Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 10:47 Við, undirrituð, skorum á Reykjavíkurborg að semja við menntaða matráða og falla frá þeirri stefnu að kaupa aðkeyptan mat í leik- og grunnskólum landsins. Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að fagmenntað fólk starfi í eldhúsum leik- og grunnskóla borgarinnar. Í Matarstefnu Reykjavíkurborgar frá 2018-2022 var sett fram markmið um að maturinn væri framleiddur í nærumhverfi neytandans. Mælikvarðinn á árangur var það hlutfall matargesta sem fengi mat sem framleiddur væri á starfsstað þeirra, á vegum Reykjavíkurborgar, og stefnt var á að hækka það hlutfall. Þvert á þetta markmið höfum við orðið þess vör að stefna borgarinnar undanfarin ár sé að ráða ekki fagmenntaða einstaklinga í eldhús leik- og grunnskóla í stað þeirra sem hætta þar störfum, heldur færa framleiðslu matarins yfir í miðlæg eldhús. Þar þarf eðlilega að framleiða matinn mörgum klukkutímum áður en hans er neytt. Þessari þróun höfum við miklar áhyggjur af. Aðkeyptur matur hefur reynst bæði óhentugur og óhagkvæmur. Maturinn er oft gjörunninn, sem hefur áhrif á gæði og næringargildi hans. Yfirleitt er í innihaldi hans umframmagn af ráðlögðum skammti af salti og sykri, auk þess sem hann inniheldur oft á tíðum aukaefni sem geta verið skaðleg heilsu barna. Matur barnanna á að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis um næringu barna, en aðkeyptur matur gerir það ekki, sem glöggt má sjá þegar skoðaðir eru matseðlar þjónustuaðila í þessum geira. Auk þess stuðlar aðkeyptur matur að matarsóun, þar sem börnunum finnst maturinn oft ólystugur og vilja ekki borða hann, loks þegar hann er borin á borð. Matarnýtni er betri þar sem tenging á milli eldhúss og neytenda er meiri og því auðveldara að aðlaga það magn sem eldað er eftir fjölda og nýta afganga betur þar sem eldhús er á staðnum. Bæði er tiltekið í Matarstefnunni 2018-2022 að unnið skuli gegn matarsóun í borginni. Þá er eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna það að vinna gegn matarsóun, þar sem það hefur í för með sér slæm áhrif á umhverfið, er sóun á auðlindum og kostar fé. Mikilvægi þess að fagþekking sé til staðar í eldhúsum leik- og grunnskóla hefur nýlega sýnt sig í íslensku samfélagi þegar í ljós komu afleiðingar þess að alvarleg mistök áttu sér stað í eldhúsi í leikskóla í borginni, sem meðal annars mátti rekja til skorts á fagmenntun. Það að flytja for eldaðan mat langa vegalengd teljum við ekki til þess fallið að auka matvælaöryggi. Við teljum að besta lausnin sé að ráða fagmenntað starfsfólk í störf í eldhúsum á leik- og grunnskólum, sem eru sérfræðingar í heilnæmum og næringarríkum mat. Það getur tryggt að maturinn sé heilsusamlegur, bragðgóður, stuðli að betri matarmenntun barna og eldaður í réttu magni. En til þess að svo geti orðið þarf að horfa til þeirra launa sem í boði eru fyrir fagfólk í matreiðslu í leik- og grunnskólum, sem eru of lág. Orðrétt kemur fram í áðurnefndri Matarstefnu: „Matur á að vera mikilvægur þáttur í menntun barna og starfsemi skóla í Reykjavík, í gegnum mat er hægt að læra og vel nærð börn eiga þar fyrir utan betur með að læra í hinum hefðbundnu námsgreinum.“ Við, undirrituð, tökum undir það og teljum að farsælast sé að matarmenntun barna sé í höndum þeirra sem hafa fagþekkingu og færni til að útbúa næringarríkan og vandaðan mat. Við skorum á stjórnendur og yfirvöld í Reykjavíkurborg að endurskoða núverandi stefnu og tryggja að leik- og grunnskólar ráði fagmenntað starfsfólk í þessi mikilvægu störf. Þetta er grundvallaratriði til að tryggja að börnin fái staðgóða næringu til að vaxa, þroskast og ná sínum besta árangri bæði í skólanum og í lífinu almennt. Við áréttum að matvælaöryggi, heilsa og vellíðan barna eiga að vera forgangsatriði, og matreiðsla í skólaumhverfi er stórt skref í áttina að betra, umhverfisvænna og heilbrigðara samfélagi. F.h. foreldraráða Brekkuborgar, Funaborgar, Engjaborgar, Klettaborgar, Fífuborgar, Sunnufoldar og ungbarnaleikskólans Ársólar. Höfundur er í foreldraráði Brekkuborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Heilbrigðismál Matur Grunnskólar Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við, undirrituð, skorum á Reykjavíkurborg að semja við menntaða matráða og falla frá þeirri stefnu að kaupa aðkeyptan mat í leik- og grunnskólum landsins. Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að fagmenntað fólk starfi í eldhúsum leik- og grunnskóla borgarinnar. Í Matarstefnu Reykjavíkurborgar frá 2018-2022 var sett fram markmið um að maturinn væri framleiddur í nærumhverfi neytandans. Mælikvarðinn á árangur var það hlutfall matargesta sem fengi mat sem framleiddur væri á starfsstað þeirra, á vegum Reykjavíkurborgar, og stefnt var á að hækka það hlutfall. Þvert á þetta markmið höfum við orðið þess vör að stefna borgarinnar undanfarin ár sé að ráða ekki fagmenntaða einstaklinga í eldhús leik- og grunnskóla í stað þeirra sem hætta þar störfum, heldur færa framleiðslu matarins yfir í miðlæg eldhús. Þar þarf eðlilega að framleiða matinn mörgum klukkutímum áður en hans er neytt. Þessari þróun höfum við miklar áhyggjur af. Aðkeyptur matur hefur reynst bæði óhentugur og óhagkvæmur. Maturinn er oft gjörunninn, sem hefur áhrif á gæði og næringargildi hans. Yfirleitt er í innihaldi hans umframmagn af ráðlögðum skammti af salti og sykri, auk þess sem hann inniheldur oft á tíðum aukaefni sem geta verið skaðleg heilsu barna. Matur barnanna á að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis um næringu barna, en aðkeyptur matur gerir það ekki, sem glöggt má sjá þegar skoðaðir eru matseðlar þjónustuaðila í þessum geira. Auk þess stuðlar aðkeyptur matur að matarsóun, þar sem börnunum finnst maturinn oft ólystugur og vilja ekki borða hann, loks þegar hann er borin á borð. Matarnýtni er betri þar sem tenging á milli eldhúss og neytenda er meiri og því auðveldara að aðlaga það magn sem eldað er eftir fjölda og nýta afganga betur þar sem eldhús er á staðnum. Bæði er tiltekið í Matarstefnunni 2018-2022 að unnið skuli gegn matarsóun í borginni. Þá er eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna það að vinna gegn matarsóun, þar sem það hefur í för með sér slæm áhrif á umhverfið, er sóun á auðlindum og kostar fé. Mikilvægi þess að fagþekking sé til staðar í eldhúsum leik- og grunnskóla hefur nýlega sýnt sig í íslensku samfélagi þegar í ljós komu afleiðingar þess að alvarleg mistök áttu sér stað í eldhúsi í leikskóla í borginni, sem meðal annars mátti rekja til skorts á fagmenntun. Það að flytja for eldaðan mat langa vegalengd teljum við ekki til þess fallið að auka matvælaöryggi. Við teljum að besta lausnin sé að ráða fagmenntað starfsfólk í störf í eldhúsum á leik- og grunnskólum, sem eru sérfræðingar í heilnæmum og næringarríkum mat. Það getur tryggt að maturinn sé heilsusamlegur, bragðgóður, stuðli að betri matarmenntun barna og eldaður í réttu magni. En til þess að svo geti orðið þarf að horfa til þeirra launa sem í boði eru fyrir fagfólk í matreiðslu í leik- og grunnskólum, sem eru of lág. Orðrétt kemur fram í áðurnefndri Matarstefnu: „Matur á að vera mikilvægur þáttur í menntun barna og starfsemi skóla í Reykjavík, í gegnum mat er hægt að læra og vel nærð börn eiga þar fyrir utan betur með að læra í hinum hefðbundnu námsgreinum.“ Við, undirrituð, tökum undir það og teljum að farsælast sé að matarmenntun barna sé í höndum þeirra sem hafa fagþekkingu og færni til að útbúa næringarríkan og vandaðan mat. Við skorum á stjórnendur og yfirvöld í Reykjavíkurborg að endurskoða núverandi stefnu og tryggja að leik- og grunnskólar ráði fagmenntað starfsfólk í þessi mikilvægu störf. Þetta er grundvallaratriði til að tryggja að börnin fái staðgóða næringu til að vaxa, þroskast og ná sínum besta árangri bæði í skólanum og í lífinu almennt. Við áréttum að matvælaöryggi, heilsa og vellíðan barna eiga að vera forgangsatriði, og matreiðsla í skólaumhverfi er stórt skref í áttina að betra, umhverfisvænna og heilbrigðara samfélagi. F.h. foreldraráða Brekkuborgar, Funaborgar, Engjaborgar, Klettaborgar, Fífuborgar, Sunnufoldar og ungbarnaleikskólans Ársólar. Höfundur er í foreldraráði Brekkuborgar.
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun