Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 10:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í gær. AP/Ben Curtis Yfirmönnum opinberra stofnana í Bandaríkjunum hefur verið sagt að segja upp svo gott sem öllum nýjum starfsmönnum. Sumum yfirmannanna var sömuleiðis tilkynnt að frekari uppsagnir væru í vændum. Nánast allir opinberir starfsmenn sem hafa unnið í opinbera geiranum í minna tvö ár, og njóta því ekki þeirrar hefðbundnu verndar frá brottrekstri sem flestir opinberir starfsmenn njóta, verða reknir. AP fréttaveitan segir að mögulega sé um nokkur hundruð þúsund manns að ræða. Opinber gögn sýna að í mars 2024 höfðu um það bil 220 þúsund opinberir starfsmenn unnið minna en ár í opinbera geiranum, þar sem um 2,4 milljónir manna vinna. Er herinn og pósturinn ekki talinn með. Heimildarmenn Washington Post segja að allt að tvö hundruð þúsund manns standi frammi fyrir brottrekstri. Þetta er í kjölfar þess að Donald Trump, forseti, skrifaði á þriðjudaginn undir forsetatilskipun um umfangsmikla fækkun opinberra starfsmanna. Aðgerðir Trumps í upphafi kjörtímabilsins ríma mjög við hið umdeilda plagg sem kallast Project 2025, sem er í einföldu máli sagt áherslulisti og leiðarvísir um það að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur farið fremstur í fylkingu þegar kemur að þessum niðurskurði og hefur kallað eftir því opinberum stofnunum verði alfarið lokað. Það að fækka opinberum starfsmönnum um fjórðung myndi draga úr opinberum fjárútlátum um um það bil eitt prósent af heildarútlátum. AP hefur eftir forsvarsmanni stórs verkalýðsfélags opinberra starfsmanna vestanhafs að ríkisstjórn Trumps sé að misnota vald sitt varðandi nýja starfsmenn. Ekki sé verið að reka starfsmennina vegna þess hvernig þeir standa sig í starfi, heldur sé það eingöngu vegna þess þeir hafi verið ráðnir áður en Trump tók við völdum. Þá hefur Washington Post eftir fólki sem fékk reisupassann í gær að þau hafi fengið tölvupóst um að frammistaða þeirra hefði ekki verið nægilega góð til að halda þeim í vinnu, þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið gagnrýnd fyrir slæma frammistöðu. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30 Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. 13. febrúar 2025 11:06 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Nánast allir opinberir starfsmenn sem hafa unnið í opinbera geiranum í minna tvö ár, og njóta því ekki þeirrar hefðbundnu verndar frá brottrekstri sem flestir opinberir starfsmenn njóta, verða reknir. AP fréttaveitan segir að mögulega sé um nokkur hundruð þúsund manns að ræða. Opinber gögn sýna að í mars 2024 höfðu um það bil 220 þúsund opinberir starfsmenn unnið minna en ár í opinbera geiranum, þar sem um 2,4 milljónir manna vinna. Er herinn og pósturinn ekki talinn með. Heimildarmenn Washington Post segja að allt að tvö hundruð þúsund manns standi frammi fyrir brottrekstri. Þetta er í kjölfar þess að Donald Trump, forseti, skrifaði á þriðjudaginn undir forsetatilskipun um umfangsmikla fækkun opinberra starfsmanna. Aðgerðir Trumps í upphafi kjörtímabilsins ríma mjög við hið umdeilda plagg sem kallast Project 2025, sem er í einföldu máli sagt áherslulisti og leiðarvísir um það að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur farið fremstur í fylkingu þegar kemur að þessum niðurskurði og hefur kallað eftir því opinberum stofnunum verði alfarið lokað. Það að fækka opinberum starfsmönnum um fjórðung myndi draga úr opinberum fjárútlátum um um það bil eitt prósent af heildarútlátum. AP hefur eftir forsvarsmanni stórs verkalýðsfélags opinberra starfsmanna vestanhafs að ríkisstjórn Trumps sé að misnota vald sitt varðandi nýja starfsmenn. Ekki sé verið að reka starfsmennina vegna þess hvernig þeir standa sig í starfi, heldur sé það eingöngu vegna þess þeir hafi verið ráðnir áður en Trump tók við völdum. Þá hefur Washington Post eftir fólki sem fékk reisupassann í gær að þau hafi fengið tölvupóst um að frammistaða þeirra hefði ekki verið nægilega góð til að halda þeim í vinnu, þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið gagnrýnd fyrir slæma frammistöðu.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30 Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. 13. febrúar 2025 11:06 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38
RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30
Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. 13. febrúar 2025 11:06