Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar 26. febrúar 2025 11:15 Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. Á undanförnum árum hefur áhugi á hugvíkkandi meðferðum vaxið gríðarlega. Sá áhugi byggir ekki síst á niðurstöðum úr vönduðum vísindarannsóknum sem benda til þess að efni eins og MDMA og sílósíbín (e. psilocybin) geti veitt fólki með meðferðaþráar geðraskanir von um bata. Til að mynda er nýjasta útgáfa American Journal of Psychiatry helguð rannsóknum á þessu sviði. Tímaritið er það virtasta á sviði geðheilbrigðis og útgáfan er til marks um að málið á ekki lengur heima á jaðri umræðunnar. Það væri ábyrgðarhluti að líta framhjá því og leggja ekki við hlustir. Þátttaka stjórnvalda gefur tilefni til bjartsýni Heilbrigðisráðuneytinu hefur verið boðið að eiga beint og milliliðalaust samtal við þá sérfræðinga sem koma fram á ráðstefnunni um þessi mál. Ráðuneytið þekkist boðið. Það er jákvætt og til marks um að íslensk stjórnvöld ætli sér að axla ábyrgð á málinu. Það gefur tilefni til bjartsýni um upplýsta og faglega umræðu um notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni á Íslandi. Samhliða hefur umræðan um siðferðileg, fagleg og lagaleg viðmið í kringum slíkar meðferðir orðið sífellt mikilvægari. Það er því stórt skref að heilbrigðisráðuneytið sýni vilja í verki til að hlusta á sjónarmið þeirra sem starfa á þessu sviði. Boltinn farinn að rúlla erlendis Þau okkar sem hvetjum til upplýstrar umræðu um þessi mál höfum lagt áherslu á mikilvægi þess að stefnumótun stjórnvalda byggist á staðreyndum og vísindum. Einnig er nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld fylgist með þróun í öðrum löndum, en til að mynda hafa heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu þegar veitt leyfi fyrir notkun ketamíns, MDMA og sílósíbin í sértækum geðheilbrigðisúrræðum. Bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunin (FDA) hefur einnig veitt þessum meðferðum stöðu „Breakthrough Therapy“ og því er ljóst að þær eiga sífellt meira erindi við almenna heilbrigðisþjónustu. Við berum öll ábyrgð á geðheilsunni Opið samtal þar sem allir sem tengjast heilbrigðismálum hér á landi á einn eða annan hátt eiga sæti við borðið er virkilega mikilvægt. Hingað til lands eru nú komnir erlendir sérfræðingar um hugvíkkandi meðferðir og lagasetningu því tengdri og eru þeir, ásamt innlendum sérfræðingum, fyrirlesarar á áðurnefndri ráðstefnu. Fjöldi lækna tekur einnig þátt, bæði sem fyrirlesarar og gestir. Fyrir okkur, sem þekkjum til meðferðanna og áhrifa þeirra, er augljóst að bylting í geðheilbrigðismálum er framundan. Sú fullvissa knýr okkur áfram. En það er ekki nóg að við vitum, stjórnvöld þurfa að vita og þau þurfa að undirbúa jarðveginn. Þess vegna er samtalið svo mikilvægt, því öll berum við ábyrgð á að styðja við geðheilsu okkar. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Ráðstefnan Psychedelics as Medicine fer fram í Hörpu dagana 27.–28. febrúar. Höfundur er sérfræðingur í meðferð með hugvíkkandi efnum og skipuleggjandi ráðstefnunnar Psychedelics as Medicine. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. Á undanförnum árum hefur áhugi á hugvíkkandi meðferðum vaxið gríðarlega. Sá áhugi byggir ekki síst á niðurstöðum úr vönduðum vísindarannsóknum sem benda til þess að efni eins og MDMA og sílósíbín (e. psilocybin) geti veitt fólki með meðferðaþráar geðraskanir von um bata. Til að mynda er nýjasta útgáfa American Journal of Psychiatry helguð rannsóknum á þessu sviði. Tímaritið er það virtasta á sviði geðheilbrigðis og útgáfan er til marks um að málið á ekki lengur heima á jaðri umræðunnar. Það væri ábyrgðarhluti að líta framhjá því og leggja ekki við hlustir. Þátttaka stjórnvalda gefur tilefni til bjartsýni Heilbrigðisráðuneytinu hefur verið boðið að eiga beint og milliliðalaust samtal við þá sérfræðinga sem koma fram á ráðstefnunni um þessi mál. Ráðuneytið þekkist boðið. Það er jákvætt og til marks um að íslensk stjórnvöld ætli sér að axla ábyrgð á málinu. Það gefur tilefni til bjartsýni um upplýsta og faglega umræðu um notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni á Íslandi. Samhliða hefur umræðan um siðferðileg, fagleg og lagaleg viðmið í kringum slíkar meðferðir orðið sífellt mikilvægari. Það er því stórt skref að heilbrigðisráðuneytið sýni vilja í verki til að hlusta á sjónarmið þeirra sem starfa á þessu sviði. Boltinn farinn að rúlla erlendis Þau okkar sem hvetjum til upplýstrar umræðu um þessi mál höfum lagt áherslu á mikilvægi þess að stefnumótun stjórnvalda byggist á staðreyndum og vísindum. Einnig er nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld fylgist með þróun í öðrum löndum, en til að mynda hafa heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu þegar veitt leyfi fyrir notkun ketamíns, MDMA og sílósíbin í sértækum geðheilbrigðisúrræðum. Bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunin (FDA) hefur einnig veitt þessum meðferðum stöðu „Breakthrough Therapy“ og því er ljóst að þær eiga sífellt meira erindi við almenna heilbrigðisþjónustu. Við berum öll ábyrgð á geðheilsunni Opið samtal þar sem allir sem tengjast heilbrigðismálum hér á landi á einn eða annan hátt eiga sæti við borðið er virkilega mikilvægt. Hingað til lands eru nú komnir erlendir sérfræðingar um hugvíkkandi meðferðir og lagasetningu því tengdri og eru þeir, ásamt innlendum sérfræðingum, fyrirlesarar á áðurnefndri ráðstefnu. Fjöldi lækna tekur einnig þátt, bæði sem fyrirlesarar og gestir. Fyrir okkur, sem þekkjum til meðferðanna og áhrifa þeirra, er augljóst að bylting í geðheilbrigðismálum er framundan. Sú fullvissa knýr okkur áfram. En það er ekki nóg að við vitum, stjórnvöld þurfa að vita og þau þurfa að undirbúa jarðveginn. Þess vegna er samtalið svo mikilvægt, því öll berum við ábyrgð á að styðja við geðheilsu okkar. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Ráðstefnan Psychedelics as Medicine fer fram í Hörpu dagana 27.–28. febrúar. Höfundur er sérfræðingur í meðferð með hugvíkkandi efnum og skipuleggjandi ráðstefnunnar Psychedelics as Medicine.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun