Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 26. febrúar 2025 14:00 Undanfarin ár hefur Akureyrarflugvöllur gengið í gegnum umfangsmikla uppbyggingu og loksins hefur reglulegt millilandaflug hafist frá Norðurlandi sem er virkilega mikilvæg þróun fyrir svæðið og íbúa þess. Þessi uppbygging markar tímamót og hefur sýnt hverus mikil aukning á lífsgæðum og ferðamöguleikum þetta er. En á sama tíma vaknar spurning: Af hverju er það breskt lággjaldaflugfélag sem rýfur einangrunina en ekki íslenskt? Þegar EasyJet hóf vetraráætlunarflug frá Akureyri til London í október 2023, var það stórt skref fyrir landshlutann. Nú í haust, aðeins ári síðar, hefur félagið aukið tíðni sína og bætt við áfangastaðnum Manchester. Áhrifin eru óumdeilanleg: Ferðaþjónusta á Norðurlandi blómstrar, heimamenn hafa betri aðgang að alþjóðaflugi og lífsgæði íbúa hafa stórbatnað. Þetta vekur spurningu sem við verðum að spyrja: Hvers vegna hefur Icelandair ekki gert slíkt hið sama? Ef það er hagkvæmt fyrir erlendan keppinaut að fljúga til Akureyrar, hvernig getur þjóðarflugfélagið okkar, ef svo má kalla, réttlætt þetta aðgerðaleysi? Það er enginn að krefjast daglegs flugs til Parísar, Berlínar og Rómar. En beint flug tvisvar í viku til Kaupmannahafnar væri til að mynda öflug breyting– bæði fyrir ferðamenn og heimamenn. Hugsum okkur að fara í helgarferð til Kaupmannahafnar. Í dag þarf fólk utan að landi að keyra fjóra og hálfan tíma til Reykjavíkur, mögulega gista eina nótt, fljúga þaðan og lenda í sömu kröfu um fyrirhöfn á leiðinni til baka. Þetta er tímafrekt, kostnaðarsamt og gerir skyndiferðir nær ómögulegar. Og hvað með Norðlendinga sem búa erlendis? Að kíkja heim í skamman tíma er verkefni sem krefst umtalsverðrar skipulagningar. Það þarf að panta flug til Keflavíkur, glíma við óþjálar samgöngir til og frá Kefalvík og svo mögulega greiða jafn mikið fyrir flugið norður og fyrir alþjóðaflugið sjálft. Þetta er kerfi sem vinnur gegn bæði heimförum Íslendinga og komum erlendra ferðamanna til Norðurlands. Þetta er einfaldlega ekki í takt við nútímann. Icelandair hefur stundum varið afstöðu sína með því að segja að slíkar ferðir væru óhagkvæmar eða umhverfislega óskynsamlegar. En þær röksemdir standast ekki skoðun. Það þarf ekki að senda tómar vélar norður til að halda úti millilandaflugi frá Akureyri. Lausnirnar liggja í einfaldri leiðarsetningu: Flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar Kaupmannahöfn til Akureyrar Frá Akureyri til Kaupmannahafnar Og loks frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur Sú lausn minnkar umhverfisáhrif, hámarkar nýtingu flugvéla og opnar Norðurland fyrir nýjum möguleikum. Það er ekki spurning um hvort eftirspurnin sé til staðar – hún er það. Spurningin er hvort Icelandair ætli sér að vera þjóðarflugfélag allra landsmanna, eða aðeins höfuðborgarsvæðisins. Það er kominn tími til að félagið stígi fram. Norðlendingar eiga betra skilið. Höfundur er nemandi við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur Akureyrarflugvöllur gengið í gegnum umfangsmikla uppbyggingu og loksins hefur reglulegt millilandaflug hafist frá Norðurlandi sem er virkilega mikilvæg þróun fyrir svæðið og íbúa þess. Þessi uppbygging markar tímamót og hefur sýnt hverus mikil aukning á lífsgæðum og ferðamöguleikum þetta er. En á sama tíma vaknar spurning: Af hverju er það breskt lággjaldaflugfélag sem rýfur einangrunina en ekki íslenskt? Þegar EasyJet hóf vetraráætlunarflug frá Akureyri til London í október 2023, var það stórt skref fyrir landshlutann. Nú í haust, aðeins ári síðar, hefur félagið aukið tíðni sína og bætt við áfangastaðnum Manchester. Áhrifin eru óumdeilanleg: Ferðaþjónusta á Norðurlandi blómstrar, heimamenn hafa betri aðgang að alþjóðaflugi og lífsgæði íbúa hafa stórbatnað. Þetta vekur spurningu sem við verðum að spyrja: Hvers vegna hefur Icelandair ekki gert slíkt hið sama? Ef það er hagkvæmt fyrir erlendan keppinaut að fljúga til Akureyrar, hvernig getur þjóðarflugfélagið okkar, ef svo má kalla, réttlætt þetta aðgerðaleysi? Það er enginn að krefjast daglegs flugs til Parísar, Berlínar og Rómar. En beint flug tvisvar í viku til Kaupmannahafnar væri til að mynda öflug breyting– bæði fyrir ferðamenn og heimamenn. Hugsum okkur að fara í helgarferð til Kaupmannahafnar. Í dag þarf fólk utan að landi að keyra fjóra og hálfan tíma til Reykjavíkur, mögulega gista eina nótt, fljúga þaðan og lenda í sömu kröfu um fyrirhöfn á leiðinni til baka. Þetta er tímafrekt, kostnaðarsamt og gerir skyndiferðir nær ómögulegar. Og hvað með Norðlendinga sem búa erlendis? Að kíkja heim í skamman tíma er verkefni sem krefst umtalsverðrar skipulagningar. Það þarf að panta flug til Keflavíkur, glíma við óþjálar samgöngir til og frá Kefalvík og svo mögulega greiða jafn mikið fyrir flugið norður og fyrir alþjóðaflugið sjálft. Þetta er kerfi sem vinnur gegn bæði heimförum Íslendinga og komum erlendra ferðamanna til Norðurlands. Þetta er einfaldlega ekki í takt við nútímann. Icelandair hefur stundum varið afstöðu sína með því að segja að slíkar ferðir væru óhagkvæmar eða umhverfislega óskynsamlegar. En þær röksemdir standast ekki skoðun. Það þarf ekki að senda tómar vélar norður til að halda úti millilandaflugi frá Akureyri. Lausnirnar liggja í einfaldri leiðarsetningu: Flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar Kaupmannahöfn til Akureyrar Frá Akureyri til Kaupmannahafnar Og loks frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur Sú lausn minnkar umhverfisáhrif, hámarkar nýtingu flugvéla og opnar Norðurland fyrir nýjum möguleikum. Það er ekki spurning um hvort eftirspurnin sé til staðar – hún er það. Spurningin er hvort Icelandair ætli sér að vera þjóðarflugfélag allra landsmanna, eða aðeins höfuðborgarsvæðisins. Það er kominn tími til að félagið stígi fram. Norðlendingar eiga betra skilið. Höfundur er nemandi við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun