Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 20:03 Annar tveggja eigenda fasteignasölunnar Mikluborgar segir að hver einasta stýrivaxtalækkun hafi mikla þýðingu fyrir fólk. Vísir/Margrét Helga Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir að peningastefnunefnd bankans lækkaði vexti um 0,5 prósentustig. Nefndin var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. Stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands er sú þriðja í röðinni. Síðast lækkaði bankinn vexti um 50 punkta og þar áður í október um 25 punkta. Verðbólga heldur áfram að hjaðna og mældist í janúar 4,6%. Eftir sex vikur verður næsta ákvörðun nefndarinnar kynnt og þá kemur í ljós hvort lækkunarferlið heldur áfram. „Ég vona það bara sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5, verðbólgan núna er 4,6 sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að hjaðna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Lokametrarnir í að ná fram hjöðnun verðbólgu gætu þó reynst erfiðir. „Kannski að komast frá 3 komma eitthvað og niður í 2,5.“ Blikur séu á lofti í alþjóðamálum ekki síst vegna mögulegs tollastríðs. „Ef alþjóðaviðskipti fara að truflast verulega þá mun það leiða til þess að vöruverðið hækkar sem við flytjum inn,“ segir Ásgeir. Sparisjóðurinn Indó varð fyrstur til að tilkynna um vaxtalækkun á öllum inn- og útlánum. Hún nemur hálfu prósentustigi. Fréttastofa sendi fjármálastofnunum fyrirspurn sem varðaði áform um vaxtabreytingar en hafði engin svör fengið fyrir kvöldfréttir fyrir utan Landsbankann en upplýsingafulltrúi hans sagði bankann munu tilkynna um breytingar á næstu dögum. Vaxtalækkun skref í rétta átt Jason Guðmundsson, annar eigenda fasteignasölunnar Mikluborgar, segir lækkunina skref í átt að því að þíða það frost sem ríkt hefur á fasteignamarkaði. Aðrir þættir spili líka inn í. „Við eigum eftir að sjá hvað bankarnir gera í sambandi við verðtryggðu lánin, hvort þeir hækki vexti eins og þeir gerðu síðast eða hvort þetta verði til vaxtalækkunar líka á verðtryggðu lánunum sem óneitanlega eru rosalega stórt skref í því að koma fyrstu kaupendum inn á markaðinn.“ Hver og ein lækkun hafi mikla þýðingu. „Það er ótrúlega stór hópur sem núna, bara með þessu skrefi mun alveg örugglega komast í gegnum greiðslumat til að geta keypt og til að geta staðið undir því að borga af sínu eigin húsnæði.“ Lækkunin leysi ákveðinn hnút en betur megi ef duga skal. „Það er veruleg stífla sem hefur myndast sem gerir það að verkum að það eru ótrúlega margir kaupendur og það er mikill undirliggjandi þrýstingur að komast af stað. Þetta mun hjálpa til við að koma því í gang, við erum mjög bjartsýn. Við finnum að árið fer vel af stað. Það er töluvert meira að gera núna heldur en var í lok síðasta árs.“ Efnahagsmál Fasteignamarkaður Skattar og tollar Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. 5. febrúar 2025 12:17 Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. 5. febrúar 2025 08:30 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands er sú þriðja í röðinni. Síðast lækkaði bankinn vexti um 50 punkta og þar áður í október um 25 punkta. Verðbólga heldur áfram að hjaðna og mældist í janúar 4,6%. Eftir sex vikur verður næsta ákvörðun nefndarinnar kynnt og þá kemur í ljós hvort lækkunarferlið heldur áfram. „Ég vona það bara sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5, verðbólgan núna er 4,6 sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að hjaðna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Lokametrarnir í að ná fram hjöðnun verðbólgu gætu þó reynst erfiðir. „Kannski að komast frá 3 komma eitthvað og niður í 2,5.“ Blikur séu á lofti í alþjóðamálum ekki síst vegna mögulegs tollastríðs. „Ef alþjóðaviðskipti fara að truflast verulega þá mun það leiða til þess að vöruverðið hækkar sem við flytjum inn,“ segir Ásgeir. Sparisjóðurinn Indó varð fyrstur til að tilkynna um vaxtalækkun á öllum inn- og útlánum. Hún nemur hálfu prósentustigi. Fréttastofa sendi fjármálastofnunum fyrirspurn sem varðaði áform um vaxtabreytingar en hafði engin svör fengið fyrir kvöldfréttir fyrir utan Landsbankann en upplýsingafulltrúi hans sagði bankann munu tilkynna um breytingar á næstu dögum. Vaxtalækkun skref í rétta átt Jason Guðmundsson, annar eigenda fasteignasölunnar Mikluborgar, segir lækkunina skref í átt að því að þíða það frost sem ríkt hefur á fasteignamarkaði. Aðrir þættir spili líka inn í. „Við eigum eftir að sjá hvað bankarnir gera í sambandi við verðtryggðu lánin, hvort þeir hækki vexti eins og þeir gerðu síðast eða hvort þetta verði til vaxtalækkunar líka á verðtryggðu lánunum sem óneitanlega eru rosalega stórt skref í því að koma fyrstu kaupendum inn á markaðinn.“ Hver og ein lækkun hafi mikla þýðingu. „Það er ótrúlega stór hópur sem núna, bara með þessu skrefi mun alveg örugglega komast í gegnum greiðslumat til að geta keypt og til að geta staðið undir því að borga af sínu eigin húsnæði.“ Lækkunin leysi ákveðinn hnút en betur megi ef duga skal. „Það er veruleg stífla sem hefur myndast sem gerir það að verkum að það eru ótrúlega margir kaupendur og það er mikill undirliggjandi þrýstingur að komast af stað. Þetta mun hjálpa til við að koma því í gang, við erum mjög bjartsýn. Við finnum að árið fer vel af stað. Það er töluvert meira að gera núna heldur en var í lok síðasta árs.“
Efnahagsmál Fasteignamarkaður Skattar og tollar Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. 5. febrúar 2025 12:17 Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. 5. febrúar 2025 08:30 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. 5. febrúar 2025 12:17
Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. 5. febrúar 2025 08:30