Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Aron Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2025 08:01 Michael Schumacher, einn allra besti ökuþór allra tíma Vísir/getty Þrír menn hafa verið dæmdir í Þýskalandi fyrir að hafa reynt að kúga fé frá fjölskyldu Formúlu 1 goðsagnarinnar Michael Schumacher með því að hóta því að birta viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrám hans sem og myndir af honum. Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, lenti í skíðaslysi árið 2013 í Ölpunum. Michael, sem er án efa þekktasta nafn í sögu Formúlu 1 hélt einkalífi sínu alltaf utan kastljóss fjölmiðla á meðan á ferli hans í Formúlu 1 stóð og hefur fjölskylda hans haldið í það fyrirkomulag eftir að Michael lenti í slysinu.Því er lítið vitað um stöðuna á þýska ökuþórnum og í raun ekkert spurst til hans frá árinu 2013. Það var fyrrverandi lífvörður Michael Schumacher, maður að nafni Markus Fritsche, sem fékk nokkra harða diska í hendurnar með afriti af sjúkraskrám Schumacher sem og yfir 1500 myndir og myndskeið af honum. Efninu hafði verið stolið af tölvu og ekki er vitað hvar einn af umræddum hörðu diskum er niður kominn í dag. Fritsche kom hörðu diskunum á mann að nafni Yilmaz Tozturkan sem fékk það verkefni að reyna að hafa fé af Schumacher fjölskyldunni með því að hóta þeim því að gögnin yrðu birt opinberlega. Yilmaz Tozturkan fékk þriggja ára fangelsisdóm, sonur hans Daniel Lins sen var með í ráðum fékk sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Fritsche sjálfur fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Yilmaz, sem sat nú þegar af sér annan dóm í fangelsi þegar að umræddur dómur var kveðinn upp, þvertekur fyrir það að hafa reynt að kúga fé af Schumacher fjölskyldunni: „Þetta var bara viðskiptatilboð sem ég bauð þeim,“ sagði hann er hann bar vitni í dómssal en áður en dómur var kveðinn upp sagðist hann iðrast gjörða sinna. „Mér þykir þetta leitt, ég skammast mín. Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð á mínum gjörðum.“ Schumacher fjölskyldan ætlar hins vegar ekki að una niðurstöðu dómstóla sem hún telur afar væga. Til skoðunar er að áfrýja dómnum. „Við unum ekki niðurstöðu dómstólsins. Þið getið fullvissað ykkur um að við munum kanna allar lagalegar leiðir í framhaldinu,“ lét Thilo Damm, verjandi Schumacher fjölskyldunnar hafa eftir sér. „Við vitum ekki hvar einn af hörðu diskunum er í dag og því er til staðar þá möguleiki að önnur hótun berist.“ Skíðaslys Michael Schumacher Akstursíþróttir Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, lenti í skíðaslysi árið 2013 í Ölpunum. Michael, sem er án efa þekktasta nafn í sögu Formúlu 1 hélt einkalífi sínu alltaf utan kastljóss fjölmiðla á meðan á ferli hans í Formúlu 1 stóð og hefur fjölskylda hans haldið í það fyrirkomulag eftir að Michael lenti í slysinu.Því er lítið vitað um stöðuna á þýska ökuþórnum og í raun ekkert spurst til hans frá árinu 2013. Það var fyrrverandi lífvörður Michael Schumacher, maður að nafni Markus Fritsche, sem fékk nokkra harða diska í hendurnar með afriti af sjúkraskrám Schumacher sem og yfir 1500 myndir og myndskeið af honum. Efninu hafði verið stolið af tölvu og ekki er vitað hvar einn af umræddum hörðu diskum er niður kominn í dag. Fritsche kom hörðu diskunum á mann að nafni Yilmaz Tozturkan sem fékk það verkefni að reyna að hafa fé af Schumacher fjölskyldunni með því að hóta þeim því að gögnin yrðu birt opinberlega. Yilmaz Tozturkan fékk þriggja ára fangelsisdóm, sonur hans Daniel Lins sen var með í ráðum fékk sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Fritsche sjálfur fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Yilmaz, sem sat nú þegar af sér annan dóm í fangelsi þegar að umræddur dómur var kveðinn upp, þvertekur fyrir það að hafa reynt að kúga fé af Schumacher fjölskyldunni: „Þetta var bara viðskiptatilboð sem ég bauð þeim,“ sagði hann er hann bar vitni í dómssal en áður en dómur var kveðinn upp sagðist hann iðrast gjörða sinna. „Mér þykir þetta leitt, ég skammast mín. Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð á mínum gjörðum.“ Schumacher fjölskyldan ætlar hins vegar ekki að una niðurstöðu dómstóla sem hún telur afar væga. Til skoðunar er að áfrýja dómnum. „Við unum ekki niðurstöðu dómstólsins. Þið getið fullvissað ykkur um að við munum kanna allar lagalegar leiðir í framhaldinu,“ lét Thilo Damm, verjandi Schumacher fjölskyldunnar hafa eftir sér. „Við vitum ekki hvar einn af hörðu diskunum er í dag og því er til staðar þá möguleiki að önnur hótun berist.“
Skíðaslys Michael Schumacher Akstursíþróttir Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira