Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2025 12:00 Horft til Þórshafnar af þjóðveginum sem liggur yfir Brekknaheiði. Vilhelm Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027. Þetta er síðasti malarkaflinn á norðausturhringnum svokallaða. Þegar verkinu lýkur verður hægt að aka á samfelldu bundnu slitlagi hringleið sem markast af Húsavík, Ásbyrgi, Þórshöfn, Vopnafirði og Mývatnssveit. Holóttir malarkaflar ættu því ekki lengur að fæla ferðalanga á leið um hringveginn frá því að velja norðausturleiðina um Langanes í stað Möðrudalsöræfa. Með endurbyggingu vegarins um Brekknaheiði verður komið samfellt bundið slitlag milli Þórshafnar og Bakkafjarðar.Stöð 2/Vegagerðin Vegarkaflinn sem byggja á upp er 7,6 kílómetra langur. Hann nær frá gatnamótum Langanesvegar við Þórshöfn og að Vatnadal á Brekknaheiði, ofan Gunnólfsvíkur í Finnafirði. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þriðjudaginn 4. mars næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu. Þetta er eitt af þeim verkum sem til stóð að bjóða út í fyrra en lentu þá í salti sökum þess að Vegagerðin og innviðaráðuneytið ráðstöfuðu miklum fjármunum í Hornafjarðarfljót án fjárheimilda Alþingis. Af þeim sökum treysti stjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins sér ekki til að afgreiða samgönguáætlun síðastliðið vor. Malarvegur liggur núna yfir Brekknaheiði. Með lagningu bundins slitlags verður norðausturhringnum lokað.Einar Árnason Loforð stjórnvalda um að ljúka þessari vegagerð eru þó mun eldri. Þannig rifjaði þáverandi sveitarstjóri Langanesbyggðar, Jónas Egilsson, það upp í viðtali á Stöð 2 sumarið 2021 að því hafi verið lofað árið 2006 þegar byggðirnar Þórshöfn og Bakkafjörður sameinuðust í Langanesbyggð. Stór áfangi náðist árið 2021 þegar ríflega tuttugu kílómetrar slitlags bættust við, eins og fjallað var um hér: Með samgönguáætlun sem samþykkt var í febrúar 2019 markaði Alþingi loksins þá stefnu að Norðausturvegur skyldi kláraður. Þá var miðað við að verkinu skyldi ljúka árið 2025, eins og þáverandi sveitarstjóri, Elías Pétursson, gladdist yfir í þessari frétt: Langanesbyggð Vegagerð Samgöngur Byggðamál Vopnafjörður Norðurþing Ferðaþjónusta Ferðalög Tengdar fréttir Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. 21. ágúst 2021 23:15 Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Þetta er síðasti malarkaflinn á norðausturhringnum svokallaða. Þegar verkinu lýkur verður hægt að aka á samfelldu bundnu slitlagi hringleið sem markast af Húsavík, Ásbyrgi, Þórshöfn, Vopnafirði og Mývatnssveit. Holóttir malarkaflar ættu því ekki lengur að fæla ferðalanga á leið um hringveginn frá því að velja norðausturleiðina um Langanes í stað Möðrudalsöræfa. Með endurbyggingu vegarins um Brekknaheiði verður komið samfellt bundið slitlag milli Þórshafnar og Bakkafjarðar.Stöð 2/Vegagerðin Vegarkaflinn sem byggja á upp er 7,6 kílómetra langur. Hann nær frá gatnamótum Langanesvegar við Þórshöfn og að Vatnadal á Brekknaheiði, ofan Gunnólfsvíkur í Finnafirði. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þriðjudaginn 4. mars næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu. Þetta er eitt af þeim verkum sem til stóð að bjóða út í fyrra en lentu þá í salti sökum þess að Vegagerðin og innviðaráðuneytið ráðstöfuðu miklum fjármunum í Hornafjarðarfljót án fjárheimilda Alþingis. Af þeim sökum treysti stjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins sér ekki til að afgreiða samgönguáætlun síðastliðið vor. Malarvegur liggur núna yfir Brekknaheiði. Með lagningu bundins slitlags verður norðausturhringnum lokað.Einar Árnason Loforð stjórnvalda um að ljúka þessari vegagerð eru þó mun eldri. Þannig rifjaði þáverandi sveitarstjóri Langanesbyggðar, Jónas Egilsson, það upp í viðtali á Stöð 2 sumarið 2021 að því hafi verið lofað árið 2006 þegar byggðirnar Þórshöfn og Bakkafjörður sameinuðust í Langanesbyggð. Stór áfangi náðist árið 2021 þegar ríflega tuttugu kílómetrar slitlags bættust við, eins og fjallað var um hér: Með samgönguáætlun sem samþykkt var í febrúar 2019 markaði Alþingi loksins þá stefnu að Norðausturvegur skyldi kláraður. Þá var miðað við að verkinu skyldi ljúka árið 2025, eins og þáverandi sveitarstjóri, Elías Pétursson, gladdist yfir í þessari frétt:
Langanesbyggð Vegagerð Samgöngur Byggðamál Vopnafjörður Norðurþing Ferðaþjónusta Ferðalög Tengdar fréttir Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. 21. ágúst 2021 23:15 Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. 21. ágúst 2021 23:15
Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30