Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar 14. febrúar 2025 13:30 Merki um öryggi (e. Signs of safety) er viðurkennt verklag í barnavernd sem miðar að því að valdefla börn og foreldra og draga úr þörf á íþyngjandi inngripum. Um er að ræða gagnreynda hugmyndafræði, verkfæri og samræmt verklag sem fagaðilar um allan heim nota með góðum árangri í þjónustu við börn og fjölskyldur. Á Íslandi starfa um það bil 140 fagaðilar í barnaverndarþjónustu í þágu barna og fjölskyldna. Þessi hópur leggur sig daglega fram við að aðstoða börn og fjölskyldur við að tryggja öryggi og vellíðan barna á heimilum. Öll börn eiga rétt á að lifa áhyggjulausu lífi og alast upp við þroskavænar aðstæður. Hlutverk barnaverndarfagfólks og annarra aðila sem tengjast fjölskyldunni er að leiða fjölskylduna áfram í átt að þessu markmiði. Áherslan er á fyrirbyggjandi stuðning og inngrip og þannig reyna að koma í veg fyrir að þörf verði á meira íþyngjandi inngripi og úrræðum. Í framkvæmdaáætlun stjórnvalda á sviði barnaverndar fyrir árin 2023-2027 eru fjölmörg atriði sem stjórnvöld hafa sett á oddinn í málefnum barna en allar þær aðgerðir miða að því að börn séu sett í öndvegi í allri nálgun og að tryggja réttindi þeirra. Meðal verkefna er að efla og bæta verklag í barnaverndarþjónustu, með því að innleiða Merki um öryggi í verklag í allri barnavernd á Íslandi. Undirbúningur hjá Barna- og fjölskyldustofu er hafinn og mun heildræn innleiðing í barnavernd og félagsþjónustu á hugmyndafræði Merkis um öryggi hefjast á árinu 2025. Gert er ráð fyrir þriggja ára innleiðingarferli og að á tímabilinu verði verklag og áhættumat um viðbrögð á sviði barnaverndar samræmt og innleitt á landsvísu. Með nálgun Merkis um öryggi er sérstök áhersla á að efla stuðningsnet fjölskyldna, sem og að efla foreldra í uppeldishlutverki sínu og þannig draga úr þörf á langtímavistunum utan heimilis. Nálgunin er tengsla- og öryggismiðuð barnavernd þróuð og skipulögð til þess að aðstoða fjölskyldur við að tryggja raunverulegt öryggi barna til langframa. Það er ávallt gert án þess að slá af kröfum um vellíðan og öryggi barna, með því að leggja áherslu á og upphefja styrkleika sem fyrir liggja í hverri og einni fjölskyldu og með því að virkja tengslanet fjölskyldna með markvissari hætti. Meginhugsunin í hugmyndafræði Merkis um öryggi er valdefling, virðing fyrir fólki og að fjölskyldan sjálf og stuðningsnetið í samvinnu við fagfólk, sé best til þess fallin að vinna að breytingum sem skapar öryggi fyrir börn í viðkomandi fjölskyldum. Þannig er lagt upp með að byggja á fyrirliggjandi styrkleikum fjölskyldunnar, með því að efla það sem vel er gert. Sérstök áhersla er á að foreldrar og börn viti nákvæmlega hvað þarf að gerast og hver á að gera hvað til þess að öryggi sé tryggt í fjölskyldunni, svo hægt sé að ljúka afskiptum hins opinbera af málefnum fjölskyldunnar. Fagfólk nýtir skýrt samræmt verklag til að vinna eftir, ásamt hagnýtum verkfærum til að nota í daglegu starfi með börnum og foreldrum. Væntingar standa til að hugmyndafræði Merkis um öryggi, verklag og verkfæri muni leiða til samræmis í allri barnaverndarvinnslu óháð búsetu barna og fjölskyldna. Hugmyndafræði og verklag Merki um öryggi fellur vel að íslenskum lögum, sér í lagi að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og er nálgun sem eflir fjölskyldur í flóknu nútímasamfélagi. Til þess að vel takist til þarf að eiga sér stað almenn vitundarvakning og viðhorfsbreyting gagnvart barnavernd í samfélaginu, bæði hjá fagfólki, börnum, foreldrum og ekki síst almenningi. Nú er kominn tími til að „barnaverndargrýlan“ víki fyrir nútímalegri og manneskjulegri sýn á barnavernd. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur starfar sem sérfræðingur hjá Barna og fjölskyldustofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Merki um öryggi (e. Signs of safety) er viðurkennt verklag í barnavernd sem miðar að því að valdefla börn og foreldra og draga úr þörf á íþyngjandi inngripum. Um er að ræða gagnreynda hugmyndafræði, verkfæri og samræmt verklag sem fagaðilar um allan heim nota með góðum árangri í þjónustu við börn og fjölskyldur. Á Íslandi starfa um það bil 140 fagaðilar í barnaverndarþjónustu í þágu barna og fjölskyldna. Þessi hópur leggur sig daglega fram við að aðstoða börn og fjölskyldur við að tryggja öryggi og vellíðan barna á heimilum. Öll börn eiga rétt á að lifa áhyggjulausu lífi og alast upp við þroskavænar aðstæður. Hlutverk barnaverndarfagfólks og annarra aðila sem tengjast fjölskyldunni er að leiða fjölskylduna áfram í átt að þessu markmiði. Áherslan er á fyrirbyggjandi stuðning og inngrip og þannig reyna að koma í veg fyrir að þörf verði á meira íþyngjandi inngripi og úrræðum. Í framkvæmdaáætlun stjórnvalda á sviði barnaverndar fyrir árin 2023-2027 eru fjölmörg atriði sem stjórnvöld hafa sett á oddinn í málefnum barna en allar þær aðgerðir miða að því að börn séu sett í öndvegi í allri nálgun og að tryggja réttindi þeirra. Meðal verkefna er að efla og bæta verklag í barnaverndarþjónustu, með því að innleiða Merki um öryggi í verklag í allri barnavernd á Íslandi. Undirbúningur hjá Barna- og fjölskyldustofu er hafinn og mun heildræn innleiðing í barnavernd og félagsþjónustu á hugmyndafræði Merkis um öryggi hefjast á árinu 2025. Gert er ráð fyrir þriggja ára innleiðingarferli og að á tímabilinu verði verklag og áhættumat um viðbrögð á sviði barnaverndar samræmt og innleitt á landsvísu. Með nálgun Merkis um öryggi er sérstök áhersla á að efla stuðningsnet fjölskyldna, sem og að efla foreldra í uppeldishlutverki sínu og þannig draga úr þörf á langtímavistunum utan heimilis. Nálgunin er tengsla- og öryggismiðuð barnavernd þróuð og skipulögð til þess að aðstoða fjölskyldur við að tryggja raunverulegt öryggi barna til langframa. Það er ávallt gert án þess að slá af kröfum um vellíðan og öryggi barna, með því að leggja áherslu á og upphefja styrkleika sem fyrir liggja í hverri og einni fjölskyldu og með því að virkja tengslanet fjölskyldna með markvissari hætti. Meginhugsunin í hugmyndafræði Merkis um öryggi er valdefling, virðing fyrir fólki og að fjölskyldan sjálf og stuðningsnetið í samvinnu við fagfólk, sé best til þess fallin að vinna að breytingum sem skapar öryggi fyrir börn í viðkomandi fjölskyldum. Þannig er lagt upp með að byggja á fyrirliggjandi styrkleikum fjölskyldunnar, með því að efla það sem vel er gert. Sérstök áhersla er á að foreldrar og börn viti nákvæmlega hvað þarf að gerast og hver á að gera hvað til þess að öryggi sé tryggt í fjölskyldunni, svo hægt sé að ljúka afskiptum hins opinbera af málefnum fjölskyldunnar. Fagfólk nýtir skýrt samræmt verklag til að vinna eftir, ásamt hagnýtum verkfærum til að nota í daglegu starfi með börnum og foreldrum. Væntingar standa til að hugmyndafræði Merkis um öryggi, verklag og verkfæri muni leiða til samræmis í allri barnaverndarvinnslu óháð búsetu barna og fjölskyldna. Hugmyndafræði og verklag Merki um öryggi fellur vel að íslenskum lögum, sér í lagi að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og er nálgun sem eflir fjölskyldur í flóknu nútímasamfélagi. Til þess að vel takist til þarf að eiga sér stað almenn vitundarvakning og viðhorfsbreyting gagnvart barnavernd í samfélaginu, bæði hjá fagfólki, börnum, foreldrum og ekki síst almenningi. Nú er kominn tími til að „barnaverndargrýlan“ víki fyrir nútímalegri og manneskjulegri sýn á barnavernd. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur starfar sem sérfræðingur hjá Barna og fjölskyldustofu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun