Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. febrúar 2025 20:59 Valdímír Pútín og Donald Trump funduðu saman árið 2019. Þjóðaröryggisráðgjafi Trump segir samband Rússa og Bandaríkjamanna fara batnandi. Mikhail Svetlov/Getty Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur yfirgefið rússneska lofthelgi með Fogel og eru þeir nú á leið til Bandaríkjanna þar sem sögukennarinn frá Pennsylvaníu mun sameinast fjölskyldu sinni á ný. Fogel var handtekinn í ágúst 2021 og var að afplána fjórtán ára dóm. Fjölskylda Fogel hefur haldið því fram að hann hafi einungis verið að ferðast með maíjúana sem hann hafði fengið áskrifað hjá lækni. Ríkisstjórn Biden lýsti því yfir í desember að fangelsun Fogel væri ólögmæt. Marc Fogel er sögukennari frá Pennsylvaníu sem hefur verið í rússnesku fangelsi frá 2021. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði Bandaríkin og Rússland hafa „samið um skipti“ til að tryggja frelsun Fogel. Hann greindi hins vegar ekki frá því hvað Bandaríkin þyrftu að láta af hendi. Gegnum tíðina hefur verið samið um frelsun rússneskra fanga eða fanga frá bandalagsþjóðum þeirra í staðinn. Waltz sagði þróunina merki um að þjóðirnar séu að færast í rétta átt að því „að binda enda á hrottafengið og hræðilegt stríðið í Úkraínu.“ Trump hefur lýst því ítrekað yfir að hann hyggist binda enda á stríðið. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um frelsun Fogel. Hálft ár liðið frá sögulegum fangaskiptum Ein umfangsmestu fangaskipti milli Rússlands og vestrænna ríkja áttu sér stað í ágúst síðastliðnum. Sextán fangar í rússneskum fangelsum voru frelsaðir í skiptum fyrir átta Rússa sem sátu í fangelsum í Bandaríkjunum og Evrópu. Meðal þeirra sem var sleppt úr haldi var Evan Gershkovich, blaðamaður Wall Street Journal, sem var handtekinn 2023 og síðar dæmdur fyrir njósnir í Rússlandi. Enn er fjöldi Bandaríkjamann í haldi í rússneskum fangelsum Þar á meðal hinn bandarísk-rússneska Ksenia Khavana, sem var dæmd í tólf ára fangelsi fyrir landráð í ágúst 2024. Hún hafði styrkt úkraínskt góðgerðarfélag um 52 Bandaríkjadali (um 7 þúsund krónur). Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur yfirgefið rússneska lofthelgi með Fogel og eru þeir nú á leið til Bandaríkjanna þar sem sögukennarinn frá Pennsylvaníu mun sameinast fjölskyldu sinni á ný. Fogel var handtekinn í ágúst 2021 og var að afplána fjórtán ára dóm. Fjölskylda Fogel hefur haldið því fram að hann hafi einungis verið að ferðast með maíjúana sem hann hafði fengið áskrifað hjá lækni. Ríkisstjórn Biden lýsti því yfir í desember að fangelsun Fogel væri ólögmæt. Marc Fogel er sögukennari frá Pennsylvaníu sem hefur verið í rússnesku fangelsi frá 2021. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði Bandaríkin og Rússland hafa „samið um skipti“ til að tryggja frelsun Fogel. Hann greindi hins vegar ekki frá því hvað Bandaríkin þyrftu að láta af hendi. Gegnum tíðina hefur verið samið um frelsun rússneskra fanga eða fanga frá bandalagsþjóðum þeirra í staðinn. Waltz sagði þróunina merki um að þjóðirnar séu að færast í rétta átt að því „að binda enda á hrottafengið og hræðilegt stríðið í Úkraínu.“ Trump hefur lýst því ítrekað yfir að hann hyggist binda enda á stríðið. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um frelsun Fogel. Hálft ár liðið frá sögulegum fangaskiptum Ein umfangsmestu fangaskipti milli Rússlands og vestrænna ríkja áttu sér stað í ágúst síðastliðnum. Sextán fangar í rússneskum fangelsum voru frelsaðir í skiptum fyrir átta Rússa sem sátu í fangelsum í Bandaríkjunum og Evrópu. Meðal þeirra sem var sleppt úr haldi var Evan Gershkovich, blaðamaður Wall Street Journal, sem var handtekinn 2023 og síðar dæmdur fyrir njósnir í Rússlandi. Enn er fjöldi Bandaríkjamann í haldi í rússneskum fangelsum Þar á meðal hinn bandarísk-rússneska Ksenia Khavana, sem var dæmd í tólf ára fangelsi fyrir landráð í ágúst 2024. Hún hafði styrkt úkraínskt góðgerðarfélag um 52 Bandaríkjadali (um 7 þúsund krónur).
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59