Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 12:04 Ég rak augun í atvinnuauglýsingu á Alfreð. Um er að ræða sumarstarf hjá Kópavogsbæ í Kópavogslaug. Auglýst er eftir starfsfólki í fullt starf. Kópavogslaug er ein af mínum uppáhalds sundlaugum. Þar mætir maður viðkunnanlegu viðmóti starfsmanna og góðri þjónustu. Í auglýsingunni kemur fram að fullt starf séu tvær langar vaktir í miðri viku auk einnar helgarvaktar. Í kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogs kemur fram að vinnuskylda vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum skal að jafnaði vera sú sama og hjá dagvinnufólki. Vinnuvika starfsfólks í fullu starfi er 36 virkar vinnustundir.Í menntunar- og hæfnikröfum þarftu að vera orðinn 20 ára og búa yfir góðri sundkunnáttu, svipuð og er á tíunda sundstigi grunnskóla. Þú þarft að vera stundvís, samviskusamur, góður í samvinnu, með góða þjónustulund og góða íslenskukunnáttu. Vinnustaðurinn er reyklaus og þú þarft að vera með hreint sakavottorð. Í auglýsingunni er gefið upp að mánaðarlaun séu á bilinu 670.000-780.000kr. Engrar menntunar er krafist utan sundkunnáttunnar. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið þriggja ára sérfræðinámi (eins og námið var áður, B.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 632.887 krónur á mánuði. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið fimm ára sérfræðinámi (eins og námið er núna, M.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 683.518 kr. á mánuði. Ef þú ákveður að taka að þér umsjónarkennslu ertu svo heppinn að þú færð 27.815 – 30.040 kr. á mánuði aukalega. Fyrir þann pening, eftir útborgun, getur þú boðið fjölskyldunni í pizzu einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði. Vinnutími kennara er 42,86 klukkustundir á viku. Í dag er ég skólastjóri en fyrrum grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ. Er ekki pínu galið að tvítuga barnið mitt sem færi að vinna í Kópavogslaug, með enga háskólamenntun, fengi meira útborgað en ég sem grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ? Eftir 20 ára starfsreynslu væru launin mín 737.014 – 795.975 kr sem grunnskólakennari. Ég væri þá komin með svipuð laun og barnið mitt sem væri nýbyrjað í starfi í Kópavogslaug. Þegar ég auglýsi kennarastöður í mínum skóla leita ég eftir að ráða framúrskarandi sérfræðinga, kennara sem búa yfir góðri faglegri þekkingu eftir þriggja til fimm ára háskólanám til þess að takast á við starf kennara. Kennarar í dag eru að bugast undan kjarabaráttunni. Þeir eru sárir og svekktir út í Samband íslenskra sveitarfélaga, sveitarfélagið sitt og vinnuveitanda. Svo virðist sem það eigi ekki að standa við samkomulagið frá árinu 2016. Í fréttum er rætt um að laun kennara miðað við tillögu ríkissáttasemjara hækki um 24%. Þetta er ekki svona einfalt. Kennarar hafa verið sviknir af sveitarfélögunum um leiðréttingu launa í að verða níu ár. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast afleiðingarnar ef kennarar fá meiri launahækkun en aðrir. Hún minnist ekkert á að kennarar eigi inni launaleiðréttingu. Hún er hrædd um verðbólgu, að aðrar stéttir vilji fylgja á eftir samningum kennara og þá fari allt á hliðina. Minn versti ótti er að í íslensku samfélagi verði fáir menntaðir kennarar eftir í skólum landsins ef hinn almenni markaður getur boðið betri laun miðað við enga háskólamenntun. Viljum við bjóða börnunum okkur upp á það að þau fái ekki menntaða kennara til að kenna sér? Oft hefur komið fram að kennarastéttin sé að eldast og yngri kennarar eru færri. Það segir sig sjálft að eftir fimm ár verður mjög erfitt að finna menntaða kennara. Í dag er það orðið erfitt og ég spyr mig hvernig verður það þá? Get ég verið skólastjóri eftir fimm ár ef ég fæ ekki kennara til að vinna í skólanum mínum? Mun ég þá gefast upp líka? Kópavogsbær vill vera framúrskarandi sveitarfélag. Hvernig getur Kópavogsbær verið með framúrskarandi skóla, bæði fyrir kennara, nemendur og allt sveitarfélagið? Þarf sveitarfélagið ekki að bjóða upp á góð kjör fyrir kennarana sína svo leik- grunn- og tónlistarskólar bæjarins verði eftirsóknarverðir vinnustaðir? Hvernig geta skólar sveitarfélagsins verið framúrskarandi ef það eru engir kennarar sem fást til starfa? Hvernig á ég sem skólastjóri að standast þessar samkeppniskröfur á hinum almenna markaði fyrir mína kennara? Nú er kominn tími til að bæjarstjórinn okkar og bæjarstjórn skoði af alvöru hvernig þau vilja gera skóla bæjarins að framúrskarandi og aðlaðandi vinnustöðum. Ef það tekst ekki fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug. Þar er boðið upp á betri kjör í sama sveitarfélagi. Nú þarf mitt sveitarfélag að fara að stíga upp og klára þessa samninga, með eða án Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kennarar eru komnir að þolmörkum og geta ekki meira í þessari kjarabaráttu. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Kópavogur Skóla- og menntamál Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ég rak augun í atvinnuauglýsingu á Alfreð. Um er að ræða sumarstarf hjá Kópavogsbæ í Kópavogslaug. Auglýst er eftir starfsfólki í fullt starf. Kópavogslaug er ein af mínum uppáhalds sundlaugum. Þar mætir maður viðkunnanlegu viðmóti starfsmanna og góðri þjónustu. Í auglýsingunni kemur fram að fullt starf séu tvær langar vaktir í miðri viku auk einnar helgarvaktar. Í kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogs kemur fram að vinnuskylda vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum skal að jafnaði vera sú sama og hjá dagvinnufólki. Vinnuvika starfsfólks í fullu starfi er 36 virkar vinnustundir.Í menntunar- og hæfnikröfum þarftu að vera orðinn 20 ára og búa yfir góðri sundkunnáttu, svipuð og er á tíunda sundstigi grunnskóla. Þú þarft að vera stundvís, samviskusamur, góður í samvinnu, með góða þjónustulund og góða íslenskukunnáttu. Vinnustaðurinn er reyklaus og þú þarft að vera með hreint sakavottorð. Í auglýsingunni er gefið upp að mánaðarlaun séu á bilinu 670.000-780.000kr. Engrar menntunar er krafist utan sundkunnáttunnar. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið þriggja ára sérfræðinámi (eins og námið var áður, B.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 632.887 krónur á mánuði. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið fimm ára sérfræðinámi (eins og námið er núna, M.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 683.518 kr. á mánuði. Ef þú ákveður að taka að þér umsjónarkennslu ertu svo heppinn að þú færð 27.815 – 30.040 kr. á mánuði aukalega. Fyrir þann pening, eftir útborgun, getur þú boðið fjölskyldunni í pizzu einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði. Vinnutími kennara er 42,86 klukkustundir á viku. Í dag er ég skólastjóri en fyrrum grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ. Er ekki pínu galið að tvítuga barnið mitt sem færi að vinna í Kópavogslaug, með enga háskólamenntun, fengi meira útborgað en ég sem grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ? Eftir 20 ára starfsreynslu væru launin mín 737.014 – 795.975 kr sem grunnskólakennari. Ég væri þá komin með svipuð laun og barnið mitt sem væri nýbyrjað í starfi í Kópavogslaug. Þegar ég auglýsi kennarastöður í mínum skóla leita ég eftir að ráða framúrskarandi sérfræðinga, kennara sem búa yfir góðri faglegri þekkingu eftir þriggja til fimm ára háskólanám til þess að takast á við starf kennara. Kennarar í dag eru að bugast undan kjarabaráttunni. Þeir eru sárir og svekktir út í Samband íslenskra sveitarfélaga, sveitarfélagið sitt og vinnuveitanda. Svo virðist sem það eigi ekki að standa við samkomulagið frá árinu 2016. Í fréttum er rætt um að laun kennara miðað við tillögu ríkissáttasemjara hækki um 24%. Þetta er ekki svona einfalt. Kennarar hafa verið sviknir af sveitarfélögunum um leiðréttingu launa í að verða níu ár. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast afleiðingarnar ef kennarar fá meiri launahækkun en aðrir. Hún minnist ekkert á að kennarar eigi inni launaleiðréttingu. Hún er hrædd um verðbólgu, að aðrar stéttir vilji fylgja á eftir samningum kennara og þá fari allt á hliðina. Minn versti ótti er að í íslensku samfélagi verði fáir menntaðir kennarar eftir í skólum landsins ef hinn almenni markaður getur boðið betri laun miðað við enga háskólamenntun. Viljum við bjóða börnunum okkur upp á það að þau fái ekki menntaða kennara til að kenna sér? Oft hefur komið fram að kennarastéttin sé að eldast og yngri kennarar eru færri. Það segir sig sjálft að eftir fimm ár verður mjög erfitt að finna menntaða kennara. Í dag er það orðið erfitt og ég spyr mig hvernig verður það þá? Get ég verið skólastjóri eftir fimm ár ef ég fæ ekki kennara til að vinna í skólanum mínum? Mun ég þá gefast upp líka? Kópavogsbær vill vera framúrskarandi sveitarfélag. Hvernig getur Kópavogsbær verið með framúrskarandi skóla, bæði fyrir kennara, nemendur og allt sveitarfélagið? Þarf sveitarfélagið ekki að bjóða upp á góð kjör fyrir kennarana sína svo leik- grunn- og tónlistarskólar bæjarins verði eftirsóknarverðir vinnustaðir? Hvernig geta skólar sveitarfélagsins verið framúrskarandi ef það eru engir kennarar sem fást til starfa? Hvernig á ég sem skólastjóri að standast þessar samkeppniskröfur á hinum almenna markaði fyrir mína kennara? Nú er kominn tími til að bæjarstjórinn okkar og bæjarstjórn skoði af alvöru hvernig þau vilja gera skóla bæjarins að framúrskarandi og aðlaðandi vinnustöðum. Ef það tekst ekki fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug. Þar er boðið upp á betri kjör í sama sveitarfélagi. Nú þarf mitt sveitarfélag að fara að stíga upp og klára þessa samninga, með eða án Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kennarar eru komnir að þolmörkum og geta ekki meira í þessari kjarabaráttu. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar