Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 20. febrúar 2025 22:01 Að þú hreinlega skulir voga þér að tala um stefnuleysi í málaflokki barna í alvarlegum vanda hjá nýkjörinni ríkisstjórn er til marks um ....tja hvað? Að þú sért siðblind? Hann var 6-9 ára, að stíga sín fyrstu skref í lífnu. Hann þurfti að berjast fyrir lífi sínu þegar hann fæddist, svo hann var með þungan bakpoka, þyngri en margur annar. Staðan í Hafnarfirði, undir þinni stjórn, var orðin svo hræðileg, að við, fimm manna fjölskyldan flúðum í næsta bæjarfélag þar sem við vorum umvafin hlýju, umhyggju og öryggi frá ÖLLUM innan stjórnsýslunnar. Á þessum árum kynntist ég því versta í íslenskri stjórnsýslu – hjá þér í Hafnarfirði og því besta í íslenskri stjórnsýslu – í Garðabænum. Það tók smá tíma að vinda ofan af hryllingnum úr Hafnarfirði og kenna barninu mínu treysta þeim sem að því koma. En nú eru rúm þrjú ár síðan barnið byrjaði í öðrum skóla í næsta bæjarfélagi og það hreinlega elskar skólann sinn, kennarana, stjórnendur, og alla sem að honum koma. Í þínu bæjarfélagi var ekki hægt að láta barnið fá tölvu til að auðvelda skrift þegar erfitt var að draga til stafs..... það voru ekki til peningar sögðuð þið!!! Í næsta bæjarfélagi vorum við spurð að fyrra bragði hvort ekki mætti leyfa honum að notast bara við tölvu. Í þínu bæjarfélagi var endalaus starfsmannavelta, í næsta bæjarfélagi er nánast engin starfsmannavelta! Í þínu bæjarfélagi var barnið okkar ómögulegt en í næsta bæjarfélagi dásamlegt. Ég átti góðan fund með forsætistráðherra á þessum tíma og einnig barnamálaráðherra. Enginn, ENGINN ráðherra frá Sjálfstæðisflokknum hafði áhuga á okkar máli eða sýndi minnsta vilja til þess að aðstoða börn í neyð á þessum tíma. Það var sorgardagur í okkar fjölskyldu þegar þú tilkynntir að þú færir nú fram í alþingiskosningunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Því þá þyrfti maður að þola að heyra meira frá þér. Slík eru sárin, svo það sé nú sagt. Svo þú skalt ekki halda það að þú getir kastað steinum úr glerhýsinu þínu án þess að þurfa að horfast í augu við það sem þú EKKI gerðir, því það að gera ekkert er líka ákvörðun. Fyrir um þremur árum bað ég þig um að biðja barnið mitt afsökunar fyrir hönd bæjarfélagsins, því að væri mikilvægt fyrir hans bata. En það kom ekkert frá þér. Við og fólk í okkar stöðu skiptum þig engu máli, nákvæmlega engu! Þess vegna ráðlegg ég þér kæra Rósa, að fækka skrautfjörðunum og koma til dyranna eins og þú ert klædd og leyfa núverandi ríkisstjórn að spreyta sig áður en byrjað er að rakka þau niður, því þú hefur hreinlega ekki efni á því! Hvað þá flokkurinn þinn! Þér er enn velkomið að senda barninu afsökunarbréf fyrir hönd bæjarfélagssins, þetta var erfið lífsreynsla fyrir svona ungt barn og afsökunarbeiðni myndi skipta miklu fyrir hann, því barn í vanda á víst varla sök er það? Höfundur er sjálfstætt starfandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Að þú hreinlega skulir voga þér að tala um stefnuleysi í málaflokki barna í alvarlegum vanda hjá nýkjörinni ríkisstjórn er til marks um ....tja hvað? Að þú sért siðblind? Hann var 6-9 ára, að stíga sín fyrstu skref í lífnu. Hann þurfti að berjast fyrir lífi sínu þegar hann fæddist, svo hann var með þungan bakpoka, þyngri en margur annar. Staðan í Hafnarfirði, undir þinni stjórn, var orðin svo hræðileg, að við, fimm manna fjölskyldan flúðum í næsta bæjarfélag þar sem við vorum umvafin hlýju, umhyggju og öryggi frá ÖLLUM innan stjórnsýslunnar. Á þessum árum kynntist ég því versta í íslenskri stjórnsýslu – hjá þér í Hafnarfirði og því besta í íslenskri stjórnsýslu – í Garðabænum. Það tók smá tíma að vinda ofan af hryllingnum úr Hafnarfirði og kenna barninu mínu treysta þeim sem að því koma. En nú eru rúm þrjú ár síðan barnið byrjaði í öðrum skóla í næsta bæjarfélagi og það hreinlega elskar skólann sinn, kennarana, stjórnendur, og alla sem að honum koma. Í þínu bæjarfélagi var ekki hægt að láta barnið fá tölvu til að auðvelda skrift þegar erfitt var að draga til stafs..... það voru ekki til peningar sögðuð þið!!! Í næsta bæjarfélagi vorum við spurð að fyrra bragði hvort ekki mætti leyfa honum að notast bara við tölvu. Í þínu bæjarfélagi var endalaus starfsmannavelta, í næsta bæjarfélagi er nánast engin starfsmannavelta! Í þínu bæjarfélagi var barnið okkar ómögulegt en í næsta bæjarfélagi dásamlegt. Ég átti góðan fund með forsætistráðherra á þessum tíma og einnig barnamálaráðherra. Enginn, ENGINN ráðherra frá Sjálfstæðisflokknum hafði áhuga á okkar máli eða sýndi minnsta vilja til þess að aðstoða börn í neyð á þessum tíma. Það var sorgardagur í okkar fjölskyldu þegar þú tilkynntir að þú færir nú fram í alþingiskosningunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Því þá þyrfti maður að þola að heyra meira frá þér. Slík eru sárin, svo það sé nú sagt. Svo þú skalt ekki halda það að þú getir kastað steinum úr glerhýsinu þínu án þess að þurfa að horfast í augu við það sem þú EKKI gerðir, því það að gera ekkert er líka ákvörðun. Fyrir um þremur árum bað ég þig um að biðja barnið mitt afsökunar fyrir hönd bæjarfélagsins, því að væri mikilvægt fyrir hans bata. En það kom ekkert frá þér. Við og fólk í okkar stöðu skiptum þig engu máli, nákvæmlega engu! Þess vegna ráðlegg ég þér kæra Rósa, að fækka skrautfjörðunum og koma til dyranna eins og þú ert klædd og leyfa núverandi ríkisstjórn að spreyta sig áður en byrjað er að rakka þau niður, því þú hefur hreinlega ekki efni á því! Hvað þá flokkurinn þinn! Þér er enn velkomið að senda barninu afsökunarbréf fyrir hönd bæjarfélagssins, þetta var erfið lífsreynsla fyrir svona ungt barn og afsökunarbeiðni myndi skipta miklu fyrir hann, því barn í vanda á víst varla sök er það? Höfundur er sjálfstætt starfandi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun