Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar 27. febrúar 2025 16:31 Um helgina koma sjálfstæðismenn saman til fundar til að varða leið flokksins til næstu framtíðar. Samhliða því mikilvæga verkefni að móta stefnu flokksins munu þátttakendur á landsfundi kjósa nýja forystu. Í framboði til formanns eru tvær öflugar konur og er það mikið lán fyrir stjórnmálaflokk að svo sterkir einstaklingar vilja leiða hann til góðra verka fyrir land og þjóð. Á þessum tímamótum tel ég mikilvægt að til forystu verði sá einstaklingur valinn sem líklegur er til að sameina, styrkja og stækka Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir sjálfstæðismenn, heldur einnig mikilvægt fyrir íslenska þjóð sem á allt sitt undir því að auka verðmætasköpun til að standa undir þeirri velferð sem við viljum búa við í okkar ágæta samfélagi. Á þessu hefur Guðrún Hafsteinsdóttir mikinn skilning enda hefur reynsla hennar úr atvinnulífinu mótað hennar sýn á hversu mikilvægt er að efla og styrkja verðmætasköpun íslensks atvinnulífs til að standa undir þeim velferðarkerfum sem við njótum hér. Við Guðrún áttum um langt árabil frábært samstarf innan Samtaka atvinnulífisins og sátum saman í stjórn og framkvæmdastjórn. Einnig áttum við samstarf innan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um árabil áður en hún lagði af stað í stjórnmálin. Með reynslu sína frá vettvangi atvinnulífsins og lífeyrismála hefur hún sýnt í störfum sínum sem alþingismaður og ráðherra, að þar fer fram einn öflugasti stjórnmálamaður landsins dag. Hún er heilsteypt, ábyggileg og traust, er fæddur leiðtogi sem býr yfir sameinandi afli í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er ákveðin og lætur verkin tala og hrífur samstarfsmenn með sér eins og góðum leiðtoga sæmir. Hún er mikill mannasættir og það hefur berlega komið í ljós að undanförnu að hún nær til fólks, sama á hvað aldri það er. Hún er traustur vinur sem ég teysti fullkomlega í þetta verkefni. Nú þegar sjálfstæðismenn standa á tímamótum og velta fyrir sér framtíðinni, þá er svarið augljóst í mínum huga – Guðrún Hafsteinsdóttir ! Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Verslun Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Um helgina koma sjálfstæðismenn saman til fundar til að varða leið flokksins til næstu framtíðar. Samhliða því mikilvæga verkefni að móta stefnu flokksins munu þátttakendur á landsfundi kjósa nýja forystu. Í framboði til formanns eru tvær öflugar konur og er það mikið lán fyrir stjórnmálaflokk að svo sterkir einstaklingar vilja leiða hann til góðra verka fyrir land og þjóð. Á þessum tímamótum tel ég mikilvægt að til forystu verði sá einstaklingur valinn sem líklegur er til að sameina, styrkja og stækka Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir sjálfstæðismenn, heldur einnig mikilvægt fyrir íslenska þjóð sem á allt sitt undir því að auka verðmætasköpun til að standa undir þeirri velferð sem við viljum búa við í okkar ágæta samfélagi. Á þessu hefur Guðrún Hafsteinsdóttir mikinn skilning enda hefur reynsla hennar úr atvinnulífinu mótað hennar sýn á hversu mikilvægt er að efla og styrkja verðmætasköpun íslensks atvinnulífs til að standa undir þeim velferðarkerfum sem við njótum hér. Við Guðrún áttum um langt árabil frábært samstarf innan Samtaka atvinnulífisins og sátum saman í stjórn og framkvæmdastjórn. Einnig áttum við samstarf innan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um árabil áður en hún lagði af stað í stjórnmálin. Með reynslu sína frá vettvangi atvinnulífsins og lífeyrismála hefur hún sýnt í störfum sínum sem alþingismaður og ráðherra, að þar fer fram einn öflugasti stjórnmálamaður landsins dag. Hún er heilsteypt, ábyggileg og traust, er fæddur leiðtogi sem býr yfir sameinandi afli í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er ákveðin og lætur verkin tala og hrífur samstarfsmenn með sér eins og góðum leiðtoga sæmir. Hún er mikill mannasættir og það hefur berlega komið í ljós að undanförnu að hún nær til fólks, sama á hvað aldri það er. Hún er traustur vinur sem ég teysti fullkomlega í þetta verkefni. Nú þegar sjálfstæðismenn standa á tímamótum og velta fyrir sér framtíðinni, þá er svarið augljóst í mínum huga – Guðrún Hafsteinsdóttir ! Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar