Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2025 16:30 Inga Auðbjörg Straumland hefur verið formaður Siðmenntar síðastliðinn sex ár en hún sækist ekki eftir endurkjöri á aðalfundinum. bylgjan Þau Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Sigurður Rúnarsson og Svanur Sigurbjörnsson sækjast öll eftir formannsstöðunni hjá Siðmennt en kosið verður á laugardaginn 1. mars. Guðrún Þóra Arnardóttir framkvæmdastjóri Siðmenntar segir að það liggi alls ekki fyrr hver verður hlutskarpastur því þó Arndís Anna sé þekktust meðal þeirra sem bjóða sig fram er Sigurður varaformaður og Svanur er þekktur af áralöngu starfi innan Siðmenntar. Sigurður Rúnarsson sækist eftir formennsku. Mikið verður um dýrðir hjá Siðmennt 1. mars en þá verður heill dagur helgaður húmanisma þar sem Siðmenntarþing og aðalfundur fer fram kl. 10:00-17:00 í sal Nauthóls að Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík. Fyrir hádegi verður húmanísk bókmenntahátíð þar sem fram koma Bjarni Snæbjörnsson, Bragi Páll Sigurðarson, Hope Knútsson og Linda Vilhjálmsdóttir. Guðrún segir starf Siðmenntar vaxandi og nú eru skráðir rúmlega sex þúsund og eitt hundrað þar. Hún segir áhuga fyrir því að auka við þjónustuna, meðal annars hvað sálgæslu varðar og segir hún stefna í spennandi umræðu þar um á degi Siðmenntar. Eftir hádegi er fyrirhugað sérstakt málþing um sálgæslu. Meðal þátttakenda eru Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, fulltrúi sálgæsluteymis presta og djákna á Landspítalanum og þá verður birt myndbandserindi frá Lindsay de Wal frá Humanists UK en hún er einnig fyrsti húmanistinn til að leiða sálgæsluteymi á breskum spítala. Í kjölfarið af málþinginu, eða kl. 14:00, verður aðalfundur Siðmenntar. Á aðalfundi fer fram kosning til formanns, aðalstjórnar og varastjórnar. Inga Auðbjörg Straumland hefur verið formaður Siðmenntar síðastliðinn sex ár en hún sækist ekki eftir endurkjöri á aðalfundinum. Borist hafa þrjú framboð til formanns eins og áður sagði, fimm framboð í aðalstjórn og þrjú í varastjórn. Í framboði til aðalstjórnar eru: Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir Elsa Björg Magnúsdóttir Kristrún Ýr Einarsdóttir Sigurður Rúnarsson Í framboði til varastjórnar eru: Árni Grétar Jóhannsson Helga Bára Bragadóttir Mörður Árnason Félagasamtök Vistaskipti Trúmál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Guðrún Þóra Arnardóttir framkvæmdastjóri Siðmenntar segir að það liggi alls ekki fyrr hver verður hlutskarpastur því þó Arndís Anna sé þekktust meðal þeirra sem bjóða sig fram er Sigurður varaformaður og Svanur er þekktur af áralöngu starfi innan Siðmenntar. Sigurður Rúnarsson sækist eftir formennsku. Mikið verður um dýrðir hjá Siðmennt 1. mars en þá verður heill dagur helgaður húmanisma þar sem Siðmenntarþing og aðalfundur fer fram kl. 10:00-17:00 í sal Nauthóls að Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík. Fyrir hádegi verður húmanísk bókmenntahátíð þar sem fram koma Bjarni Snæbjörnsson, Bragi Páll Sigurðarson, Hope Knútsson og Linda Vilhjálmsdóttir. Guðrún segir starf Siðmenntar vaxandi og nú eru skráðir rúmlega sex þúsund og eitt hundrað þar. Hún segir áhuga fyrir því að auka við þjónustuna, meðal annars hvað sálgæslu varðar og segir hún stefna í spennandi umræðu þar um á degi Siðmenntar. Eftir hádegi er fyrirhugað sérstakt málþing um sálgæslu. Meðal þátttakenda eru Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, fulltrúi sálgæsluteymis presta og djákna á Landspítalanum og þá verður birt myndbandserindi frá Lindsay de Wal frá Humanists UK en hún er einnig fyrsti húmanistinn til að leiða sálgæsluteymi á breskum spítala. Í kjölfarið af málþinginu, eða kl. 14:00, verður aðalfundur Siðmenntar. Á aðalfundi fer fram kosning til formanns, aðalstjórnar og varastjórnar. Inga Auðbjörg Straumland hefur verið formaður Siðmenntar síðastliðinn sex ár en hún sækist ekki eftir endurkjöri á aðalfundinum. Borist hafa þrjú framboð til formanns eins og áður sagði, fimm framboð í aðalstjórn og þrjú í varastjórn. Í framboði til aðalstjórnar eru: Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir Elsa Björg Magnúsdóttir Kristrún Ýr Einarsdóttir Sigurður Rúnarsson Í framboði til varastjórnar eru: Árni Grétar Jóhannsson Helga Bára Bragadóttir Mörður Árnason
Félagasamtök Vistaskipti Trúmál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira