VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 08:02 Í almennri umræðu er stundum dregin upp ákveðin glansmynd af eldra fólki. Það hafi komið sér vel fyrir í lífinu og að ekki þurfi að hafa áhyggjur af skuldastöðu þess og afkomu. Lífið gangi út að sinna barnabörnum eftir hentisemi á milli þess sem þau slá golfkúlur hér á landi eða erlendis og dvelja í sólarpardísum suðurlanda. En eins og gengur og gerist með glansmyndir, þá getur raumyndin reynst önnur. Frá því að ég tók við embætti formanns VR hefur nokkur hópur eldra félagsfólks komið að máli við mig og lýst ýmsum áhyggjum sem varða þann hóp. Ljóst er að þegar fólk nálgast eftirlaunaaldur fylgja því áhyggjur sem við sem yngri erum þekkjum ekki á eigin skinni. Þar stendur afkomuótti upp úr. Fólk hikar við að skipta um starfsvettvang eftir sextugt, óttast að missa vinnuna og kvíðir tekjuskerðingu lífeyrisáranna. Í almennri umræðu er of lítið fjallað um hag og kjör þeirra sem eldri eru og umræðan er auk þess oft einsleit. En eldra fólk er fjölbreyttur hópur. Ekki einasta nær þessi merkimiði yfir langt æviskeið, eða allt frá sextugu og upp úr, heldur kemur eldra fólk úr ólíkum samfélagshópum og býr misvel hvað varðar tekjur, eignir og afkomu. Það er því augljóst að mismunandi og ólíkar áskoranir blasa við hópnum. Ein þeirra er húsnæðismál, en húsnæðismál eldri borgara eru sjaldan til umræðu, þótt ljóst sé að húsnæðisþarfir fólks breytist þegar aldurinn færist yfir. Landflótti eldri borgara Dvölin í sólarparadís suðurlanda getur verið kærkomin eftir stranga starfsævi, en hún kemur ekki alltaf til af góðu. Sumt eldra fólk flýr einfaldlega land og segja skilið við börn og barnabörn vegna þess að eftirlaunin duga ekki til sæmandi framfærslu. Og jafnvel þau sem eiga ágætan lífeyrissjóð þurfa að venjast breyttum högum þegar tekjur þeirra minnka umtalsvert. Eldra fólk er nefnilega „alls konar“, vel stætt og illa stætt, áhugasamt um golf og áhugalaust um golf! Við vitum að margt eldra fólk, hvort sem það er enn á vinnumarkaði eða ekki, sinnir félagslegum þjónustustörfum, t.a.m. þegar kemur að umönnun barna og aldraðra foreldra. Ófullnægjandi velferðarþjónusta kemur niður á þessum hópi sem tekur á sig auknar byrðar og þar með geta stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, lýst sig stikkfrí. Niðurskurður á grunnsviðum samfélagsins lendir því oftar en ekki af fullum þunga á þessum aldurshópi. Af þessu er einnig ljóst að áskoranir eins aldurshóps verða auðveldlega að viðfangsefnum annars. Öldungaráð VR VR hefur haldið umræðu um hagsmuni eldra fólks á vinnumarkaði og lífeyrisþega á lofti og meðal annars staðið fyrir góðum námskeiðum fyrir félagsfólk sem er að nálgast starfslok. Innan VR starfar einnig sérstakt Öldungaráð sem beitir sér á ýmsan hátt í stefnumótun og hagsmunabaráttu félagsfólks sem er eldra en 60 ára. Sem stærsta félag launafólks í landinu er eðlilegt að VR gegni ákveðnu forystuhlutverki í baráttu fyrir hagsmunum þeirra sem nálgast eða hafa náð eftirlaunaaldri. Þegar kemur að því að gæta hagsmuna ólíkra kynslóða er mikilvægt að hafa í huga að ungt fólk og eldra fólk er ekki í eðli sínu ólíkt, heldur eru þetta við sjálf á mismunandi ævistigum. Það er því óþarft að líta á hagsmunagæslu fyrir einn hóp sem andstæða öðrum, heldur snýst þetta um að við höfum mismunandi þarfir á ólíkum æviskeiðum. Stefnumótun VR þarf að taka mið af því. Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Halla Gunnarsdóttir Eldri borgarar Stéttarfélög Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í almennri umræðu er stundum dregin upp ákveðin glansmynd af eldra fólki. Það hafi komið sér vel fyrir í lífinu og að ekki þurfi að hafa áhyggjur af skuldastöðu þess og afkomu. Lífið gangi út að sinna barnabörnum eftir hentisemi á milli þess sem þau slá golfkúlur hér á landi eða erlendis og dvelja í sólarpardísum suðurlanda. En eins og gengur og gerist með glansmyndir, þá getur raumyndin reynst önnur. Frá því að ég tók við embætti formanns VR hefur nokkur hópur eldra félagsfólks komið að máli við mig og lýst ýmsum áhyggjum sem varða þann hóp. Ljóst er að þegar fólk nálgast eftirlaunaaldur fylgja því áhyggjur sem við sem yngri erum þekkjum ekki á eigin skinni. Þar stendur afkomuótti upp úr. Fólk hikar við að skipta um starfsvettvang eftir sextugt, óttast að missa vinnuna og kvíðir tekjuskerðingu lífeyrisáranna. Í almennri umræðu er of lítið fjallað um hag og kjör þeirra sem eldri eru og umræðan er auk þess oft einsleit. En eldra fólk er fjölbreyttur hópur. Ekki einasta nær þessi merkimiði yfir langt æviskeið, eða allt frá sextugu og upp úr, heldur kemur eldra fólk úr ólíkum samfélagshópum og býr misvel hvað varðar tekjur, eignir og afkomu. Það er því augljóst að mismunandi og ólíkar áskoranir blasa við hópnum. Ein þeirra er húsnæðismál, en húsnæðismál eldri borgara eru sjaldan til umræðu, þótt ljóst sé að húsnæðisþarfir fólks breytist þegar aldurinn færist yfir. Landflótti eldri borgara Dvölin í sólarparadís suðurlanda getur verið kærkomin eftir stranga starfsævi, en hún kemur ekki alltaf til af góðu. Sumt eldra fólk flýr einfaldlega land og segja skilið við börn og barnabörn vegna þess að eftirlaunin duga ekki til sæmandi framfærslu. Og jafnvel þau sem eiga ágætan lífeyrissjóð þurfa að venjast breyttum högum þegar tekjur þeirra minnka umtalsvert. Eldra fólk er nefnilega „alls konar“, vel stætt og illa stætt, áhugasamt um golf og áhugalaust um golf! Við vitum að margt eldra fólk, hvort sem það er enn á vinnumarkaði eða ekki, sinnir félagslegum þjónustustörfum, t.a.m. þegar kemur að umönnun barna og aldraðra foreldra. Ófullnægjandi velferðarþjónusta kemur niður á þessum hópi sem tekur á sig auknar byrðar og þar með geta stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, lýst sig stikkfrí. Niðurskurður á grunnsviðum samfélagsins lendir því oftar en ekki af fullum þunga á þessum aldurshópi. Af þessu er einnig ljóst að áskoranir eins aldurshóps verða auðveldlega að viðfangsefnum annars. Öldungaráð VR VR hefur haldið umræðu um hagsmuni eldra fólks á vinnumarkaði og lífeyrisþega á lofti og meðal annars staðið fyrir góðum námskeiðum fyrir félagsfólk sem er að nálgast starfslok. Innan VR starfar einnig sérstakt Öldungaráð sem beitir sér á ýmsan hátt í stefnumótun og hagsmunabaráttu félagsfólks sem er eldra en 60 ára. Sem stærsta félag launafólks í landinu er eðlilegt að VR gegni ákveðnu forystuhlutverki í baráttu fyrir hagsmunum þeirra sem nálgast eða hafa náð eftirlaunaaldri. Þegar kemur að því að gæta hagsmuna ólíkra kynslóða er mikilvægt að hafa í huga að ungt fólk og eldra fólk er ekki í eðli sínu ólíkt, heldur eru þetta við sjálf á mismunandi ævistigum. Það er því óþarft að líta á hagsmunagæslu fyrir einn hóp sem andstæða öðrum, heldur snýst þetta um að við höfum mismunandi þarfir á ólíkum æviskeiðum. Stefnumótun VR þarf að taka mið af því. Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars nk.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun