Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 18:16 Haustið 2024 ráku tveir kirkjugarðar á landinu líkhús, Kirkjugarðar Reykjavíkur og Kirkjugarðar Akureyrar. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi til breytinga á lögum sem heimila kirkjugörðum að rukka geymslugjald á líkum. Er þetta gert til að garðarnir geti staðið undir þeim kostnaði sem hlýst af rekstri líkhúsa. Drögin voru birt í samráðsgátt í dag, en þar kemur fram að breytingin sé lögð fram til að bregðast við alvarlegri rekstrarstöðu á mikilvægum samfélagslegum innviðum sem skapast hefur hjá þeim kirkjugörðum sem reka líkhús. Upp sé komin sú staða að Kirkjugarðar Reykjavíkur muni ekki geta haldið áfram rekstri líkhússins án fjármagns til rekstursins. Verði ekki brugðist við stefni í óefni og kirkjugarðar hætti hugsanlega alfarið rekstri líkhúsa. Því sé nauðsynlegt að búa svo um í lagaumgjörð kirkjugarðanna að þeim verði heimilt að innheimta gjald til að standa undir þeim kostnaði sem hlýst af rekstri líkhúsa. Nái breytingin fram að ganga er kirkjugarði, sem komið hefur sér upp líkhúsi, heimilt að innheimta gjald vegna geymslu líka. Við ákvörðun gjalds verði í gjaldskrá lagður til grundvallar kostnaður vegna reksturs líkhússins, meðal annars kostnaður vegna launatengdra gjalda, húsnæðis, rafmagns, viðhalds, ræstinga, tækja, áhalda, öryggiskerfis og trygginga. Fram kemur að kirkjugarðar fái áfram fjármagn úr ríkissjóði á grundvelli samkomulags sem gert var árið 2005. Samkomulagið byggi á þrennskonar viðmiðunum þegar reiknað er framlag úr ríkissjóði til starfsemi kirkjugarða og rekstur líkhúsa sé ekki þar á meðal. Því verði gripið til breytinganna til þess að ráða bót á þeim vanda sem upp er kominn í rekstri líkhúsa. Við endurskoðun laganna og samkomulagsins verði hægt að skoða aðrar leiðir sem kunni að þykja ákjósanlegri þegar til framtíðar er litið. Kirkjugarðar Alþingi Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Drögin voru birt í samráðsgátt í dag, en þar kemur fram að breytingin sé lögð fram til að bregðast við alvarlegri rekstrarstöðu á mikilvægum samfélagslegum innviðum sem skapast hefur hjá þeim kirkjugörðum sem reka líkhús. Upp sé komin sú staða að Kirkjugarðar Reykjavíkur muni ekki geta haldið áfram rekstri líkhússins án fjármagns til rekstursins. Verði ekki brugðist við stefni í óefni og kirkjugarðar hætti hugsanlega alfarið rekstri líkhúsa. Því sé nauðsynlegt að búa svo um í lagaumgjörð kirkjugarðanna að þeim verði heimilt að innheimta gjald til að standa undir þeim kostnaði sem hlýst af rekstri líkhúsa. Nái breytingin fram að ganga er kirkjugarði, sem komið hefur sér upp líkhúsi, heimilt að innheimta gjald vegna geymslu líka. Við ákvörðun gjalds verði í gjaldskrá lagður til grundvallar kostnaður vegna reksturs líkhússins, meðal annars kostnaður vegna launatengdra gjalda, húsnæðis, rafmagns, viðhalds, ræstinga, tækja, áhalda, öryggiskerfis og trygginga. Fram kemur að kirkjugarðar fái áfram fjármagn úr ríkissjóði á grundvelli samkomulags sem gert var árið 2005. Samkomulagið byggi á þrennskonar viðmiðunum þegar reiknað er framlag úr ríkissjóði til starfsemi kirkjugarða og rekstur líkhúsa sé ekki þar á meðal. Því verði gripið til breytinganna til þess að ráða bót á þeim vanda sem upp er kominn í rekstri líkhúsa. Við endurskoðun laganna og samkomulagsins verði hægt að skoða aðrar leiðir sem kunni að þykja ákjósanlegri þegar til framtíðar er litið.
Kirkjugarðar Alþingi Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira