Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 10:42 Skógarhögg hefst í Öskjuhlíð í dag. Vísir/Sigurjón Það er ekki aðeins meirihlutinn í Reykjavík sem er fallinn heldur bíða sömu örlög trjáa í Öskjuhlíð í dag. Undirbúningur að skógarhöggi á svæðinu er hafinn og til stendur að hefjast handa við að fella trén í kringum hádegið. Einhver tré virðast þó þegar hafa verið felld á svæðinu líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. Líkt og kunnugt er var annarri flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli lokað á dögum vegna mikils trjágróður í Öskjuhlíð. Hæð trjánna er sögð hafa áhrif á öryggi flugfarþega um Reykjavíkurflugvöll. Lokunin átti sér langan aðdraganda en málið er meðal þess sem valdið hefur óróleika í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þessi skógarhöggsmaður var byrjaður að fella tré upp úr klukkan ellefu.Vísir/Egill Sjá einnig: Fyrstu trén felld á morgun Og nú er hafinn undirbúningur að skógarhöggi. „Þeir eru úti í skógi núna þarna á þessu svæði fólkið sem sér um borgarskógana og eru að undirbúa. Ætli þau fari ekki að saga um hádegið, upp úr ellefu kannski,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. Til stendur að fella fleiri tré í Öskjuhlíðinni í dag.Vísir/Sigurjón „Það þarf að merkja þetta upp og það er ýmiss undirbúningur sem þarf að fara fram áður en allt hefst. Verkefnið verður hafið innan fárra klukkustunda,“ segir Hjalti. Nokkuð hefur verið deilt um trén í Öskjuhlíð í tengslum við lokun flugbrautar.Vísir/Sigurjón Tökumaður fréttastofu tók meðfylgjandi myndir af nýfelldum trjám í Öskjuhlíðinni rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Hjalta var ekki kunnugt um nákvæma málavexti vegna þeirra trjáa sem þegar hafa verið felld en gerir ráð fyrir að föllnu trén tengist sama verkefni. „Ef það eru einhver nýfelld tré á þessu svæði þá er það örugglega tengt verkefninu,“ segir Hjalti. Frekari undirbúningur stendur yfir á svæðinu.Vísir/Sigurjón Einar Þorsteinsson borgarstjóri skýrði frá því í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að borgin hygðist byrja á því að fella 23 tré í Öskjuhlíðinni í dag. Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Reykjavíkurflugvöllur Tré Fréttir af flugi Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Líkt og kunnugt er var annarri flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli lokað á dögum vegna mikils trjágróður í Öskjuhlíð. Hæð trjánna er sögð hafa áhrif á öryggi flugfarþega um Reykjavíkurflugvöll. Lokunin átti sér langan aðdraganda en málið er meðal þess sem valdið hefur óróleika í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þessi skógarhöggsmaður var byrjaður að fella tré upp úr klukkan ellefu.Vísir/Egill Sjá einnig: Fyrstu trén felld á morgun Og nú er hafinn undirbúningur að skógarhöggi. „Þeir eru úti í skógi núna þarna á þessu svæði fólkið sem sér um borgarskógana og eru að undirbúa. Ætli þau fari ekki að saga um hádegið, upp úr ellefu kannski,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. Til stendur að fella fleiri tré í Öskjuhlíðinni í dag.Vísir/Sigurjón „Það þarf að merkja þetta upp og það er ýmiss undirbúningur sem þarf að fara fram áður en allt hefst. Verkefnið verður hafið innan fárra klukkustunda,“ segir Hjalti. Nokkuð hefur verið deilt um trén í Öskjuhlíð í tengslum við lokun flugbrautar.Vísir/Sigurjón Tökumaður fréttastofu tók meðfylgjandi myndir af nýfelldum trjám í Öskjuhlíðinni rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Hjalta var ekki kunnugt um nákvæma málavexti vegna þeirra trjáa sem þegar hafa verið felld en gerir ráð fyrir að föllnu trén tengist sama verkefni. „Ef það eru einhver nýfelld tré á þessu svæði þá er það örugglega tengt verkefninu,“ segir Hjalti. Frekari undirbúningur stendur yfir á svæðinu.Vísir/Sigurjón Einar Þorsteinsson borgarstjóri skýrði frá því í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að borgin hygðist byrja á því að fella 23 tré í Öskjuhlíðinni í dag.
Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Reykjavíkurflugvöllur Tré Fréttir af flugi Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira