Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2025 12:17 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. Þetta er þriðja lækkun stýrivaxta í röð. Verðbólga hefur hjaðnað jafnt og þétt frá því hún náði hámarki í rúmum tíu prósentum í mars 2023 og mælist nú 4,6 prósent en er enn rúmum tveimur prósentum frá verðbólgumarkmiði bankans. Útlit fyrir áframhaldandi hjöðnun og að það hefur hægst á hækkun húsnæðisverðs er meðal þess sem nefndin leit til við ákvörðunina. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þó enn aðeins í land. „Ég vona það sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5 prósent, verðbólga er í dag 4,6 prósent sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að lækka. Aðaláhyggjuefnið eru síðustu metrarnir, sem geta verið erfiðir,“ segir Ásgeir. Mögulegt tollastríð Bandaríkjanna við hin ýmsu ríki gæti haft áhrif á stöðuna hér. Íslensk stjórnvöld ættu að forðast að taka þátt í því. „Svona lítið opið hagkerfi eins og Ísland er, byggir allt sitt á því sem við flytjum út til annarra landa. Við erum ekkert að fara að gera neitt annað en að tapa á þessu. Þannig bara orðið „tollastríð“ er ekki gott fyrir okkur. Því við byggjum svo mikið á því að flytja út og selja,“ segir Ásgeir. Jákvætt sé að íslensk heimili séu að koma vel út úr háu vaxtastigi síðustu ár. Hreinn auður heimilanna er í hæstu hæðum og eiga þau talsverðan uppsafnaðan sparnað. Þá eru horfur á að laun hækki hraðar en verðbólga næstu mánuði. „Auðvitað höfum við alltaf áhyggjur af því hvað gerist þegar fólk byrjar að eyða peningum aftur. En staða fólks er misjöfn. Eftir aldri, stöðu í samfélaginu, stöðu á fasteignamarkaði. Þannig ég er ekki að alhæfa um alla,“ segir Ásgeir. Efnahagsmál Seðlabankinn Skattar og tollar Bandaríkin Fjármál heimilisins Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. 29. janúar 2025 12:07 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Þetta er þriðja lækkun stýrivaxta í röð. Verðbólga hefur hjaðnað jafnt og þétt frá því hún náði hámarki í rúmum tíu prósentum í mars 2023 og mælist nú 4,6 prósent en er enn rúmum tveimur prósentum frá verðbólgumarkmiði bankans. Útlit fyrir áframhaldandi hjöðnun og að það hefur hægst á hækkun húsnæðisverðs er meðal þess sem nefndin leit til við ákvörðunina. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þó enn aðeins í land. „Ég vona það sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5 prósent, verðbólga er í dag 4,6 prósent sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að lækka. Aðaláhyggjuefnið eru síðustu metrarnir, sem geta verið erfiðir,“ segir Ásgeir. Mögulegt tollastríð Bandaríkjanna við hin ýmsu ríki gæti haft áhrif á stöðuna hér. Íslensk stjórnvöld ættu að forðast að taka þátt í því. „Svona lítið opið hagkerfi eins og Ísland er, byggir allt sitt á því sem við flytjum út til annarra landa. Við erum ekkert að fara að gera neitt annað en að tapa á þessu. Þannig bara orðið „tollastríð“ er ekki gott fyrir okkur. Því við byggjum svo mikið á því að flytja út og selja,“ segir Ásgeir. Jákvætt sé að íslensk heimili séu að koma vel út úr háu vaxtastigi síðustu ár. Hreinn auður heimilanna er í hæstu hæðum og eiga þau talsverðan uppsafnaðan sparnað. Þá eru horfur á að laun hækki hraðar en verðbólga næstu mánuði. „Auðvitað höfum við alltaf áhyggjur af því hvað gerist þegar fólk byrjar að eyða peningum aftur. En staða fólks er misjöfn. Eftir aldri, stöðu í samfélaginu, stöðu á fasteignamarkaði. Þannig ég er ekki að alhæfa um alla,“ segir Ásgeir.
Efnahagsmál Seðlabankinn Skattar og tollar Bandaríkin Fjármál heimilisins Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. 29. janúar 2025 12:07 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. 29. janúar 2025 12:07