagði Guðrún í pontu eftir að úrslitin voru kunngjörð. „Saman ætlum við að gera hann stærri, sterkari og samheldnari en nokkurn tímann fyrr. Kæru vinir, ég fór ekki í pólitík útaf pólitískum metnaði. Ég fór eingöngu í pólitík af hugsjón. Ég brenn fyrir þjóð mína og landið mitt og þess vegna er þetta ekki sigur einstaklingsins. Þetta er sigur okkar allra.“ Þakkar Áslaugu drengilega baráttu Þá þakkaði hún mótframbjóðanda sínum fyrir drengilega kosningabaráttu. „Það er ómetanlegt að eiga sterkan og einbeittan bandamann í pólitík. Og það á ég í Áslaugu Örnu og það munum við eiga saman.“ Kosningar í embætti varaformanns og ritara fara fram síðar á fundinum en áætluð fundarslit eru klukkan fimm. Guðrún tók fyrst þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2021. Hún gegndi embætti dómsmálaráðherra 2023-2024. Hún tilkynnti framboð sitt til Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi þann 8. febrúar. Í framboðsræðu sinni í gær kynnti Guðrún þrjár breytingar á flokksstarfinu sem hún mun sem formaður setja í forgang til að bæta samstöðu innan flokksins og stækka hann. „Í fyrsta lagi mun ég færa valdið til flokksmanna. Ég vil efla flokksfélögin og færa verkefni og fjármagn út í kjördæmin,“ segir Guðrún. Þar haldi grasrót flokksins á lofti sjálfstæðishugsjóninni og vísi veginn í sinni heimabyggð. „Við megum aldrei gleyma því að flokksfélög Sjálfstæðisflokksins voru ekki stofnuð til að styðja við Valhöll. Valhöll er starfrækt til að styðja við flokksfélögin.“ Í öðru lagi vilji hún stuðla að því að forysta flokksins sé kjörin með opnari hætti. „Ég vil gefa öllum þeim flokksmönnum, sem sannarlega starfa og styðja flokkinn, færi á að velja sína forystu. Ég hef trú á því að sú breyting muni sameina okkur og styðja flokkinn.“ „Og í þriðja lagi vil ég gera Valhöll að gróðurhúsi nýrra og djarfra hugmynda. Ég heyri að Sjálfstæðismönnum þykir samstarf okkar í síðustu ríkisstjórn hafa litað nálgun okkar og hugarfar. Að við séum orðin of samdauna kerfinu. Ef það er einhver gryfja sem við megum aldrei, aldrei, falla í, þá er það að taka okkur meðvirka varnarstöðu með kerfinu.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Um sögulega stund er að ræða þar sem hún er fyrsta konan í tæplega hundrað ára sögu Sjálfstæðisflokksins til að vera kjörin í embætti formanns. Hún tekur við af Bjarna Benediktssyni, sem hefur gegnt embættinu frá 2009. Munaði nítján atkvæðum Guðrún hlaut 50,11 prósent atkvæða. Alls greiddu 1862 atkvæði, þar af voru fjögur ógild atkvæði. Áslaug Arna fékk 912 atkvæði gegn 931 atkvæðum Guðrúnar. „Kæru vinir, kæru Sjálfstæðismenn. Takk, takk, takk, takk fyrir það traust sem þið eruð að sýna mér hér í dag. Takk fyrir að sýna mér hér um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn er lang lang öflugasta fjöldahreyfing landsins,“ sagði Guðrún í pontu eftir að úrslitin voru kunngjörð. „Saman ætlum við að gera hann stærri, sterkari og samheldnari en nokkurn tímann fyrr. Kæru vinir, ég fór ekki í pólitík útaf pólitískum metnaði. Ég fór eingöngu í pólitík af hugsjón. Ég brenn fyrir þjóð mína og landið mitt og þess vegna er þetta ekki sigur einstaklingsins. Þetta er sigur okkar allra.“ Þakkar Áslaugu drengilega baráttu Þá þakkaði hún mótframbjóðanda sínum fyrir drengilega kosningabaráttu. „Það er ómetanlegt að eiga sterkan og einbeittan bandamann í pólitík. Og það á ég í Áslaugu Örnu og það munum við eiga saman.“ Kosningar í embætti varaformanns og ritara fara fram síðar á fundinum en áætluð fundarslit eru klukkan fimm. Guðrún tók fyrst þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2021. Hún gegndi embætti dómsmálaráðherra 2023-2024. Hún tilkynnti framboð sitt til Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi þann 8. febrúar. Í framboðsræðu sinni í gær kynnti Guðrún þrjár breytingar á flokksstarfinu sem hún mun sem formaður setja í forgang til að bæta samstöðu innan flokksins og stækka hann. „Í fyrsta lagi mun ég færa valdið til flokksmanna. Ég vil efla flokksfélögin og færa verkefni og fjármagn út í kjördæmin,“ segir Guðrún. Þar haldi grasrót flokksins á lofti sjálfstæðishugsjóninni og vísi veginn í sinni heimabyggð. „Við megum aldrei gleyma því að flokksfélög Sjálfstæðisflokksins voru ekki stofnuð til að styðja við Valhöll. Valhöll er starfrækt til að styðja við flokksfélögin.“ Í öðru lagi vilji hún stuðla að því að forysta flokksins sé kjörin með opnari hætti. „Ég vil gefa öllum þeim flokksmönnum, sem sannarlega starfa og styðja flokkinn, færi á að velja sína forystu. Ég hef trú á því að sú breyting muni sameina okkur og styðja flokkinn.“ „Og í þriðja lagi vil ég gera Valhöll að gróðurhúsi nýrra og djarfra hugmynda. Ég heyri að Sjálfstæðismönnum þykir samstarf okkar í síðustu ríkisstjórn hafa litað nálgun okkar og hugarfar. Að við séum orðin of samdauna kerfinu. Ef það er einhver gryfja sem við megum aldrei, aldrei, falla í, þá er það að taka okkur meðvirka varnarstöðu með kerfinu.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira