Aðstoðarmennirnir og ástin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2025 14:46 Ráðherrar eiga skemmtilegar tengingar við aðstoðarmenn sína. Hér má sjá aðstoðarmennina Ólaf Kjaran, Ingileif Friðiksdóttur og Guðbjörgu Magnúsdóttur sem öll eru mætt til starfa fyrir ráðherra ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Ráðherrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hafa verið að ráða sér aðstoðarmenn undanfarnar vikur. Í einhverjum tilfellum má segja að ekki sé leitað langt yfir skammt. Sumir aðstoðarmenn tengjast ráðherrum sökum þess að ástarguðinn Amor skaut örvum sínum og hitti beint í mark. Guðbjörg hennar Ástu Lóu og Ragnars Nýjasti aðstoðarmaðurinn er Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir sem er nýr aðstoðarmaður Ásthildar Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra. Guðbjörg Ingunn þarf líkast til að bretta upp ermar á fyrstu dögum enda nóg að gera hjá ráðherra hennar í menntamálunum sökum verkfalls kennara. Guðbjörg Ingunn er eiginkona Ragnars Þórs Ingólfssonar, þingmanns Flokks fólksins, formanns fjárlaganefndar og fyrrverandi formanns VR. Ásthildur var nýkomin inn í ráðuneytið þegar Guðbjörg Ingunn var ráðin þangað í upphafi árs. Um var að ræða tímabundna stöðu, samkvæmt svörum úr ráðuneytinu vegna leyfis starfsmanns, og því ekki um auglýst starf að ræða. Ekki frekar en störf aðstoðarmanna ráðherra. Ásthildur Lóa og Guðbjörg Ingunn störfuðu saman í Árbæjarskóla á sínum tíma. Ásthildur Lóa og Ragnar Þór hafa unnið náið saman undanfarin misseri sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og formaður VR. Þau hafa skrifað fjölda greina saman og látið í sér heyra. Ingileif hennar Þorgerðar og Maríu Rutar Ingileif Friðriksdóttir fjölmiðlakona fór mikinn í kosningabaráttu Viðreisnar sem segja má að hafi unnið góðan kosningasigur í Alþingiskosningunum 30. nóvember. Hún var á þeytingi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni flokksins vikurnar fyrir kosningar. Ingileif tók við starfinu af Maríu Rut Kristinsdóttur, eiginkonu sinni, sem hafði verið aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar með hléum frá árinu 2017. María Rut var oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi þ.a. Ingileif stökk inn fyrir hana að aðstoða Þorgerði. Eftir kosningarnar lá svo beinast við að Ingileif héldi áfram að aðstoða Þorgerði Katrínu sem er í dag utanríkisráðherra. Kristrún, Ólafur og Jóhann Páll Það kom fáum á óvart þegar tilkynnt var í janúarbyrjun að Ólafur Kjaran Árnason hefði verið ráðinn aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Hann hefur verið formlegur aðstoðarmaður hennar síðan Kristrún var kjörin formaður Samfylkingarinnar í október 2022. Ólafur Kjaran er fjölskyldumaður en ástin í lífi hans er Maja Jóhannsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum og systir Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Kristrún og Jóhann Páll hafa unnið afar náið saman hjá Samfylkingunni undanfarin ár og með þeim Ólafi Kjaran má ætla að ríki svo til fjölskyldustemmning á stundum enda öll fólk á fertugsaldri með ung börn sem sum hver eru frændsystkini. Á neðan má sjá aðstoðarmennina sem ráðherrar í ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa ráðið sér. Alma Möller heilbrigðisráðherra Guðríður Lára Þrastardóttir Jón Magnús Kristjánsson Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra Jón Steindór Valdimarsson Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Alexander Jakob Dubik Andri Egilsson Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra Óli Örn Eiríksson Stefanía Sigurðardóttir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra Hreiðar Ingi Eðvarðsson Sigurjón Arnórsson Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Jóna Þórey Pétursdóttir Lárus M. K. Ólafsson Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Ólafur Kjaran Árnason Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra Halla Jónsdóttir Tómas Guðjónsson Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra Jakob Birgisson Þórólfur Heiðar Þorsteinsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Aðalsteinn Leifsson Ingileif Friðriksdóttir Þá hafa þau Anna Rut Kristjánsdóttir, Anna Sigrún Baldursdóttir og Sveinbjörn Finnsson hafa verið ráðin aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Guðbjörg hennar Ástu Lóu og Ragnars Nýjasti aðstoðarmaðurinn er Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir sem er nýr aðstoðarmaður Ásthildar Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra. Guðbjörg Ingunn þarf líkast til að bretta upp ermar á fyrstu dögum enda nóg að gera hjá ráðherra hennar í menntamálunum sökum verkfalls kennara. Guðbjörg Ingunn er eiginkona Ragnars Þórs Ingólfssonar, þingmanns Flokks fólksins, formanns fjárlaganefndar og fyrrverandi formanns VR. Ásthildur var nýkomin inn í ráðuneytið þegar Guðbjörg Ingunn var ráðin þangað í upphafi árs. Um var að ræða tímabundna stöðu, samkvæmt svörum úr ráðuneytinu vegna leyfis starfsmanns, og því ekki um auglýst starf að ræða. Ekki frekar en störf aðstoðarmanna ráðherra. Ásthildur Lóa og Guðbjörg Ingunn störfuðu saman í Árbæjarskóla á sínum tíma. Ásthildur Lóa og Ragnar Þór hafa unnið náið saman undanfarin misseri sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og formaður VR. Þau hafa skrifað fjölda greina saman og látið í sér heyra. Ingileif hennar Þorgerðar og Maríu Rutar Ingileif Friðriksdóttir fjölmiðlakona fór mikinn í kosningabaráttu Viðreisnar sem segja má að hafi unnið góðan kosningasigur í Alþingiskosningunum 30. nóvember. Hún var á þeytingi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni flokksins vikurnar fyrir kosningar. Ingileif tók við starfinu af Maríu Rut Kristinsdóttur, eiginkonu sinni, sem hafði verið aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar með hléum frá árinu 2017. María Rut var oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi þ.a. Ingileif stökk inn fyrir hana að aðstoða Þorgerði. Eftir kosningarnar lá svo beinast við að Ingileif héldi áfram að aðstoða Þorgerði Katrínu sem er í dag utanríkisráðherra. Kristrún, Ólafur og Jóhann Páll Það kom fáum á óvart þegar tilkynnt var í janúarbyrjun að Ólafur Kjaran Árnason hefði verið ráðinn aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Hann hefur verið formlegur aðstoðarmaður hennar síðan Kristrún var kjörin formaður Samfylkingarinnar í október 2022. Ólafur Kjaran er fjölskyldumaður en ástin í lífi hans er Maja Jóhannsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum og systir Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Kristrún og Jóhann Páll hafa unnið afar náið saman hjá Samfylkingunni undanfarin ár og með þeim Ólafi Kjaran má ætla að ríki svo til fjölskyldustemmning á stundum enda öll fólk á fertugsaldri með ung börn sem sum hver eru frændsystkini. Á neðan má sjá aðstoðarmennina sem ráðherrar í ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa ráðið sér. Alma Möller heilbrigðisráðherra Guðríður Lára Þrastardóttir Jón Magnús Kristjánsson Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra Jón Steindór Valdimarsson Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Alexander Jakob Dubik Andri Egilsson Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra Óli Örn Eiríksson Stefanía Sigurðardóttir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra Hreiðar Ingi Eðvarðsson Sigurjón Arnórsson Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Jóna Þórey Pétursdóttir Lárus M. K. Ólafsson Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Ólafur Kjaran Árnason Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra Halla Jónsdóttir Tómas Guðjónsson Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra Jakob Birgisson Þórólfur Heiðar Þorsteinsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Aðalsteinn Leifsson Ingileif Friðriksdóttir Þá hafa þau Anna Rut Kristjánsdóttir, Anna Sigrún Baldursdóttir og Sveinbjörn Finnsson hafa verið ráðin aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira