Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2025 14:29 JD Vance í pontu í París í dag. AP/Michel Euler Erindrekar og embættismenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum neituðu að skrifa undir fjölþjóðlega yfirlýsingu um þróun gervigreindar. Yfirlýsingin, sem samin var á leiðtogafundi í París, snýst meðal annars um að heita opnu og siðferðilegu ferli við þróun gervigreindartækni. Meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru Frakkar, Kínverjar og Indverjar, auk annarra en í heildina skrifuðu sextíu ríki undir. BBC hefur eftir yfirvöldum í Bretlandi að þar á bæ hafi menn talið að yfirlýsing væri ekki í hag Bretlands. Því hafi ekki verið hægt að skrifa undir hana. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sótti fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna en þar varaði hann við því að takmarka þróun gervigreindar eða gera hana erfiða með of umfangsmiklum reglugerðum. Hann gaf til kynna að þeir sem gerðu slíkt ættu á hættu að hellast úr lestinni. Samkvæmt frétt Wall Street Journal gerði Vance öðrum á fundinum ljóst að Bandaríkjamenn væru að vinna gervigreindar-kapphlaupið með besta tölvubúnaðinum og besta hugbúnaðinum og þeir ætluðu sér að halda þessu forskoti. Sjá einnig: Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Vance sagði að í stað þess að leggja áherslu á öryggi og eiga á hættu að kæfa mikilvægan iðnað í fæðingu, ætti að ýta undir hraðari þróun gervigreindar. „Evrópskir vinir okkar þurfa sérstaklega að líta til þessarar nýju ónumdu svæða með jákvæðni í huga, frekar en kvíða,“ sagði Vance. Þá fór Vance af fundinum áður en honum lauk og var ekki með á mynd sem tekin var af leiðtogunum. BBC segir greinilegt af viðbrögðum leiðtoga í salnum að ummæli Vance féllu ekki í kramið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafði áður talað um hve mikilvægt það væri að semja góðar reglur um þróun gervigreindar. Öryggi væri nauðsynlegt við þróun hennar. Macron kallaði einnig eftir því að Evrópa verði meira til þróunar gervigreindar í stað þess að fallast á forystu Bandaríkjamanna í þeim efnum. Skammaðist yfir rannsóknum Varaforsetinn gagnrýndi einnig reglur í Evrópu og sagði þær leggja ósanngjarnar byrðar á bandarísk tæknifyrirtæki. Svo virðist sem hann hafi verið að vísa til rannsókna og aðgerða Evrópusambandsins gegn fyrirtækjum eins og Meta, X og Apple, sem gætu kostað fyrirtækin umtalsverðar fjárhæðir í sektir. Vance sagði ríkisstjórn Donalds Trump ekki líta það jákvæðum augum að „sumar erlendar ríkisstjórnir væru að herða skrúfurnar að bandarískum tæknifyrirtækjum“. Hann sagði að slíkt yrði ekki liðið. Gervigreind Bandaríkin Bretland Frakkland Evrópusambandið Kína Indland Tengdar fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. 11. febrúar 2025 08:36 Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Gestir UT messunnar, sem fer fram um helgina í Hörpu, geta látið taka af sér mynd og látið breyta henni um leið með gervigreind. Sem dæmi verður hægt að breyta sér í íþróttastjörnu, ofurhetju, geimfara eða kúreka svo dæmi séu tekin. 8. febrúar 2025 09:48 Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Yfir 100 vísindamenn og hugsuðir hafa undirritað opið bréf þar sem þeir hvetja til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar. 4. febrúar 2025 07:24 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru Frakkar, Kínverjar og Indverjar, auk annarra en í heildina skrifuðu sextíu ríki undir. BBC hefur eftir yfirvöldum í Bretlandi að þar á bæ hafi menn talið að yfirlýsing væri ekki í hag Bretlands. Því hafi ekki verið hægt að skrifa undir hana. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sótti fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna en þar varaði hann við því að takmarka þróun gervigreindar eða gera hana erfiða með of umfangsmiklum reglugerðum. Hann gaf til kynna að þeir sem gerðu slíkt ættu á hættu að hellast úr lestinni. Samkvæmt frétt Wall Street Journal gerði Vance öðrum á fundinum ljóst að Bandaríkjamenn væru að vinna gervigreindar-kapphlaupið með besta tölvubúnaðinum og besta hugbúnaðinum og þeir ætluðu sér að halda þessu forskoti. Sjá einnig: Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Vance sagði að í stað þess að leggja áherslu á öryggi og eiga á hættu að kæfa mikilvægan iðnað í fæðingu, ætti að ýta undir hraðari þróun gervigreindar. „Evrópskir vinir okkar þurfa sérstaklega að líta til þessarar nýju ónumdu svæða með jákvæðni í huga, frekar en kvíða,“ sagði Vance. Þá fór Vance af fundinum áður en honum lauk og var ekki með á mynd sem tekin var af leiðtogunum. BBC segir greinilegt af viðbrögðum leiðtoga í salnum að ummæli Vance féllu ekki í kramið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafði áður talað um hve mikilvægt það væri að semja góðar reglur um þróun gervigreindar. Öryggi væri nauðsynlegt við þróun hennar. Macron kallaði einnig eftir því að Evrópa verði meira til þróunar gervigreindar í stað þess að fallast á forystu Bandaríkjamanna í þeim efnum. Skammaðist yfir rannsóknum Varaforsetinn gagnrýndi einnig reglur í Evrópu og sagði þær leggja ósanngjarnar byrðar á bandarísk tæknifyrirtæki. Svo virðist sem hann hafi verið að vísa til rannsókna og aðgerða Evrópusambandsins gegn fyrirtækjum eins og Meta, X og Apple, sem gætu kostað fyrirtækin umtalsverðar fjárhæðir í sektir. Vance sagði ríkisstjórn Donalds Trump ekki líta það jákvæðum augum að „sumar erlendar ríkisstjórnir væru að herða skrúfurnar að bandarískum tæknifyrirtækjum“. Hann sagði að slíkt yrði ekki liðið.
Gervigreind Bandaríkin Bretland Frakkland Evrópusambandið Kína Indland Tengdar fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. 11. febrúar 2025 08:36 Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Gestir UT messunnar, sem fer fram um helgina í Hörpu, geta látið taka af sér mynd og látið breyta henni um leið með gervigreind. Sem dæmi verður hægt að breyta sér í íþróttastjörnu, ofurhetju, geimfara eða kúreka svo dæmi séu tekin. 8. febrúar 2025 09:48 Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Yfir 100 vísindamenn og hugsuðir hafa undirritað opið bréf þar sem þeir hvetja til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar. 4. febrúar 2025 07:24 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. 11. febrúar 2025 08:36
Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Gestir UT messunnar, sem fer fram um helgina í Hörpu, geta látið taka af sér mynd og látið breyta henni um leið með gervigreind. Sem dæmi verður hægt að breyta sér í íþróttastjörnu, ofurhetju, geimfara eða kúreka svo dæmi séu tekin. 8. febrúar 2025 09:48
Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Yfir 100 vísindamenn og hugsuðir hafa undirritað opið bréf þar sem þeir hvetja til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar. 4. febrúar 2025 07:24