Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2025 11:32 Kristinn Pálsson er væntanlega á leið á sitt fyrsta stórmót. Tryggvi Hlinason þekkir tilfinninguna en er núna kominn í mikið stærra hlutverk en 2017. vísir/Anton Þrír leikmenn í íslenska landsliðinu í körfubolta gætu verið á leiðinni á sitt þriðja stórmót í ágúst þegar Ísland mætir til leiks á EuroBasket, eða EM, eftir að hafa tryggt sig inn á mótið með sigri gegn Tyrkjum í gærkvöld. Ljóst er að hið minnsta sex Íslendingar fara á sitt fyrsta stórmót. Martin Hermannsson, Ægir Þór Steinarsson og Haukur Helgi Pálsson voru allir í tólf manna hópnum sem fór á fyrsta stórmót Íslands, EM í Þýskalandi árið 2015. Úr þessum hópi frumkvöðla eru sex leikmenn hættir, þeir Axel Kárason, Jakob Örn Sigurðarson, Jón Arnór Stefánsson, Helgi Már Magnússon, Logi Gunnarsson og Pavel Ermolinskij. Hörður Axel Vilhjálmsson, Hlynur Bæringsson og Ragnar Ágúst Nathanaelsson voru í hópnum og eru enn að spila en hafa ekki verið í landsliðinu að undanförnu. Síðast þegar Ísland fór á EM, árið 2017, voru þeir Martin, Ægir og Haukur áfram í hópnum. Elvar Már Friðriksson, Tryggvi Snær Hlinason og Kristófer Acox voru þá einnig með. Kristófer er sá eini þeirra sem var ekki með í að tryggja EM-sætið í gær, eftir að hafa komist á ferðina í síðasta mánuði eftir langvinn meiðsli. Hlynur Bærings, Hörður Axel, Jón Arnór, Logi, Pavel og Brynjar Þór Björnsson voru einnig í hópnum árið 2017. Það verður svo að koma í ljós hvaða tólf leikmenn Craig Pedersen tekur með á sitt þriðja stórmót í ágúst og hvar Ísland mun spila. Tólf manna hópur Íslands gegn Tyrkjum í gær: Bjarni Guðmann Jónsson Elvar Már Friðriksson Haukur Helgi Pálsson Hilmar Smári Henningsson Kári Jónsson Kristinn Pálsson Martin Hermannsson Orri Gunnarsson Sigtryggur Arnar Björnsson Styrmir Snær Þrastarson Tryggvi Snær Hlinason Ægir Þór Steinarsson Jón Axel Guðmundsson gat ekki spilað í gær vegna meiðsla og kom Kári Jónsson inn í hans stað. Jón Axel og Kári voru báðir í hópnum sem vann Ítalíu í nóvember en Martin var þá meiddur. Kristófer Acox gerir einnig tilkall til sætis í hópnum nú þegar hann er heill heilsu. Þá voru Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Sigurður Pétursson og Hjálmar Stefánsson allir í hóp í að minnsta kosti einum leik í undankeppni EM. Yngri leikmenn á borð við Tómas Val Þrastarson og Almar Orra Atlason, sem spila í bandaríska háskólakörfuboltanum, horfa eflaust einnig til mótsins í ágúst, ásamt fleirum. EM fer fram í fjórum borgum víðs vegar um Evrópu. Einn riðill verður spilaður í Tampere í Finnlandi, annar í Riga í Lettlandi, þriðji í Katowice í Póllandi og fjórði í Limassol á Kýpur. Dregið verður í riðla 27. mars. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Martin Hermannsson, Ægir Þór Steinarsson og Haukur Helgi Pálsson voru allir í tólf manna hópnum sem fór á fyrsta stórmót Íslands, EM í Þýskalandi árið 2015. Úr þessum hópi frumkvöðla eru sex leikmenn hættir, þeir Axel Kárason, Jakob Örn Sigurðarson, Jón Arnór Stefánsson, Helgi Már Magnússon, Logi Gunnarsson og Pavel Ermolinskij. Hörður Axel Vilhjálmsson, Hlynur Bæringsson og Ragnar Ágúst Nathanaelsson voru í hópnum og eru enn að spila en hafa ekki verið í landsliðinu að undanförnu. Síðast þegar Ísland fór á EM, árið 2017, voru þeir Martin, Ægir og Haukur áfram í hópnum. Elvar Már Friðriksson, Tryggvi Snær Hlinason og Kristófer Acox voru þá einnig með. Kristófer er sá eini þeirra sem var ekki með í að tryggja EM-sætið í gær, eftir að hafa komist á ferðina í síðasta mánuði eftir langvinn meiðsli. Hlynur Bærings, Hörður Axel, Jón Arnór, Logi, Pavel og Brynjar Þór Björnsson voru einnig í hópnum árið 2017. Það verður svo að koma í ljós hvaða tólf leikmenn Craig Pedersen tekur með á sitt þriðja stórmót í ágúst og hvar Ísland mun spila. Tólf manna hópur Íslands gegn Tyrkjum í gær: Bjarni Guðmann Jónsson Elvar Már Friðriksson Haukur Helgi Pálsson Hilmar Smári Henningsson Kári Jónsson Kristinn Pálsson Martin Hermannsson Orri Gunnarsson Sigtryggur Arnar Björnsson Styrmir Snær Þrastarson Tryggvi Snær Hlinason Ægir Þór Steinarsson Jón Axel Guðmundsson gat ekki spilað í gær vegna meiðsla og kom Kári Jónsson inn í hans stað. Jón Axel og Kári voru báðir í hópnum sem vann Ítalíu í nóvember en Martin var þá meiddur. Kristófer Acox gerir einnig tilkall til sætis í hópnum nú þegar hann er heill heilsu. Þá voru Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Sigurður Pétursson og Hjálmar Stefánsson allir í hóp í að minnsta kosti einum leik í undankeppni EM. Yngri leikmenn á borð við Tómas Val Þrastarson og Almar Orra Atlason, sem spila í bandaríska háskólakörfuboltanum, horfa eflaust einnig til mótsins í ágúst, ásamt fleirum. EM fer fram í fjórum borgum víðs vegar um Evrópu. Einn riðill verður spilaður í Tampere í Finnlandi, annar í Riga í Lettlandi, þriðji í Katowice í Póllandi og fjórði í Limassol á Kýpur. Dregið verður í riðla 27. mars.
Tólf manna hópur Íslands gegn Tyrkjum í gær: Bjarni Guðmann Jónsson Elvar Már Friðriksson Haukur Helgi Pálsson Hilmar Smári Henningsson Kári Jónsson Kristinn Pálsson Martin Hermannsson Orri Gunnarsson Sigtryggur Arnar Björnsson Styrmir Snær Þrastarson Tryggvi Snær Hlinason Ægir Þór Steinarsson
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum