Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Alfreð Erling Þórðarson er ákærður fyrir að verða hjónum að bana í Neskaupstað. vísir/Vilhelm Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, neitar sök og segist hafa komið að hjónunum látnum. Hann vill meina að „vísindamennirnir“ sem og Guð og djöfullinn séu ábyrgir. Þetta kemur fram í greinargerð Alfreðs Erlings sem fréttastofa hefur undir höndum. Hann gaf ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins sem hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Málsvörn hans birtist í umræddri greinargerð. Hann krefst sýknu. Annars vegar vegna þess að hann kannast ekki við að hafa framið brotið sem hann er ákærður um. Hins vegar krefst hann sýknu vegna ósakhæfis. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Í greinargerð Alfreðs er atvikum málsins lýst með eftirfarandi hætti: „Ákærði hefur frá upphafi málsins neitað sök og borið eins um málsatvik, hann hafi komið við hjá brotaþolum á leið sinni út úr Neskaupsstað þar sem hann hafi ætlað að húkka sér far yfir á Reyðarfjörð. Ákærði kveðst á stundum hafa komið við hjá brotaþolum og þegið kaffi en í þetta skiptið kveðst harm telja að ástæða þess að hann hafi komið við hjá brotaþolum hafi verið sú að „vísindamennimir“ eða „guð og djöfullinn“ hafi komið því þannig fyrir og því hafi hann komið að brotaþolum látnum. Kveðst ákærði hafa séð blóð á gólfi og því gengið lengra inn í húsið þar sem hann hafi fundið brotaþola liggjandi á baðherbergisgólfinu. Hann hafi þreifað á þeim til að athuga með lífsmörk og við það runnið til, dottið um blóðið og lent á brotaþola […]. í kjölfarið af þessu hafi hann fundið sig, af nánar tilgreindum ástæðum, knúinn til að taka ökutæki brotaþola, kaupa bensín, aka til Reykjavíkur og brenna kross við Hallgrímskirkju hinum látnu til heiðurs.“ Jafnframt segir í greinargerðinni að hann telji sig ekki geta upplýst um málið að öðru leyti. Líkt og áður segir er sýknukrafan tvíþætt í greinargerðinni. Annars vegar er það vegna þess að hann segist hafa komið að þeim látnum, og að hann beri ekki ábyrgð á dauðsföllunum. Hins vegar er það vegna ósakhæfis. Vísað er í matsgerð Kristins Tómassonar geðlæknis sem komst að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að Alfreð hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu, en ef dómurinn kemst að sömu niðurstöðu mun Alfreð teljast ósakhæfur. Kristinn gaf skýrslu fyrir dómi í gær og sagði brýnt að Alfreð yrði vistaður á réttargeðdeild þar sem hann fengi góða meðferð, en ekki í fangelsi. Það væri mikilvægt bæði upp á öryggi Alfreðs sjálfs, en líka vegna öryggis fangavarða. Í greinargerðinni er bent á að samkvæmt dómaframkvæmd um geðrænt sakhæfi sé í flestum tilfellum áberandi samhljómur milli matsgerðar og niðurstöðu dómstóla. Verði Alfreð sakfelldur er þess krafist að hann muni ekki sæta refsingu, og til þrautavara er þess krafist að hann verði látinn sæta vægustu refsingu sem lög leyfa. Þá er krafist að bótakörfum aðstandenda hinna látnu verði vísað frá dómi, en ef hann verður sýknaður vegna ósakæfis eða sakfelldur krefst hann þess að upphæðirnar sem krafist er verði lækkaðar. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð Alfreðs Erlings sem fréttastofa hefur undir höndum. Hann gaf ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins sem hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Málsvörn hans birtist í umræddri greinargerð. Hann krefst sýknu. Annars vegar vegna þess að hann kannast ekki við að hafa framið brotið sem hann er ákærður um. Hins vegar krefst hann sýknu vegna ósakhæfis. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Í greinargerð Alfreðs er atvikum málsins lýst með eftirfarandi hætti: „Ákærði hefur frá upphafi málsins neitað sök og borið eins um málsatvik, hann hafi komið við hjá brotaþolum á leið sinni út úr Neskaupsstað þar sem hann hafi ætlað að húkka sér far yfir á Reyðarfjörð. Ákærði kveðst á stundum hafa komið við hjá brotaþolum og þegið kaffi en í þetta skiptið kveðst harm telja að ástæða þess að hann hafi komið við hjá brotaþolum hafi verið sú að „vísindamennimir“ eða „guð og djöfullinn“ hafi komið því þannig fyrir og því hafi hann komið að brotaþolum látnum. Kveðst ákærði hafa séð blóð á gólfi og því gengið lengra inn í húsið þar sem hann hafi fundið brotaþola liggjandi á baðherbergisgólfinu. Hann hafi þreifað á þeim til að athuga með lífsmörk og við það runnið til, dottið um blóðið og lent á brotaþola […]. í kjölfarið af þessu hafi hann fundið sig, af nánar tilgreindum ástæðum, knúinn til að taka ökutæki brotaþola, kaupa bensín, aka til Reykjavíkur og brenna kross við Hallgrímskirkju hinum látnu til heiðurs.“ Jafnframt segir í greinargerðinni að hann telji sig ekki geta upplýst um málið að öðru leyti. Líkt og áður segir er sýknukrafan tvíþætt í greinargerðinni. Annars vegar er það vegna þess að hann segist hafa komið að þeim látnum, og að hann beri ekki ábyrgð á dauðsföllunum. Hins vegar er það vegna ósakhæfis. Vísað er í matsgerð Kristins Tómassonar geðlæknis sem komst að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að Alfreð hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu, en ef dómurinn kemst að sömu niðurstöðu mun Alfreð teljast ósakhæfur. Kristinn gaf skýrslu fyrir dómi í gær og sagði brýnt að Alfreð yrði vistaður á réttargeðdeild þar sem hann fengi góða meðferð, en ekki í fangelsi. Það væri mikilvægt bæði upp á öryggi Alfreðs sjálfs, en líka vegna öryggis fangavarða. Í greinargerðinni er bent á að samkvæmt dómaframkvæmd um geðrænt sakhæfi sé í flestum tilfellum áberandi samhljómur milli matsgerðar og niðurstöðu dómstóla. Verði Alfreð sakfelldur er þess krafist að hann muni ekki sæta refsingu, og til þrautavara er þess krafist að hann verði látinn sæta vægustu refsingu sem lög leyfa. Þá er krafist að bótakörfum aðstandenda hinna látnu verði vísað frá dómi, en ef hann verður sýknaður vegna ósakæfis eða sakfelldur krefst hann þess að upphæðirnar sem krafist er verði lækkaðar.
„Ákærði hefur frá upphafi málsins neitað sök og borið eins um málsatvik, hann hafi komið við hjá brotaþolum á leið sinni út úr Neskaupsstað þar sem hann hafi ætlað að húkka sér far yfir á Reyðarfjörð. Ákærði kveðst á stundum hafa komið við hjá brotaþolum og þegið kaffi en í þetta skiptið kveðst harm telja að ástæða þess að hann hafi komið við hjá brotaþolum hafi verið sú að „vísindamennimir“ eða „guð og djöfullinn“ hafi komið því þannig fyrir og því hafi hann komið að brotaþolum látnum. Kveðst ákærði hafa séð blóð á gólfi og því gengið lengra inn í húsið þar sem hann hafi fundið brotaþola liggjandi á baðherbergisgólfinu. Hann hafi þreifað á þeim til að athuga með lífsmörk og við það runnið til, dottið um blóðið og lent á brotaþola […]. í kjölfarið af þessu hafi hann fundið sig, af nánar tilgreindum ástæðum, knúinn til að taka ökutæki brotaþola, kaupa bensín, aka til Reykjavíkur og brenna kross við Hallgrímskirkju hinum látnu til heiðurs.“
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira