Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2025 14:10 Hildur vildi vita hvort Kristrún tæki undir með Ingu þar sem hún talaði um óvandaða falsfréttamiðla. Kristrún sagði að almennt ættu ráðamenn ekki að svara með þeim hætti sem Inga gerði, en fólki gæti hins vegar fundist ómaklega að sér sótt. vísir/vilhelm Þingið hófst með látum nú rétt í þessu. Hildur Sverrisdóttir þingflokksmaður Sjálfstæðisflokks tók upp þráðinn í óundirbúnum fyrirspurnum frá í gærkvöldi þegar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína; Hildur spurði Kristrúnu hvort hún tæki undir með Ingu Sæland formanni Flokks fólksins, þegar hún lét umdeild ummæli falla um falsfréttamiðla? Hildur sagði lýðræðishlutverk fjölmiðla óumdeilt. Þeim bæri að upplýsa almenning og að hafa vakandi auga með stjórnvöldum, atvinnulífi og stofnunum. Tekur Kristrún undir með Ingu? „Yfirlýsingar háttvirtra þingmanna og hæstvirtra ráðherra stjórnarmeirihlutans um fjölmiðla og ríkisstyrki til þeirra á umliðnum vikum hafa því eðlilega vakið verðskuldaða athygli, sérílagi ummæli hæstvirts félags- og húsnæðismálaráðherra frá 22. janúar síðastliðnum þar sem hún sagði, með leyfi forseta: „Óvandaðir falsfréttamiðlar í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla koma fram við fólk eins og fífl.“ Hildur spurði Kristrúnu hvort hún telji þessi ummæli um falsfréttamiðla til eftirbreytni. „Og taki undir með hæstvirtum félags- og húsnæðismálaráðherra, líkt og aðrir ráðherrar og þingmenn stjórnarmeirihlutans hafa gert?“ Kristrún sagðist ekki vilja gagnrýna fjölmiðla sem spyrji óþægilegra spurninga. „Almennt eiga kjörnir fulltrúar ekki að tjá sig með þessum hætti. Og ekki mikið meira um þetta að segja.“ Hún bætti því við að hún vildi búa í landi þar sem ráðamenn fengju aðhald og spurt væri beittra spurninga. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að þola. Fólk getur verið krítískt á móti og vilji verja sig. Og gerir það með ákveðnum hætti. En vonandi verðum við áfram í slíku umhverfi að fjölmiðlar séu málefnalegir og spyrji erfiðra spurninga.“ Spurning hvort ummælin stangist á við siðareglur ráðherra Hildur sagðist í andsvari vilja nýta tækifærið og rifja upp efni siðareglna ráðherra og handbókar þar um. Þar megi finna skýringar við einstaka liði siðareglna og hagnýt dæmi um háttsemi sem er í andstöðu við reglurnar: „Ráðherra skal jafnframt vera meðvitaður um sjónarmið valdtemprunar og virða aðhaldshlutverk Alþingis, eftirlitsstofnana og fjölmiðla.“ Hildur velti því upp hvort ummæli Ingu um falsfréttamiðla gætu hugsanlega stangast á við siðareglur ráðherra, en þar er meðal annars tiltekið að þeir gerist brotlegir þegar þeir neita að svara fyrirsprunum fjölmiðla í tengslum við tiltekin embættisverk.vísir/vilhelm Þá nefndi Hildur, og vitnaði enn til siðareglnanna, að þar sé nefnt sem dæmi þegar „ráðherra neitar að svara fyrirspurnum fjölmiðla í tengslum við tiltekin embættisverk.“ Hildur sagði siðareglur ráðherra skýrar. Úr siðareglum ráðherra. „Það má velta fyrir sér hvers vegna þær eru settar ef þær eru að engu hafðar. Ég vil því spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hún telji að áðurnefnd ummæli hæstvirts félags- og húsnæðismálaráðherra samrýmist siðareglum ráðherra?“ Kristrún sagði að henni þætti þetta góð umræða og mikilvægt væri að þingmenn væru sér meðvitaðir um siðareglurnar. Hún sagðist ekki hafa velt fyrir sér þessum ummælum í þessu samhengi. „Það getur komið upp hiti í persónulegum málum og fólk oft í þeirri stöðu að þurfa að taka á sig gagnrýni í heitum málum,“ sagði Kristrún en sagðist fagna krítískri umræðu í þessu samhengi. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hildur sagði lýðræðishlutverk fjölmiðla óumdeilt. Þeim bæri að upplýsa almenning og að hafa vakandi auga með stjórnvöldum, atvinnulífi og stofnunum. Tekur Kristrún undir með Ingu? „Yfirlýsingar háttvirtra þingmanna og hæstvirtra ráðherra stjórnarmeirihlutans um fjölmiðla og ríkisstyrki til þeirra á umliðnum vikum hafa því eðlilega vakið verðskuldaða athygli, sérílagi ummæli hæstvirts félags- og húsnæðismálaráðherra frá 22. janúar síðastliðnum þar sem hún sagði, með leyfi forseta: „Óvandaðir falsfréttamiðlar í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla koma fram við fólk eins og fífl.“ Hildur spurði Kristrúnu hvort hún telji þessi ummæli um falsfréttamiðla til eftirbreytni. „Og taki undir með hæstvirtum félags- og húsnæðismálaráðherra, líkt og aðrir ráðherrar og þingmenn stjórnarmeirihlutans hafa gert?“ Kristrún sagðist ekki vilja gagnrýna fjölmiðla sem spyrji óþægilegra spurninga. „Almennt eiga kjörnir fulltrúar ekki að tjá sig með þessum hætti. Og ekki mikið meira um þetta að segja.“ Hún bætti því við að hún vildi búa í landi þar sem ráðamenn fengju aðhald og spurt væri beittra spurninga. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að þola. Fólk getur verið krítískt á móti og vilji verja sig. Og gerir það með ákveðnum hætti. En vonandi verðum við áfram í slíku umhverfi að fjölmiðlar séu málefnalegir og spyrji erfiðra spurninga.“ Spurning hvort ummælin stangist á við siðareglur ráðherra Hildur sagðist í andsvari vilja nýta tækifærið og rifja upp efni siðareglna ráðherra og handbókar þar um. Þar megi finna skýringar við einstaka liði siðareglna og hagnýt dæmi um háttsemi sem er í andstöðu við reglurnar: „Ráðherra skal jafnframt vera meðvitaður um sjónarmið valdtemprunar og virða aðhaldshlutverk Alþingis, eftirlitsstofnana og fjölmiðla.“ Hildur velti því upp hvort ummæli Ingu um falsfréttamiðla gætu hugsanlega stangast á við siðareglur ráðherra, en þar er meðal annars tiltekið að þeir gerist brotlegir þegar þeir neita að svara fyrirsprunum fjölmiðla í tengslum við tiltekin embættisverk.vísir/vilhelm Þá nefndi Hildur, og vitnaði enn til siðareglnanna, að þar sé nefnt sem dæmi þegar „ráðherra neitar að svara fyrirspurnum fjölmiðla í tengslum við tiltekin embættisverk.“ Hildur sagði siðareglur ráðherra skýrar. Úr siðareglum ráðherra. „Það má velta fyrir sér hvers vegna þær eru settar ef þær eru að engu hafðar. Ég vil því spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hún telji að áðurnefnd ummæli hæstvirts félags- og húsnæðismálaráðherra samrýmist siðareglum ráðherra?“ Kristrún sagði að henni þætti þetta góð umræða og mikilvægt væri að þingmenn væru sér meðvitaðir um siðareglurnar. Hún sagðist ekki hafa velt fyrir sér þessum ummælum í þessu samhengi. „Það getur komið upp hiti í persónulegum málum og fólk oft í þeirri stöðu að þurfa að taka á sig gagnrýni í heitum málum,“ sagði Kristrún en sagðist fagna krítískri umræðu í þessu samhengi.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira