Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar 1. mars 2025 15:02 Í dag, 1. mars, fögnum við Alþjóðlega hrósdeginum – degi sem er tileinkaður því að lyfta öðrum upp með jákvæðum orðum og hrósi. Hrós er ein áhrifaríkasta og um leið einfaldasta leiðin til að styrkja sjálfstraust, bæta samskipti og skapa jákvætt andrúmsloft. En hvers vegna er hrós svona mikilvægt og hvernig getum við vanið okkur á að hrósa meira? Máttur hróssins Hrós hefur djúpstæð áhrif á bæði líkama og sál. Þegar við fáum hrós losar líkaminn vellíðanarhormón eins og dópamín og oxýtósín, sem stuðla að jákvæðum tilfinningum og vellíðan. Hrós getur einnig eflt sjálfstraust, aukið starfsánægju og hvatt fólk til að halda áfram að leggja sig fram. Á sama tíma hefur það að hrósa öðrum jákvæð áhrif á þann sem veitir hrósið. Þegar við segjum öðrum frá því sem við kunnum að meta í fari þeirra eða verkum, upplifum við sjálf meiri gleði og sterkari tengsl við þá. Hvers vegna hrósum við ekki meira? Þrátt fyrir að flestir kunni vel að meta hrós eiga margir erfitt með að veita það. Ein ástæða gæti verið óttinn við að hljóma óeinlægur. Önnur ástæða gæti legið í menningarlegum venjum; á sumum stöðum er litið svo á að fólk eigi að vinna hörðum höndum án þess að búast við hrósi. Raunin er sú að einlægt og vel tímasett hrós getur umbreytt degi fólks og jafnvel haft langtímaáhrif á sjálfsmynd þess. Hrós þarf ekki að vera stórt eða flókið – einföld orð eins og „Þú gafst ekki upp þrátt fyrir mótlæti“, „Mér fannst þú sýna mikið hugrekki...“ eða „Þú hefur góð áhrif á umhverfið þitt“ geta gert gæfumuninn. Hvernig getum við hrósað meira? Ef við viljum tileinka okkur jákvæðari samskipti og venja okkur á að hrósa meira er gott að hafa eftirfarandi í huga: Vertu einlæg/ur – Fólk skynjar hvort hrós sé raunverulegt eða ekki. Hrós sem kemur frá hjartanu hefur mun meiri áhrif. Hrósaðu fyrir viðleitni, ekki bara árangur – Það skiptir meira máli að hrósa fyrir ástundun og framlag, ekki einungis lokaútkomuna. Notaðu hrós til að byggja upp aðra – Það er auðvelt að taka eftir mistökum, en með því að beina athyglinni að því jákvæða í fari annarra og styrkleikum þeirra getum við haft jákvæð áhrif. Ekki geyma hrós í huga þér – Ef þér finnst einhver standa sig vel, láttu hann þá vita strax! Hrósum í dag og alla daga Á Alþjóðlega hrósdeginum skulum við öll staldra við og hugsa um hverjum við getum hrósað - samstarfsfélaga sem hefur lagt sig mikið fram, vini sem hefur reynst traustur, eða jafnvel ókunnugum sem hefur gert eitthvað fallegt. En hrós ætti ekki að takmarkast við þennan eina dag; við ættum að gera það að venju að lyfta öðrum upp með orðum okkar. Hverjum ætlar þú að hrósa í dag? Greinarhöfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Hún hrinti hrósdeginum af stað á Íslandi árið 2013 og er stofnandi Facebook síðunnar Hrós dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Geðheilbrigði Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Sjá meira
Í dag, 1. mars, fögnum við Alþjóðlega hrósdeginum – degi sem er tileinkaður því að lyfta öðrum upp með jákvæðum orðum og hrósi. Hrós er ein áhrifaríkasta og um leið einfaldasta leiðin til að styrkja sjálfstraust, bæta samskipti og skapa jákvætt andrúmsloft. En hvers vegna er hrós svona mikilvægt og hvernig getum við vanið okkur á að hrósa meira? Máttur hróssins Hrós hefur djúpstæð áhrif á bæði líkama og sál. Þegar við fáum hrós losar líkaminn vellíðanarhormón eins og dópamín og oxýtósín, sem stuðla að jákvæðum tilfinningum og vellíðan. Hrós getur einnig eflt sjálfstraust, aukið starfsánægju og hvatt fólk til að halda áfram að leggja sig fram. Á sama tíma hefur það að hrósa öðrum jákvæð áhrif á þann sem veitir hrósið. Þegar við segjum öðrum frá því sem við kunnum að meta í fari þeirra eða verkum, upplifum við sjálf meiri gleði og sterkari tengsl við þá. Hvers vegna hrósum við ekki meira? Þrátt fyrir að flestir kunni vel að meta hrós eiga margir erfitt með að veita það. Ein ástæða gæti verið óttinn við að hljóma óeinlægur. Önnur ástæða gæti legið í menningarlegum venjum; á sumum stöðum er litið svo á að fólk eigi að vinna hörðum höndum án þess að búast við hrósi. Raunin er sú að einlægt og vel tímasett hrós getur umbreytt degi fólks og jafnvel haft langtímaáhrif á sjálfsmynd þess. Hrós þarf ekki að vera stórt eða flókið – einföld orð eins og „Þú gafst ekki upp þrátt fyrir mótlæti“, „Mér fannst þú sýna mikið hugrekki...“ eða „Þú hefur góð áhrif á umhverfið þitt“ geta gert gæfumuninn. Hvernig getum við hrósað meira? Ef við viljum tileinka okkur jákvæðari samskipti og venja okkur á að hrósa meira er gott að hafa eftirfarandi í huga: Vertu einlæg/ur – Fólk skynjar hvort hrós sé raunverulegt eða ekki. Hrós sem kemur frá hjartanu hefur mun meiri áhrif. Hrósaðu fyrir viðleitni, ekki bara árangur – Það skiptir meira máli að hrósa fyrir ástundun og framlag, ekki einungis lokaútkomuna. Notaðu hrós til að byggja upp aðra – Það er auðvelt að taka eftir mistökum, en með því að beina athyglinni að því jákvæða í fari annarra og styrkleikum þeirra getum við haft jákvæð áhrif. Ekki geyma hrós í huga þér – Ef þér finnst einhver standa sig vel, láttu hann þá vita strax! Hrósum í dag og alla daga Á Alþjóðlega hrósdeginum skulum við öll staldra við og hugsa um hverjum við getum hrósað - samstarfsfélaga sem hefur lagt sig mikið fram, vini sem hefur reynst traustur, eða jafnvel ókunnugum sem hefur gert eitthvað fallegt. En hrós ætti ekki að takmarkast við þennan eina dag; við ættum að gera það að venju að lyfta öðrum upp með orðum okkar. Hverjum ætlar þú að hrósa í dag? Greinarhöfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Hún hrinti hrósdeginum af stað á Íslandi árið 2013 og er stofnandi Facebook síðunnar Hrós dagsins.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun