Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2025 11:06 Renee Fleming er meðal þeirra listamanna sem hafa sagt skilið við miðstöðina eftir að Trump tók yfir. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. Þá hefur forseti miðstöðvarinnar, Deborah Rutter, verið látin fara. Vendingarnar hafa valdið töluverðu fjaðrafoki vestanhafs og listamenn sagt sig frá miðstöðinni. „Við tókum yfir Kennedy listamiðstöðina. Okkur líkaði ekki hvað þau voru að sýna og annað,“ sagði Trump á mánudaginn. „Ég ætla að verða stjórnarformaður og við ætlum að tryggja að þetta verði gott og ekki woke. Það verður ekkert meira woke í þessu landi,“ bætti hann við. „Woke“ má þýða sem „árvekni“ á íslensku en það hefur verið notað um það ástand að vera meðvitaður um óréttlæti í samfélaginu, til dæmis gagnvart minnihlutahópum, og hefur á síðustu árum mikið verið notað af íhaldsmönnum sem níðyrði. Kennedy listamiðstöðin var opnuð árið 1971, í minningu John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Miðstöðin hefur verið afar virk og virt í listalífinu vestanhafs. Hingað til hefur þótt takast nokkuð vel að viðhalda pólitísku jafnvægi í stjórn miðstöðvarinnar. Trump greip hins vegar til þess í vikunni að skipa fjölda náinna samstarfsmanna sinna í stjórnina, til að mynda Dan Scavino og Sergio Gor, starfsmannastjórann sinn Susie Wiles og eiginkonur varaforsetans og viðskiptaráðherrans, þær Ushu Vance og Allison Lutnick. Þá fól hann Ric Grenell, sem sinnir nokkrum hlutverkum innan stjórnar Trump, til að fara með stjórn miðstöðvarinnar þar til ráðið verður í stað Rutter. Óperusöngkonan Renee Fleming og tónlistarmaðurinn Ben Folds eru meðal þeirra sem hafa ákveðið að hætta hjá miðstöðinni vegna breytinganna en bæði voru listrænir ráðgjafar. Þá hefur Shonda Rhimes, höfundur og framleiðandi þátta á borð við Grey's Anatomy, Scandal, How to Get Away with Murder og Bridgerton ákveðið að segja sig úr stjórninni. Bandaríkin Donald Trump Menning Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Þá hefur forseti miðstöðvarinnar, Deborah Rutter, verið látin fara. Vendingarnar hafa valdið töluverðu fjaðrafoki vestanhafs og listamenn sagt sig frá miðstöðinni. „Við tókum yfir Kennedy listamiðstöðina. Okkur líkaði ekki hvað þau voru að sýna og annað,“ sagði Trump á mánudaginn. „Ég ætla að verða stjórnarformaður og við ætlum að tryggja að þetta verði gott og ekki woke. Það verður ekkert meira woke í þessu landi,“ bætti hann við. „Woke“ má þýða sem „árvekni“ á íslensku en það hefur verið notað um það ástand að vera meðvitaður um óréttlæti í samfélaginu, til dæmis gagnvart minnihlutahópum, og hefur á síðustu árum mikið verið notað af íhaldsmönnum sem níðyrði. Kennedy listamiðstöðin var opnuð árið 1971, í minningu John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Miðstöðin hefur verið afar virk og virt í listalífinu vestanhafs. Hingað til hefur þótt takast nokkuð vel að viðhalda pólitísku jafnvægi í stjórn miðstöðvarinnar. Trump greip hins vegar til þess í vikunni að skipa fjölda náinna samstarfsmanna sinna í stjórnina, til að mynda Dan Scavino og Sergio Gor, starfsmannastjórann sinn Susie Wiles og eiginkonur varaforsetans og viðskiptaráðherrans, þær Ushu Vance og Allison Lutnick. Þá fól hann Ric Grenell, sem sinnir nokkrum hlutverkum innan stjórnar Trump, til að fara með stjórn miðstöðvarinnar þar til ráðið verður í stað Rutter. Óperusöngkonan Renee Fleming og tónlistarmaðurinn Ben Folds eru meðal þeirra sem hafa ákveðið að hætta hjá miðstöðinni vegna breytinganna en bæði voru listrænir ráðgjafar. Þá hefur Shonda Rhimes, höfundur og framleiðandi þátta á borð við Grey's Anatomy, Scandal, How to Get Away with Murder og Bridgerton ákveðið að segja sig úr stjórninni.
Bandaríkin Donald Trump Menning Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“