Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2025 11:56 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, tekur í höndina á Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu. Eiginkona hans Olega stendur honum við hlið. Stjórnarráðið Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. Leiðtogar og embættismenn frá tólf ríkjum komu saman í Kænugarði í dag í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Notuðu leiðtogar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna tækifærið til þess að greina frá auknum framlögum sínum til Úkraínu. Það gerði Kristrún einnig en í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að ríkisstjórn hennar hafi samþykkt tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, um að auka varnartengdan stuðning við Úkraínu um 2,1 milljarð króna á þessi áru. „Orð eru ódýr. Verkin tala. Þess vegna hafa Norðurlönd og Eystrasaltsríkin tekið saman höndum um að styðja áfram við varnir Úkraínu með beinum hætti,“ sagði Kristrún í ávarpi sínu. Lýsti hún innrásardeginum 24. febrúar 2022 sem dimmum degi í sögu Evrópu. Rússar hefðu með innrásinni þverbrotið alþjóðalög. Sterkari staða Úkraínu væri lykillinn að varanlegum og réttlátum friði. „Við Íslendingar erum stolt af framlagi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem fara fremst á alþjóðavísu í stuðningi við Úkraínu. Á meðal okkar er full samstaða um að standa þétt með Úkraínu á þessum viðkvæma tímapunkti þegar úkraínska þjóðin heyr varnarbaráttu sem snýr raunverulega að öryggi Evrópu allrar,“ er ennfremur haft eftir Kristrúnu í tilkynningu stjórnarráðsins. Í samræmi við skuldbindingu NATO-ríkja Framlag Íslands er í samræmi við samkomulag sem var gert á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Washington-borg í júlí í fyrra. NATO-ríki skuldbundu sig þar til þess að veita að lágmarki samtals fjörutíu milljörðum evra á ári í varnartengdan stuðning við Úkraínu og að byrðum yrði dreift á milli þeirra í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Hlutdeild Íslands í því átti að nema 3,6 milljörðum króna. Utanríkisráðuneytið er sagt vinna að frekari útfærslu á varnartengdum stuðningi Íslands við Úkraínu sem eigi að renna til sambærilegra verkefna og Ísland hafi stutt hingað til að beiðni úkraínskra stjórnvalda. Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Leiðtogar og embættismenn frá tólf ríkjum komu saman í Kænugarði í dag í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Notuðu leiðtogar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna tækifærið til þess að greina frá auknum framlögum sínum til Úkraínu. Það gerði Kristrún einnig en í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að ríkisstjórn hennar hafi samþykkt tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, um að auka varnartengdan stuðning við Úkraínu um 2,1 milljarð króna á þessi áru. „Orð eru ódýr. Verkin tala. Þess vegna hafa Norðurlönd og Eystrasaltsríkin tekið saman höndum um að styðja áfram við varnir Úkraínu með beinum hætti,“ sagði Kristrún í ávarpi sínu. Lýsti hún innrásardeginum 24. febrúar 2022 sem dimmum degi í sögu Evrópu. Rússar hefðu með innrásinni þverbrotið alþjóðalög. Sterkari staða Úkraínu væri lykillinn að varanlegum og réttlátum friði. „Við Íslendingar erum stolt af framlagi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem fara fremst á alþjóðavísu í stuðningi við Úkraínu. Á meðal okkar er full samstaða um að standa þétt með Úkraínu á þessum viðkvæma tímapunkti þegar úkraínska þjóðin heyr varnarbaráttu sem snýr raunverulega að öryggi Evrópu allrar,“ er ennfremur haft eftir Kristrúnu í tilkynningu stjórnarráðsins. Í samræmi við skuldbindingu NATO-ríkja Framlag Íslands er í samræmi við samkomulag sem var gert á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Washington-borg í júlí í fyrra. NATO-ríki skuldbundu sig þar til þess að veita að lágmarki samtals fjörutíu milljörðum evra á ári í varnartengdan stuðning við Úkraínu og að byrðum yrði dreift á milli þeirra í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Hlutdeild Íslands í því átti að nema 3,6 milljörðum króna. Utanríkisráðuneytið er sagt vinna að frekari útfærslu á varnartengdum stuðningi Íslands við Úkraínu sem eigi að renna til sambærilegra verkefna og Ísland hafi stutt hingað til að beiðni úkraínskra stjórnvalda.
Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira