Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2025 08:51 „Vantar þig aðstoð með barn? Sendu skilaboð. Ég get hjálpað hvar sem ér á Bretlandi,“ auglýsir Albon á Instargram, þar sem hann kallar sig „joe_donor_uk“ og birtir einnig fjölmiðlaumfjöllun um sjálfan sig. Instagram/Robert Charles Albon Dómari á Bretlandseyjum samþykkti beiðni mæðra barns um að dómur í máli þeirra yrði birtur og líffræðilegur faðir barnsins nafngreindur, til að vara aðrar konur við bæði manninum sjálfum og sæðisgjöfum utan regluverks almennt. Málið er þannig vaxið að konurnar þáðu sæði frá manni að nafni Robert Charles Albon, sem auglýsir þjónustu sína á samfélagsmiðlum og segist hafa feðrað 180 börn út um allan heim. Albon auglýsti að það væri undir foreldrum barnsins komið hvort einhver samskipti yrðu á milli hans og barnsins en höfðaði svo mál þar sem hann krafðist feðrunar, umgengni og nafnabreytingar. Málareksturinn tók tvö ár og hafði veruleg áhrif á mæðurnar. Álagið varð meðal annars til þess að það slitnaði upp úr sambandi þeirra. Þrátt fyrir að málið væri tekið fyrir hjá fjölskyldudómstól, þar sem leynd ríkir almennt um atriði máls, fóru báðar mæðurnar fram á að dómurinn yrði birtur og sæðisgjafinn nafngreindur. Dómarinn, Jonathan Furness, féllst á ósk mæðranna og sagði það meðal annars hafa ráðið ákvörðun sinni að hann vildi vara aðra foreldra við Albon og við sæðisgjöfum utan regluverksins almennt. Hann komst að þeirri niðurstöðua að Albon, sem er bandarískur, hefði líklega höfðað málið í viðleitni til að fá að dvelja áfram á Bretlandseyjum og hafnaði kröfum hans. Flestar stöðvar sem bjóða upp á aðstoð við getnað setja takmörk á fjölda barna sem hver sæðisgjafi getur eignast, oft tíu eða færri börn. Engin leið er hins vegar til að hafa stjórn á því hversu mörg börn verða til þegar foreldrar ákveða að þiggja sæði „utan kerfis“ og þá geta fjölmörg lagaleg álitaefni komið upp. Albon hefur sagt að hann hyggist halda ótrauður áfram gjafastarfsemi sinni. Fjallað er um haftalausar sæðisgjafir í þáttunum The Man With 1.000 Kids, sem sýndir eru á Netflix. Þar er sagt frá Hollendingnum Jonathan Jacob Meijer, sem er talinn hafa feðrað allt að þúsund börn. Frjósemi Bretland Börn og uppeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Málið er þannig vaxið að konurnar þáðu sæði frá manni að nafni Robert Charles Albon, sem auglýsir þjónustu sína á samfélagsmiðlum og segist hafa feðrað 180 börn út um allan heim. Albon auglýsti að það væri undir foreldrum barnsins komið hvort einhver samskipti yrðu á milli hans og barnsins en höfðaði svo mál þar sem hann krafðist feðrunar, umgengni og nafnabreytingar. Málareksturinn tók tvö ár og hafði veruleg áhrif á mæðurnar. Álagið varð meðal annars til þess að það slitnaði upp úr sambandi þeirra. Þrátt fyrir að málið væri tekið fyrir hjá fjölskyldudómstól, þar sem leynd ríkir almennt um atriði máls, fóru báðar mæðurnar fram á að dómurinn yrði birtur og sæðisgjafinn nafngreindur. Dómarinn, Jonathan Furness, féllst á ósk mæðranna og sagði það meðal annars hafa ráðið ákvörðun sinni að hann vildi vara aðra foreldra við Albon og við sæðisgjöfum utan regluverksins almennt. Hann komst að þeirri niðurstöðua að Albon, sem er bandarískur, hefði líklega höfðað málið í viðleitni til að fá að dvelja áfram á Bretlandseyjum og hafnaði kröfum hans. Flestar stöðvar sem bjóða upp á aðstoð við getnað setja takmörk á fjölda barna sem hver sæðisgjafi getur eignast, oft tíu eða færri börn. Engin leið er hins vegar til að hafa stjórn á því hversu mörg börn verða til þegar foreldrar ákveða að þiggja sæði „utan kerfis“ og þá geta fjölmörg lagaleg álitaefni komið upp. Albon hefur sagt að hann hyggist halda ótrauður áfram gjafastarfsemi sinni. Fjallað er um haftalausar sæðisgjafir í þáttunum The Man With 1.000 Kids, sem sýndir eru á Netflix. Þar er sagt frá Hollendingnum Jonathan Jacob Meijer, sem er talinn hafa feðrað allt að þúsund börn.
Frjósemi Bretland Börn og uppeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira