Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2025 08:51 „Vantar þig aðstoð með barn? Sendu skilaboð. Ég get hjálpað hvar sem ér á Bretlandi,“ auglýsir Albon á Instargram, þar sem hann kallar sig „joe_donor_uk“ og birtir einnig fjölmiðlaumfjöllun um sjálfan sig. Instagram/Robert Charles Albon Dómari á Bretlandseyjum samþykkti beiðni mæðra barns um að dómur í máli þeirra yrði birtur og líffræðilegur faðir barnsins nafngreindur, til að vara aðrar konur við bæði manninum sjálfum og sæðisgjöfum utan regluverks almennt. Málið er þannig vaxið að konurnar þáðu sæði frá manni að nafni Robert Charles Albon, sem auglýsir þjónustu sína á samfélagsmiðlum og segist hafa feðrað 180 börn út um allan heim. Albon auglýsti að það væri undir foreldrum barnsins komið hvort einhver samskipti yrðu á milli hans og barnsins en höfðaði svo mál þar sem hann krafðist feðrunar, umgengni og nafnabreytingar. Málareksturinn tók tvö ár og hafði veruleg áhrif á mæðurnar. Álagið varð meðal annars til þess að það slitnaði upp úr sambandi þeirra. Þrátt fyrir að málið væri tekið fyrir hjá fjölskyldudómstól, þar sem leynd ríkir almennt um atriði máls, fóru báðar mæðurnar fram á að dómurinn yrði birtur og sæðisgjafinn nafngreindur. Dómarinn, Jonathan Furness, féllst á ósk mæðranna og sagði það meðal annars hafa ráðið ákvörðun sinni að hann vildi vara aðra foreldra við Albon og við sæðisgjöfum utan regluverksins almennt. Hann komst að þeirri niðurstöðua að Albon, sem er bandarískur, hefði líklega höfðað málið í viðleitni til að fá að dvelja áfram á Bretlandseyjum og hafnaði kröfum hans. Flestar stöðvar sem bjóða upp á aðstoð við getnað setja takmörk á fjölda barna sem hver sæðisgjafi getur eignast, oft tíu eða færri börn. Engin leið er hins vegar til að hafa stjórn á því hversu mörg börn verða til þegar foreldrar ákveða að þiggja sæði „utan kerfis“ og þá geta fjölmörg lagaleg álitaefni komið upp. Albon hefur sagt að hann hyggist halda ótrauður áfram gjafastarfsemi sinni. Fjallað er um haftalausar sæðisgjafir í þáttunum The Man With 1.000 Kids, sem sýndir eru á Netflix. Þar er sagt frá Hollendingnum Jonathan Jacob Meijer, sem er talinn hafa feðrað allt að þúsund börn. Frjósemi Bretland Börn og uppeldi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Málið er þannig vaxið að konurnar þáðu sæði frá manni að nafni Robert Charles Albon, sem auglýsir þjónustu sína á samfélagsmiðlum og segist hafa feðrað 180 börn út um allan heim. Albon auglýsti að það væri undir foreldrum barnsins komið hvort einhver samskipti yrðu á milli hans og barnsins en höfðaði svo mál þar sem hann krafðist feðrunar, umgengni og nafnabreytingar. Málareksturinn tók tvö ár og hafði veruleg áhrif á mæðurnar. Álagið varð meðal annars til þess að það slitnaði upp úr sambandi þeirra. Þrátt fyrir að málið væri tekið fyrir hjá fjölskyldudómstól, þar sem leynd ríkir almennt um atriði máls, fóru báðar mæðurnar fram á að dómurinn yrði birtur og sæðisgjafinn nafngreindur. Dómarinn, Jonathan Furness, féllst á ósk mæðranna og sagði það meðal annars hafa ráðið ákvörðun sinni að hann vildi vara aðra foreldra við Albon og við sæðisgjöfum utan regluverksins almennt. Hann komst að þeirri niðurstöðua að Albon, sem er bandarískur, hefði líklega höfðað málið í viðleitni til að fá að dvelja áfram á Bretlandseyjum og hafnaði kröfum hans. Flestar stöðvar sem bjóða upp á aðstoð við getnað setja takmörk á fjölda barna sem hver sæðisgjafi getur eignast, oft tíu eða færri börn. Engin leið er hins vegar til að hafa stjórn á því hversu mörg börn verða til þegar foreldrar ákveða að þiggja sæði „utan kerfis“ og þá geta fjölmörg lagaleg álitaefni komið upp. Albon hefur sagt að hann hyggist halda ótrauður áfram gjafastarfsemi sinni. Fjallað er um haftalausar sæðisgjafir í þáttunum The Man With 1.000 Kids, sem sýndir eru á Netflix. Þar er sagt frá Hollendingnum Jonathan Jacob Meijer, sem er talinn hafa feðrað allt að þúsund börn.
Frjósemi Bretland Börn og uppeldi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira