Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2025 15:10 Elliði Vignisson bæjarstjóri Þorlákshafnar, Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri Þorlákshafnar, Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix, og Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna, við undirritun viljayfirlýsingar um Coda Terminal í Ölfusi. Carbfix Fulltrúar sveitarfélagsins Ölfuss og Carbfix skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að reist verði svonefnd Coda Terminal-stöð í sveitarfélaginu. Vinna við leyfisferla og samráð við íbúa og hagaðila á að hefjast á næstu mánuðum. Viljayfirlýsingin var undirrituð af sveitarfélaginu Ölfusi, Carbfix, hafnarsjóði Þorlákshafnar, Veitum og Coda Terminal. Hún felur í sér samstarf um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis fyrir móttöku og förgun á koltvísýringi undir merkjum Coda Terminal. Carbfix stefnir einnig á að reisa slíkar stöðvar í Hafnarfirði og á Bakka. Kolefnisförgun Coda Terminal á að fara fram með aðferð sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi. Koltvísýringur er leystur upp í vatni og því síðan dælt niður í berglög þar sem það binst varanlega í steindir. Ungt basískt gosberg líkt og það sem er að finna í Ölfusi er sagt sérstaklega hagfellt fyrir tæknina í tilkynningu frá Carbfix um viljayfirlýsinguna. Viðræður eru nú sagðar eiga að fara af stað með það að markmiði að kanna möguleikann á að ráðast í þær aðgerðir sem talin sé þörf á til að undirbúa uppbyggingu Coda-stöðvar. Fram hefur komið að móttökustöð fyrir erlend flutningaskip sem kæmu með koltvísýring til förgunar gæti verið í Þorlákshöfn. Niðurdælingarholur gætu verið nánast hvar sem er utan vatnsverndarsvæða. Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu á umhverfismatsskýrslu um fyrirhugaða Coda-stöð í Straumsvík í Hafnarfirði í síðustu viku. Hún lagði til sautján skilyrði fyrir framkvæmdum þar en þau vörðuðu flest vöktun og eftirlit með áhrifum starfseminnar, þar á meðal á sérstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík, skjálftavirkni og grunnvatnsborð. Ekki var talið líklegt að niðurdæling á koltvísýring ylli jarðskjálftavirkni eða hefði áhrif á vatnsból sem var á meðal helstu aðfinnsluefna andstæðinga verkefnisins í Hafnarfirði. Coda Terminal Ölfus Skipulag Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07 Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. 31. janúar 2025 14:05 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Viljayfirlýsingin var undirrituð af sveitarfélaginu Ölfusi, Carbfix, hafnarsjóði Þorlákshafnar, Veitum og Coda Terminal. Hún felur í sér samstarf um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis fyrir móttöku og förgun á koltvísýringi undir merkjum Coda Terminal. Carbfix stefnir einnig á að reisa slíkar stöðvar í Hafnarfirði og á Bakka. Kolefnisförgun Coda Terminal á að fara fram með aðferð sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi. Koltvísýringur er leystur upp í vatni og því síðan dælt niður í berglög þar sem það binst varanlega í steindir. Ungt basískt gosberg líkt og það sem er að finna í Ölfusi er sagt sérstaklega hagfellt fyrir tæknina í tilkynningu frá Carbfix um viljayfirlýsinguna. Viðræður eru nú sagðar eiga að fara af stað með það að markmiði að kanna möguleikann á að ráðast í þær aðgerðir sem talin sé þörf á til að undirbúa uppbyggingu Coda-stöðvar. Fram hefur komið að móttökustöð fyrir erlend flutningaskip sem kæmu með koltvísýring til förgunar gæti verið í Þorlákshöfn. Niðurdælingarholur gætu verið nánast hvar sem er utan vatnsverndarsvæða. Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu á umhverfismatsskýrslu um fyrirhugaða Coda-stöð í Straumsvík í Hafnarfirði í síðustu viku. Hún lagði til sautján skilyrði fyrir framkvæmdum þar en þau vörðuðu flest vöktun og eftirlit með áhrifum starfseminnar, þar á meðal á sérstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík, skjálftavirkni og grunnvatnsborð. Ekki var talið líklegt að niðurdæling á koltvísýring ylli jarðskjálftavirkni eða hefði áhrif á vatnsból sem var á meðal helstu aðfinnsluefna andstæðinga verkefnisins í Hafnarfirði.
Coda Terminal Ölfus Skipulag Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07 Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. 31. janúar 2025 14:05 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07
Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. 31. janúar 2025 14:05