Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet: „Get ekki kvartað yfir neinu“ Aron Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2025 11:45 Baldvin Þór hefur farið afar vel af stað á nýju ári og raðað inn Íslandsmetum Vísir/Einar Baldvin Þór Magnússon hljóp á nýju Íslandsmeti þegar að hann tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í 3000 metra hlaupi innanhúss í Finnlandi í gær. Hlaupið tryggir Baldvini sæti á EM eftir innan við mánuð en þetta er þriðja Íslandsmet hans í fyrstu þremur keppnum ársins sem hann hefur í þokkabót unnið. Hann stefnir á medalíu á EM. Baldvin Þór hljóp 3000 metra hlaupið á 7:39,94 í gær. Það er nýtt Íslandsmet en Baldvin átti einnig fyrra metið í greininni sem hann setti fyrr á árinu á tímanum 7:45,13 og er þetta nýja Íslandsmet Baldvins því bæting hjá honum um rúmar fimm sekúndur. Í þokkabót sigraði Baldvin hlaupið og er því Norðurlandameistari í 3000 metra hlaupi innanhúss og hafði hann þar meðal annars betur gegn Norðmanninum Filip Mangen Ingebrigtsen. Tíminn sem Baldvin setti tryggir honum þátttökurétt á EM innanhúss. „Ég bjóst kannski alveg við svona miklu en vissi að ég gæti alveg hlaupið eitthvað hraðar en þegar að ég hljóp á 7:45, það var ekki alveg hið fullkomna hlaup og var einnig í fyrstu keppni ársins,“ segir Baldvin í samtali við Vísi. „ Ég var klárlega í betra formi núna heldur en þegar að ég setti það. Ég var kannski að búast við því að hlaupa nær 7:41 en það er bara frábært að hlaupa tveimur sekúndum hraðar en það, komast undir 7:40 og vinna. Ég er alveg í skýjunum með þetta.“ Mjög gott skref í rétta átt Aðalmarkmiðið fyrir hlaup var að hlaupa sig inn á EM. „Ég vildi tryggja mér það sæti, langaði mjög mikið að komast á það mót. Síðasta haust ræddu ég og þjálfarinn minn markmiðin, hvað við vildum gera, og ætlunin var að stilla okkur vel upp til þess að hlaupa EM innanhúss. Að hafa náð því er alveg frábær tilfinning.“ Er hægt að segja að þetta hafi verið hið fullkomna hlaup? „Fullkomið hlaup miðað við allt sem var gefið. Ég hugsa alveg að ég hefði geta farið hraðar ef það hefði verið einhver annar að leiða hlaupið. Ég tók allan seinni helminginn, Ingebrigtsen kom aðeins nálægt mér síðustu fimmtíu metrana en það hefði verið gaman hvernig hefði farið ef einhver annar hefði verið að stýra pace-inu, hversu hratt hann hefði farið. Maður kvartar þó ekkert, þetta er mjög gott skref í rétta átt.“ Baldvin er að upplifa frábæra byrjun á árinu en á þessum fyrstu tveimur mánuðum ársins hefur hann slegið þrjú Íslandsmet. „Árið hefur byrjað mjög vel. Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Árangur Baldvins á árinu til þessa: - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 19. janúar síðastliðinn þegar hann hljóp á 7:45,11 mínútum á móti í Sheffield. - 1.sæti og Íslandsmet í 1500 metra hlaupi þann 27. janúar á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll þegar að hann kom í mark á tímanum 3:39,67. - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 9. febrúar á Norðurlandamótinu í Espoo, Finnlandi þegar að hann hljóp á tímanum 7:39,94 og sló þar með Íslandsmet sitt í hlaupinu frá því 19. Janúar í Sheffield. Innan við mánuður er til stefnu þar til að Evrópumeistaramótið innanhúss hefst og Baldvin er í góðri stöðu. „Ég held ég þurfi aðeins að fara aðeins í grunnæfingarnar aftur núna, er búinn að keppa svolítið mikið. Ég er búinn að keppa þrisvar sinnum á síðustu þremur vikum og hef ekki verið að sinna grunnæfingunum á milli. Ég ætla aftur í grunninn núna og undirbúa mig svo fyrir EM. Ég er klárlega með smá forskot á suma keppendur á EM þar sem að það eru aðeins þrír frá hverju landi gjaldgengir í hverja grein. Lönd eins og Þýskaland, Bretland og Holland eru með fleiri en þrjá hlaupara sem hafa tryggt sér keppnisrétt en þeir þurfa að keppa á sínu landsmóti, keppa um þessi þrjú sæti. Ég er hins vegar öruggur inn og get því farið að einbeita mér að fullu að EM.“ Og Baldvin er með markmiðin á hreinu fyrir mótið. „Fyrst og fremst ætla ég mér í úrslit og svo keppa um medalíu þar. Það verður gaman að sjá hverjir mæta til leiks. En það væri frábært að næla sér í medalíu.“ Frjálsar íþróttir Íslendingar erlendis Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
Baldvin Þór hljóp 3000 metra hlaupið á 7:39,94 í gær. Það er nýtt Íslandsmet en Baldvin átti einnig fyrra metið í greininni sem hann setti fyrr á árinu á tímanum 7:45,13 og er þetta nýja Íslandsmet Baldvins því bæting hjá honum um rúmar fimm sekúndur. Í þokkabót sigraði Baldvin hlaupið og er því Norðurlandameistari í 3000 metra hlaupi innanhúss og hafði hann þar meðal annars betur gegn Norðmanninum Filip Mangen Ingebrigtsen. Tíminn sem Baldvin setti tryggir honum þátttökurétt á EM innanhúss. „Ég bjóst kannski alveg við svona miklu en vissi að ég gæti alveg hlaupið eitthvað hraðar en þegar að ég hljóp á 7:45, það var ekki alveg hið fullkomna hlaup og var einnig í fyrstu keppni ársins,“ segir Baldvin í samtali við Vísi. „ Ég var klárlega í betra formi núna heldur en þegar að ég setti það. Ég var kannski að búast við því að hlaupa nær 7:41 en það er bara frábært að hlaupa tveimur sekúndum hraðar en það, komast undir 7:40 og vinna. Ég er alveg í skýjunum með þetta.“ Mjög gott skref í rétta átt Aðalmarkmiðið fyrir hlaup var að hlaupa sig inn á EM. „Ég vildi tryggja mér það sæti, langaði mjög mikið að komast á það mót. Síðasta haust ræddu ég og þjálfarinn minn markmiðin, hvað við vildum gera, og ætlunin var að stilla okkur vel upp til þess að hlaupa EM innanhúss. Að hafa náð því er alveg frábær tilfinning.“ Er hægt að segja að þetta hafi verið hið fullkomna hlaup? „Fullkomið hlaup miðað við allt sem var gefið. Ég hugsa alveg að ég hefði geta farið hraðar ef það hefði verið einhver annar að leiða hlaupið. Ég tók allan seinni helminginn, Ingebrigtsen kom aðeins nálægt mér síðustu fimmtíu metrana en það hefði verið gaman hvernig hefði farið ef einhver annar hefði verið að stýra pace-inu, hversu hratt hann hefði farið. Maður kvartar þó ekkert, þetta er mjög gott skref í rétta átt.“ Baldvin er að upplifa frábæra byrjun á árinu en á þessum fyrstu tveimur mánuðum ársins hefur hann slegið þrjú Íslandsmet. „Árið hefur byrjað mjög vel. Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Árangur Baldvins á árinu til þessa: - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 19. janúar síðastliðinn þegar hann hljóp á 7:45,11 mínútum á móti í Sheffield. - 1.sæti og Íslandsmet í 1500 metra hlaupi þann 27. janúar á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll þegar að hann kom í mark á tímanum 3:39,67. - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 9. febrúar á Norðurlandamótinu í Espoo, Finnlandi þegar að hann hljóp á tímanum 7:39,94 og sló þar með Íslandsmet sitt í hlaupinu frá því 19. Janúar í Sheffield. Innan við mánuður er til stefnu þar til að Evrópumeistaramótið innanhúss hefst og Baldvin er í góðri stöðu. „Ég held ég þurfi aðeins að fara aðeins í grunnæfingarnar aftur núna, er búinn að keppa svolítið mikið. Ég er búinn að keppa þrisvar sinnum á síðustu þremur vikum og hef ekki verið að sinna grunnæfingunum á milli. Ég ætla aftur í grunninn núna og undirbúa mig svo fyrir EM. Ég er klárlega með smá forskot á suma keppendur á EM þar sem að það eru aðeins þrír frá hverju landi gjaldgengir í hverja grein. Lönd eins og Þýskaland, Bretland og Holland eru með fleiri en þrjá hlaupara sem hafa tryggt sér keppnisrétt en þeir þurfa að keppa á sínu landsmóti, keppa um þessi þrjú sæti. Ég er hins vegar öruggur inn og get því farið að einbeita mér að fullu að EM.“ Og Baldvin er með markmiðin á hreinu fyrir mótið. „Fyrst og fremst ætla ég mér í úrslit og svo keppa um medalíu þar. Það verður gaman að sjá hverjir mæta til leiks. En það væri frábært að næla sér í medalíu.“
Árangur Baldvins á árinu til þessa: - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 19. janúar síðastliðinn þegar hann hljóp á 7:45,11 mínútum á móti í Sheffield. - 1.sæti og Íslandsmet í 1500 metra hlaupi þann 27. janúar á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll þegar að hann kom í mark á tímanum 3:39,67. - 1. sæti og Íslandsmet í 3000 metra hlaupi þann 9. febrúar á Norðurlandamótinu í Espoo, Finnlandi þegar að hann hljóp á tímanum 7:39,94 og sló þar með Íslandsmet sitt í hlaupinu frá því 19. Janúar í Sheffield.
Frjálsar íþróttir Íslendingar erlendis Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira