Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2025 13:15 Alma Möller segir niðurstöðuna góða, skynsamlega og mikilvæga. Vísir/Einar Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur gert tillögu að breytingum á reglugerðinni á þann hátt að allir sjúkratryggðir greiði 500 krónur fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum vegna krabbameinsleitar einu sinni á ári. Gjaldið var lækkað í fyrra en Brakkasamtökin hafa gagnrýnt að konur sem þurfi reglulegt eftirlit hafi þurft að greiða meira. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að samkvæmt nýrri reglugerð gildi einu hvort myndatakan er vegna lýðgrundaðrar skimunar, eftirlits í kjölfar krabbameinsleitar eða liður í eftirliti kvenna í áhættuhópi, svo sem vegna BRCA arfgerðar. Allar konur greiði 500 krónur fyrir myndatökuna. Reglugerðin er í samráðsgátt og í samráði til lok mánaðarins. Brakkasamtökin hafa gagnrýnt fyrirkomulagið en konur með BRCA-genið hafa þurft að greiða meira fyrir skimunina en aðrir en þurfa að fara oftar í hana. „Ég hef farið vel yfir framangreind sjónarmið og átti einnig gagnlegan fund með Brakkasamtökunum 30. janúar síðastliðinn. Þau rök sem hafa verið færð fram til breytinga á gjaldtökunni tel ég mikilvæg. Ég setti því af stað vinnu í ráðuneytinu til að fara í saumana á málinu og tel okkur hafa komist að góðri og skynsamlegri niðurstöðu,“ er haft eftir Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningu um málið. Þar kemur fram að auk gagnrýni frá Brakkasamtökunum hafi ráðuneytið fengið athugasemdir frá Krabbameinsfélaginu að því er varðar konur sem þurfa á eftirliti að halda eftir meðferð vegna krabbameins í brjósti einu sinni á ári í fimm ár eftir að meðferð lýkur. Á Facebook-síðu Brakkasamtakanna er þessu fagnað. „Þetta er búið að vera eitt af stóru baráttumálum Brakkasamtakanna og frábært að þetta sé nú loks að komast í gegn,“ segir í færslu sem birt var í gær en Alma tilkynnti fyrst um þessar breytingar í ræðu á þinginu fyrr í vikunni. Gjaldið lækkað síðasta haust Gjald fyrir lýðgrundaða skimun var lækkað síðasta haust úr um sex þúsund krónum í 500 krónur til samræmis við gjald fyrir leghálskrabbameinsskimun. Greiðsluþátttaka sjúklinga fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum sem ekki er liður í lýðgrundaðri skimun hélst hins vegar óbreytt, eða um 12.500 kr. og reiknaðist það inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Í tilkynningu segir jafnframt að við mat ráðuneytisins hafi verið heilbrigðisstefnu og stefnu stjórnvalda í krabbameinsmálum. Matið hafi einnig snúið að þeim meginsjónarmiðum sem greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu byggist á, um að gæta jafnræðis gagnvart sjúklingum, óháð sjúkdómum. „Niðurstaðan er sú að forsendur séu til að gera þær breytingar sem lagðar eru til í meðfylgjandi drögum að reglugerð. Réttur sjúkratryggðra til að greiða 500 kr. fyrir röntgenmyndatöku vegna krabbameinsleitar í brjóstum verði þannig rýmkaður og taki ekki aðeins til lýðgrundaðrar skimunar líkt og áður, heldur gildi jafnt um alla sjúkratryggða, að hámarki einu sinni á ári,“ segir að lokum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Jafnréttismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að samkvæmt nýrri reglugerð gildi einu hvort myndatakan er vegna lýðgrundaðrar skimunar, eftirlits í kjölfar krabbameinsleitar eða liður í eftirliti kvenna í áhættuhópi, svo sem vegna BRCA arfgerðar. Allar konur greiði 500 krónur fyrir myndatökuna. Reglugerðin er í samráðsgátt og í samráði til lok mánaðarins. Brakkasamtökin hafa gagnrýnt fyrirkomulagið en konur með BRCA-genið hafa þurft að greiða meira fyrir skimunina en aðrir en þurfa að fara oftar í hana. „Ég hef farið vel yfir framangreind sjónarmið og átti einnig gagnlegan fund með Brakkasamtökunum 30. janúar síðastliðinn. Þau rök sem hafa verið færð fram til breytinga á gjaldtökunni tel ég mikilvæg. Ég setti því af stað vinnu í ráðuneytinu til að fara í saumana á málinu og tel okkur hafa komist að góðri og skynsamlegri niðurstöðu,“ er haft eftir Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningu um málið. Þar kemur fram að auk gagnrýni frá Brakkasamtökunum hafi ráðuneytið fengið athugasemdir frá Krabbameinsfélaginu að því er varðar konur sem þurfa á eftirliti að halda eftir meðferð vegna krabbameins í brjósti einu sinni á ári í fimm ár eftir að meðferð lýkur. Á Facebook-síðu Brakkasamtakanna er þessu fagnað. „Þetta er búið að vera eitt af stóru baráttumálum Brakkasamtakanna og frábært að þetta sé nú loks að komast í gegn,“ segir í færslu sem birt var í gær en Alma tilkynnti fyrst um þessar breytingar í ræðu á þinginu fyrr í vikunni. Gjaldið lækkað síðasta haust Gjald fyrir lýðgrundaða skimun var lækkað síðasta haust úr um sex þúsund krónum í 500 krónur til samræmis við gjald fyrir leghálskrabbameinsskimun. Greiðsluþátttaka sjúklinga fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum sem ekki er liður í lýðgrundaðri skimun hélst hins vegar óbreytt, eða um 12.500 kr. og reiknaðist það inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Í tilkynningu segir jafnframt að við mat ráðuneytisins hafi verið heilbrigðisstefnu og stefnu stjórnvalda í krabbameinsmálum. Matið hafi einnig snúið að þeim meginsjónarmiðum sem greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu byggist á, um að gæta jafnræðis gagnvart sjúklingum, óháð sjúkdómum. „Niðurstaðan er sú að forsendur séu til að gera þær breytingar sem lagðar eru til í meðfylgjandi drögum að reglugerð. Réttur sjúkratryggðra til að greiða 500 kr. fyrir röntgenmyndatöku vegna krabbameinsleitar í brjóstum verði þannig rýmkaður og taki ekki aðeins til lýðgrundaðrar skimunar líkt og áður, heldur gildi jafnt um alla sjúkratryggða, að hámarki einu sinni á ári,“ segir að lokum.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Jafnréttismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira