„Kryddpíur“ í formlegt samtal Elín Margrét Böðvarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 12. febrúar 2025 14:58 Oddvitar flokkanna fimm við Tjörnina. aðsend Fimm stjórnmálaflokkar hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sendir fyrir hönd oddvita VG, Sósíalista, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins. Ekkert hefur verið rætt um það enn hver yrði mögulegt borgarstjóraefni. „Fimm flokkar í borgarstjórn Reykjavíkur hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf á nýjum grunni. Markmið okkar er að setja velferð og lífskjör allra Reykvíkinga í forgrunn. Við ætlum að vanda vel til verka og munum upplýsa um gang mála eftir því sem vinnan þróast,“ segir í tilkynningu. Undir tilkynninguna rita Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins og Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar. Tekið er sérstaklega fram að röð nafna þeirra sem rita undir tilkynninguna sé „slembivalin“. Líkt og kunnugt er sleit Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata síðastliðið föstudagskvöld. Þá lá í loftinu að Einar myndi hefja viðræður við Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Flokk fólksins um myndun nýs meirihluta. Sá möguleiki var þó fljótlega úr sögunni þegar Flokkur fólksins lýsti því yfir strax á laugardag að flokkurinn myndi ekki taka þátt í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Biðja um vinnufrið Líf Magneudóttir var í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Bylgjunnar klukkan þrjú þar sem hún sagði óformlegar viðræður flokkanna hafa leitt í ljós að þeir eigi marga sameiginlega samstarfsfleti. „Við göngum í takt í stóru málunum þannig að það er það sem að við höfum verið að þreifa á núna í gær og í fyrradag. Þannig við viljum láta á það reyna hvort að við getum ekki búið til öflugan samstarfsflöt og dregið þá fram verkefni sem eru í þágu borgarbúa,“ segir Líf. Núna hefjist vinna við að greina verkefnin, draga upp málaflokkana og hverju flokkarnir vilji breyta í þágu borgarbúa. Hún segir erfitt að segja til um hve langan tíma oddvitarnir muni taka sér í viðræðurnar. „En við biðjum að minnsta kosti um smá frið á meðan við erum að leggja þetta fyrir framan okkur og lista upp verkefni. Við ætlum að heyra í fólki líka þannig þetta allt hefur sinn tíma og verður að fá þann tíma sem þetta þarf,“ segir Líf. Engir titlar verið ræddir Spurð hvort komið hafi til tals hver taki við embætti borgarstjóra segir Líf það vera enn algjörlega óráðið og ekki í forgangi að finna út úr því. „Við höfum ekkert rætt það. Þetta eru bara málefnin sem við höfum verið að tala um, engir titlar. Við erum ekkert að flækja það eitthvað fyrir okkur. Það er bara fyrst og fremst að koma á stöðugleika í Reykjavík, af því það er gott fyrir okkur öll og svo finnum við út úr rest.“ Líf lagði það að gamni til í gær, þegar fréttamaður Rúv spurði hvað ætti að kalla meirihlutasamstarfið undir stjórn oddvitanna fimm, að tala um Kryddpíurnar. Líf greindi einmitt frá því að ljúffengt og heimabakað kryddbrauð hafi verið á boðstólum á heimili Heiðu Bjargar þar sem oddvitarnir áttu óformlegan fund um mögulegar meirihluta. Hvort flokkarnir nái saman og hvort nafnið festist í sessi mun tíminn einn leiða í ljós. Fréttin hefur verið uppfærð. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Fimm flokkar í borgarstjórn Reykjavíkur hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf á nýjum grunni. Markmið okkar er að setja velferð og lífskjör allra Reykvíkinga í forgrunn. Við ætlum að vanda vel til verka og munum upplýsa um gang mála eftir því sem vinnan þróast,“ segir í tilkynningu. Undir tilkynninguna rita Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins og Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar. Tekið er sérstaklega fram að röð nafna þeirra sem rita undir tilkynninguna sé „slembivalin“. Líkt og kunnugt er sleit Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata síðastliðið föstudagskvöld. Þá lá í loftinu að Einar myndi hefja viðræður við Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Flokk fólksins um myndun nýs meirihluta. Sá möguleiki var þó fljótlega úr sögunni þegar Flokkur fólksins lýsti því yfir strax á laugardag að flokkurinn myndi ekki taka þátt í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Biðja um vinnufrið Líf Magneudóttir var í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Bylgjunnar klukkan þrjú þar sem hún sagði óformlegar viðræður flokkanna hafa leitt í ljós að þeir eigi marga sameiginlega samstarfsfleti. „Við göngum í takt í stóru málunum þannig að það er það sem að við höfum verið að þreifa á núna í gær og í fyrradag. Þannig við viljum láta á það reyna hvort að við getum ekki búið til öflugan samstarfsflöt og dregið þá fram verkefni sem eru í þágu borgarbúa,“ segir Líf. Núna hefjist vinna við að greina verkefnin, draga upp málaflokkana og hverju flokkarnir vilji breyta í þágu borgarbúa. Hún segir erfitt að segja til um hve langan tíma oddvitarnir muni taka sér í viðræðurnar. „En við biðjum að minnsta kosti um smá frið á meðan við erum að leggja þetta fyrir framan okkur og lista upp verkefni. Við ætlum að heyra í fólki líka þannig þetta allt hefur sinn tíma og verður að fá þann tíma sem þetta þarf,“ segir Líf. Engir titlar verið ræddir Spurð hvort komið hafi til tals hver taki við embætti borgarstjóra segir Líf það vera enn algjörlega óráðið og ekki í forgangi að finna út úr því. „Við höfum ekkert rætt það. Þetta eru bara málefnin sem við höfum verið að tala um, engir titlar. Við erum ekkert að flækja það eitthvað fyrir okkur. Það er bara fyrst og fremst að koma á stöðugleika í Reykjavík, af því það er gott fyrir okkur öll og svo finnum við út úr rest.“ Líf lagði það að gamni til í gær, þegar fréttamaður Rúv spurði hvað ætti að kalla meirihlutasamstarfið undir stjórn oddvitanna fimm, að tala um Kryddpíurnar. Líf greindi einmitt frá því að ljúffengt og heimabakað kryddbrauð hafi verið á boðstólum á heimili Heiðu Bjargar þar sem oddvitarnir áttu óformlegan fund um mögulegar meirihluta. Hvort flokkarnir nái saman og hvort nafnið festist í sessi mun tíminn einn leiða í ljós. Fréttin hefur verið uppfærð.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira