Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2025 10:31 Nú er ég tiltölulega ungur kennari, þó ég sé kominn á fertugsaldurinn og með nokkuð stuttan kennsluferil. Flestir samkennara minna erum töluvert eldri. Þar sem ég er forvitinn að eðlisfari var nokkuð sem vakti forvitni mína varðandi kennarastarfið. Hvers vegna er aldursbilið svona mikið. Hvar eru allir hinir ungu kennararnir? Af hverju skortir jafn mikilvæg aðföng og kennara? Kempurnar á kennarastofunni svöruðu öll afdráttarlaust. Það er nóg til af kennurum. Það langar bara fæsta að vinna við það. Þetta kom svo flatt upp á mig að ég ákvað að hvort þessi fullyrðing ætti sér stoð í raunveruleikanum. Í framhaldinu renndi ég lauslega yfir tölur um brautskráða nemendur úr grunnskólafræðum og öðru sambærilegu námi Háskóla íslands ásamt því sem ég gat fundið í fljótu bragði frá hagstofu. Það sem kom í ljós var í sjálfu sér ekki óvænt. Árið 2023 störfuðu 5911 einstaklingar við kennslu í grunnskólum landsins. Af þeim voru 4805 með kennsluréttindi. Meðalaldur umræddra kennara var rétt sunnan við fimmtugt. Það gefur augaleið að það er engin blússandi sigling á endurnýjun í stéttinni. Frá því að gamli Kennó og Háskóli Íslands sameinuðust árið 2008 hafa brautskráðst þaðan rúmlega 2000 einstaklingar í grunnskólakennarafræðum eða öðru sambærilegu. Meginþorri þeirra útskrifaðist við upphaf eða lok þess tímabils. Á árunum 2009-2011 var framleiðni aðfanga mest, en þá brautskráðust rúmlega 900 mögulegir grunnskólakennarar. Líklegast voru allir að drífa sig að klára námið áður en dyrunum að þriggja ára náminu var skellt í lás. Næstu ár kúvendist svo hlutfall þeirra sem útskrifuðust, en næsta tæpa áratug framleiddum við eitthvað í kringum 600 kennara. Gróflega 60 á ári. Þessi þróun fór eitthvað öfugt ofan í stjórnvöld og þau gripu til ýmissa ráða til að sporna við þessu. Komdu að kenna var áberandi en skilaði þó tæplega fleiri útskrifuðum kennurum. Það var ekki fyrr en átakið Fjölgum kennurum 2019 með launuðu starfsnámi, hvatningarstyrk, vali á tveim námsleiðum og lagabreytingu um leyfisbréf þvert á skólastig að tölurnar byrjuðu að sniglast upp á við. Fyrstu tvö árin var brautskráning áfram dræm en svo fóru seglin að þenjast. Árin 2021-2023 brautskráðust samtals 537 svo loksins farið að glitta í tölur sem komust nálægt upphaflegri framleiðni. Það hefur þó ekki gengið að lokka bróðurpart brautskráðra til vinnu. Það gengur meira að segja brösuglega að fá ómenntaða einstaklinga til að brúa bilið. Kíkið bara auglýsingar á Alfreð.is Þá velti ég fyrir mér hversu margir þeirra sem brautskráðust hafi raunverulega skilað sér inn í kennslu. Mikill hluti nýliða virðist einhverra hluta vegna sjá sér betri farborða á öðrum vinnustöðum en grunnskólum. Og þá er ég bara að tala um vinnustaðina sem hið opinbera er með á snærum sér en ekki almenna markaðinn. Vinnustaðir sem bjóða upp á sambærileg laun og kjör eru til að mynda sundlaugar, félagsmiðstöðvar, vínbúðin, sambýli og búsetuúrræði fyrir fatlaða, skrifstofustörf hjá sveit og borg, ásamt ýmsum innivinnum hjá skóla-og frístundasviði í Borgartúni. Það er semsagt samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara. Og skólarnir eru því miður bara að tapa þeirri baráttu. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Kennaraverkfall 2024-25 Vinnumarkaður Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú er ég tiltölulega ungur kennari, þó ég sé kominn á fertugsaldurinn og með nokkuð stuttan kennsluferil. Flestir samkennara minna erum töluvert eldri. Þar sem ég er forvitinn að eðlisfari var nokkuð sem vakti forvitni mína varðandi kennarastarfið. Hvers vegna er aldursbilið svona mikið. Hvar eru allir hinir ungu kennararnir? Af hverju skortir jafn mikilvæg aðföng og kennara? Kempurnar á kennarastofunni svöruðu öll afdráttarlaust. Það er nóg til af kennurum. Það langar bara fæsta að vinna við það. Þetta kom svo flatt upp á mig að ég ákvað að hvort þessi fullyrðing ætti sér stoð í raunveruleikanum. Í framhaldinu renndi ég lauslega yfir tölur um brautskráða nemendur úr grunnskólafræðum og öðru sambærilegu námi Háskóla íslands ásamt því sem ég gat fundið í fljótu bragði frá hagstofu. Það sem kom í ljós var í sjálfu sér ekki óvænt. Árið 2023 störfuðu 5911 einstaklingar við kennslu í grunnskólum landsins. Af þeim voru 4805 með kennsluréttindi. Meðalaldur umræddra kennara var rétt sunnan við fimmtugt. Það gefur augaleið að það er engin blússandi sigling á endurnýjun í stéttinni. Frá því að gamli Kennó og Háskóli Íslands sameinuðust árið 2008 hafa brautskráðst þaðan rúmlega 2000 einstaklingar í grunnskólakennarafræðum eða öðru sambærilegu. Meginþorri þeirra útskrifaðist við upphaf eða lok þess tímabils. Á árunum 2009-2011 var framleiðni aðfanga mest, en þá brautskráðust rúmlega 900 mögulegir grunnskólakennarar. Líklegast voru allir að drífa sig að klára námið áður en dyrunum að þriggja ára náminu var skellt í lás. Næstu ár kúvendist svo hlutfall þeirra sem útskrifuðust, en næsta tæpa áratug framleiddum við eitthvað í kringum 600 kennara. Gróflega 60 á ári. Þessi þróun fór eitthvað öfugt ofan í stjórnvöld og þau gripu til ýmissa ráða til að sporna við þessu. Komdu að kenna var áberandi en skilaði þó tæplega fleiri útskrifuðum kennurum. Það var ekki fyrr en átakið Fjölgum kennurum 2019 með launuðu starfsnámi, hvatningarstyrk, vali á tveim námsleiðum og lagabreytingu um leyfisbréf þvert á skólastig að tölurnar byrjuðu að sniglast upp á við. Fyrstu tvö árin var brautskráning áfram dræm en svo fóru seglin að þenjast. Árin 2021-2023 brautskráðust samtals 537 svo loksins farið að glitta í tölur sem komust nálægt upphaflegri framleiðni. Það hefur þó ekki gengið að lokka bróðurpart brautskráðra til vinnu. Það gengur meira að segja brösuglega að fá ómenntaða einstaklinga til að brúa bilið. Kíkið bara auglýsingar á Alfreð.is Þá velti ég fyrir mér hversu margir þeirra sem brautskráðust hafi raunverulega skilað sér inn í kennslu. Mikill hluti nýliða virðist einhverra hluta vegna sjá sér betri farborða á öðrum vinnustöðum en grunnskólum. Og þá er ég bara að tala um vinnustaðina sem hið opinbera er með á snærum sér en ekki almenna markaðinn. Vinnustaðir sem bjóða upp á sambærileg laun og kjör eru til að mynda sundlaugar, félagsmiðstöðvar, vínbúðin, sambýli og búsetuúrræði fyrir fatlaða, skrifstofustörf hjá sveit og borg, ásamt ýmsum innivinnum hjá skóla-og frístundasviði í Borgartúni. Það er semsagt samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara. Og skólarnir eru því miður bara að tapa þeirri baráttu. Höfundur er grunnskólakennari.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun