Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar 23. febrúar 2025 18:01 Fjöldi fólks hefur hneykslast á kynningarfundi sjálfstæðismanna á þingflokki sínum og hæfi hans að fjalla um veigamikil mál. Kynningin fór fram með sýnikennslu í þingsal Alþingis. Sýningarefnið á fundinum var umræður um andúð þingmanna Sjálfstæðisflokksins á því spellvirki að hafa plasttappa fasta við fernur og flöskur. Sýningin stóð yfir í fjóra og hálfan tíma. Sagt er að þessi sýning Sjálfstæðismanna hafi verið sett upp í þeim tilgangi að tefja störf þingsins. Ég held að það sé ekki aðal ástæðan heldur sé aðal ástæðan komandi landsfundur. Á landsfundi er kosið í áhrifastöður og embætti flokksins. Til að ná árangri í þeirri keppni þurfa keppendur að vera vel séðir af þeim sem þar kjósa. Það er held ég aðal ástæðan fyrir sýningunni. Þingmenn flokksins álíta sig þekkja sitt fólk og hvað því þykir best á milli tannanna, því var tappaumræðan á Alþingi fyrir kjósendur á landsfundi til að auðvelda þeim að gera upp hug sinn. Helsti talsmaður málsins J.P. Zimsen fullyrti að áfastir tappar ykju álag á sjúkrahús landsins og ef Tappafólkið næði meirihluta í höfuðborginni þá ætlaði hann að flytja í tjald í Kópavogi. Vá maður, hugsið ykkur fórnfýsi hans fyrir flokkinn. Svona manni má sko treysta - ég kýs hann. Ég held reyndar að svona fólk hugsi ekki - gangi bara á mænunni. Margur ætlar mann af sér Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki áttað sig á, að þorri kjósenda úr öllum flokkum veit það sem þeir vita ekki, að lausir plasttappar kvelja og drepa tugi þúsunda fugla og sjávardýra á hverju degi um allan heim. Það er mannúð og dýravernd að vila stöðva þær kvalir og dráp. Upphlaup og æsingur meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins segir lítið um kjósendur, en það segir grátlega mikið um þingflokkinn og vanmat hans á fulltrúum á landsfundi. Það er nánast hægt að dagsetja hvenær tjaldið var dregið frá leiksviði flokksins og innra ástand hans og vanhæfi meirihluta þingflokksins blasti við öllum almenningi. Sá meirihluti og foringjar hans bera mesta ábyrgð á fylgishruni, volæði og eymd flokksins í dag. Það er svo kaldhæðni örlaganna, að þau, sem hófu skollaleikinn híma nú álengdar í almennum stæðum, og spyrja eins Jón Hreggviðsson „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ Slæmar afleiðingar af atburðarásinni, sem skammsýnir framagosar ýttu í gang verða ekki lagfærðar með 4 tíma lélegri sýningu á hálfvitahætti og skrækjandi aularæðum í Alþingi. Það háttalag sæmir engum, ekki einu sinni þeim lánlausu fúskurum, sem nú ráða í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er rafiðnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Fjöldi fólks hefur hneykslast á kynningarfundi sjálfstæðismanna á þingflokki sínum og hæfi hans að fjalla um veigamikil mál. Kynningin fór fram með sýnikennslu í þingsal Alþingis. Sýningarefnið á fundinum var umræður um andúð þingmanna Sjálfstæðisflokksins á því spellvirki að hafa plasttappa fasta við fernur og flöskur. Sýningin stóð yfir í fjóra og hálfan tíma. Sagt er að þessi sýning Sjálfstæðismanna hafi verið sett upp í þeim tilgangi að tefja störf þingsins. Ég held að það sé ekki aðal ástæðan heldur sé aðal ástæðan komandi landsfundur. Á landsfundi er kosið í áhrifastöður og embætti flokksins. Til að ná árangri í þeirri keppni þurfa keppendur að vera vel séðir af þeim sem þar kjósa. Það er held ég aðal ástæðan fyrir sýningunni. Þingmenn flokksins álíta sig þekkja sitt fólk og hvað því þykir best á milli tannanna, því var tappaumræðan á Alþingi fyrir kjósendur á landsfundi til að auðvelda þeim að gera upp hug sinn. Helsti talsmaður málsins J.P. Zimsen fullyrti að áfastir tappar ykju álag á sjúkrahús landsins og ef Tappafólkið næði meirihluta í höfuðborginni þá ætlaði hann að flytja í tjald í Kópavogi. Vá maður, hugsið ykkur fórnfýsi hans fyrir flokkinn. Svona manni má sko treysta - ég kýs hann. Ég held reyndar að svona fólk hugsi ekki - gangi bara á mænunni. Margur ætlar mann af sér Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki áttað sig á, að þorri kjósenda úr öllum flokkum veit það sem þeir vita ekki, að lausir plasttappar kvelja og drepa tugi þúsunda fugla og sjávardýra á hverju degi um allan heim. Það er mannúð og dýravernd að vila stöðva þær kvalir og dráp. Upphlaup og æsingur meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins segir lítið um kjósendur, en það segir grátlega mikið um þingflokkinn og vanmat hans á fulltrúum á landsfundi. Það er nánast hægt að dagsetja hvenær tjaldið var dregið frá leiksviði flokksins og innra ástand hans og vanhæfi meirihluta þingflokksins blasti við öllum almenningi. Sá meirihluti og foringjar hans bera mesta ábyrgð á fylgishruni, volæði og eymd flokksins í dag. Það er svo kaldhæðni örlaganna, að þau, sem hófu skollaleikinn híma nú álengdar í almennum stæðum, og spyrja eins Jón Hreggviðsson „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ Slæmar afleiðingar af atburðarásinni, sem skammsýnir framagosar ýttu í gang verða ekki lagfærðar með 4 tíma lélegri sýningu á hálfvitahætti og skrækjandi aularæðum í Alþingi. Það háttalag sæmir engum, ekki einu sinni þeim lánlausu fúskurum, sem nú ráða í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er rafiðnaðarmaður
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar