Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2025 16:56 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Einar Fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki ætla að ganga í röð þeirra fjármálaráðherra sem hafa ekki gætt hagsmuna borgaranna gagnvart ÁTVR. Þvert á móti muni hann leiða endurbótavinnu innan stofnunarinnar. Þetta sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu síðdegis. Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Miðflokksins, spurði hann út í starfshætti ÁTVR og eftilit sem hann fer með gagnvart „þeirri ríkiseinokunarverslun“. Tilefni fyrirspurnar Sigríðar var dómur Hæstaréttar í máli áfengisheildsölu sem lagði ÁTVR í deilu um tvær tegundir af bjór. ÁTVR hafði tekið bjórana tvo úr hillum verslana stofnunarinnar vegna viðmiðs um framlegð vara, sem mátti ekki. Lög og reglur kveða á um að eftirspurn skuli ráða för þegar kemur að vöruvali. Sigríður spurði hvort Daði Már teldi sig hafa heimild til þess að viðhalda þessu ólögmæta ástandi, en engar breytingar hafa enn verið gerðar á því hvernig ÁTVR velur inn vörur. Hafi erft málið Daði Már þakkaði Sigríði fyrir fyrirspurnina og sagði málið sem um ræðir vera eitt fjölmargra mála sem hann erfði þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra. Það sé rétt hjá Sigríði að verklag ÁTVR hafi ekki verið í samræmi við lög. „Unnið hefur verið að endurskoðun á reglugerðinni sem byggir á lögunum og hún hefur farið í samráð og um leið og því lýkur mun verða breyting á því verklagi og ÁTVR mun þurfa að endurskoða verklagið.“ „Hundrað ára meinsemd“ Sigríður steig aftur í pontu og sagði Daða Má ekki hafa svarað spurningu sinni, hann hefði ekki svarað því hvort hann teldi sér heimilt að „frysta“ ólögmætt ástand, með því að gera ÁTVR ekki að breyta verklagi sínu til samræmis við lög tafarlaust. „Mér virðist sem hæstvirtur fjármálaráðherra ætli að feta í fótspor allra fyrirrennara sinna síðustu ára og standa vörð um þessa ríkiseinokunarverslun. Ég ætla hins vegar ekki að vera svo svartsýn og gefa honum tækifæri til þess hér í seinna svari að svara því hvort það komi honum til hugar að gera róttækar breytingar á þessari hundrað ára meinsemd, sem hefur verið hér í íslenskri verslunarsögu.“ Ætlar „á engan hátt að ganga í röð“ forvera sinna Daði Már þakkaði Sigríði aftur, í þetta skiptið fyrir að minna hann á að svara að fullu fyrirspurn hennar. „Það er ekki verið að frysta neitt ástand. Það er verið að vinna í þessu máli. Það verða náttúrlega að gilda einhverjar reglur um starfsemi ÁTVR, til þess að gæta jafnræðis. Þetta hefur verið unnið eins hratt eins og kostur er og ég hef ítrekað ýtt eftir því. Ég ætla á engan hátt að ganga í röð þeirra fjármálaráðherra sem ekki hafa sinnt því að gæta að hagsmunum borgaranna gagnvart þessari stofnun, heldur þvert á móti að leiða þar endurbótavinnuna. Áfengi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. 10. febrúar 2024 08:41 Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Þetta sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu síðdegis. Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Miðflokksins, spurði hann út í starfshætti ÁTVR og eftilit sem hann fer með gagnvart „þeirri ríkiseinokunarverslun“. Tilefni fyrirspurnar Sigríðar var dómur Hæstaréttar í máli áfengisheildsölu sem lagði ÁTVR í deilu um tvær tegundir af bjór. ÁTVR hafði tekið bjórana tvo úr hillum verslana stofnunarinnar vegna viðmiðs um framlegð vara, sem mátti ekki. Lög og reglur kveða á um að eftirspurn skuli ráða för þegar kemur að vöruvali. Sigríður spurði hvort Daði Már teldi sig hafa heimild til þess að viðhalda þessu ólögmæta ástandi, en engar breytingar hafa enn verið gerðar á því hvernig ÁTVR velur inn vörur. Hafi erft málið Daði Már þakkaði Sigríði fyrir fyrirspurnina og sagði málið sem um ræðir vera eitt fjölmargra mála sem hann erfði þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra. Það sé rétt hjá Sigríði að verklag ÁTVR hafi ekki verið í samræmi við lög. „Unnið hefur verið að endurskoðun á reglugerðinni sem byggir á lögunum og hún hefur farið í samráð og um leið og því lýkur mun verða breyting á því verklagi og ÁTVR mun þurfa að endurskoða verklagið.“ „Hundrað ára meinsemd“ Sigríður steig aftur í pontu og sagði Daða Má ekki hafa svarað spurningu sinni, hann hefði ekki svarað því hvort hann teldi sér heimilt að „frysta“ ólögmætt ástand, með því að gera ÁTVR ekki að breyta verklagi sínu til samræmis við lög tafarlaust. „Mér virðist sem hæstvirtur fjármálaráðherra ætli að feta í fótspor allra fyrirrennara sinna síðustu ára og standa vörð um þessa ríkiseinokunarverslun. Ég ætla hins vegar ekki að vera svo svartsýn og gefa honum tækifæri til þess hér í seinna svari að svara því hvort það komi honum til hugar að gera róttækar breytingar á þessari hundrað ára meinsemd, sem hefur verið hér í íslenskri verslunarsögu.“ Ætlar „á engan hátt að ganga í röð“ forvera sinna Daði Már þakkaði Sigríði aftur, í þetta skiptið fyrir að minna hann á að svara að fullu fyrirspurn hennar. „Það er ekki verið að frysta neitt ástand. Það er verið að vinna í þessu máli. Það verða náttúrlega að gilda einhverjar reglur um starfsemi ÁTVR, til þess að gæta jafnræðis. Þetta hefur verið unnið eins hratt eins og kostur er og ég hef ítrekað ýtt eftir því. Ég ætla á engan hátt að ganga í röð þeirra fjármálaráðherra sem ekki hafa sinnt því að gæta að hagsmunum borgaranna gagnvart þessari stofnun, heldur þvert á móti að leiða þar endurbótavinnuna.
Áfengi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. 10. febrúar 2024 08:41 Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. 10. febrúar 2024 08:41
Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05