Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 18:21 Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. Við fjöllum um málið, ræðum við skólastjórann og sýnum myndir frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. Alþingi var formlega sett í dag eftir langt þinghlé. Nýliðar eru áberandi, tæplega þriðjungur þingheims hefur aldrei setið áður á þingi. Við verðum í beinni frá Alþingi, förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við þingmenn sem eru spenntir fyrir átökum komandi mánaða. Leikskólakennarar á stærsta leikskóla borgarinnar segja umræðu um kennara hafa verið skelfilega á köflum og að stefna sveitarfélaga á hendur kennarasambandinu sé vanvirðing við störf þeirra. Kennarar reyni að standa saman á tímum sem þessum. Þá verðum við í beinni með fulltrúa Landsbjargar en sveitin býr sig nú undir aftakaveður sem gengur yfir landið á næstu dögum. Ný, sjálfhreinsandi salerni vekja mikla lukku hjá ferðamönnum á Suðurlandi. Þá spillir ekki fyrir að klósettin eru opin allan sólarhringinn. Magnús Hlynur kynnir sér málið. Í sportinu heyrum við í Pétri Ingvarssyni, sem lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skilur við tvo syni sína sem eru í liðinu og mun nú styðja þá úr fjarska. Og Vala Matt tæklar bílastæðagjöldin í Íslandi í dag. Hún heimsækir leikarahjónin Ólaf Egilsson og Esther Taliu Casey, sem segja gesti sína oft þurfa að reiða fram þúsundir króna fyrir það eitt að kíkja til þeirra í heimsókn. Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Kvöldfréttir 4. febrúar 2025 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Við fjöllum um málið, ræðum við skólastjórann og sýnum myndir frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. Alþingi var formlega sett í dag eftir langt þinghlé. Nýliðar eru áberandi, tæplega þriðjungur þingheims hefur aldrei setið áður á þingi. Við verðum í beinni frá Alþingi, förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við þingmenn sem eru spenntir fyrir átökum komandi mánaða. Leikskólakennarar á stærsta leikskóla borgarinnar segja umræðu um kennara hafa verið skelfilega á köflum og að stefna sveitarfélaga á hendur kennarasambandinu sé vanvirðing við störf þeirra. Kennarar reyni að standa saman á tímum sem þessum. Þá verðum við í beinni með fulltrúa Landsbjargar en sveitin býr sig nú undir aftakaveður sem gengur yfir landið á næstu dögum. Ný, sjálfhreinsandi salerni vekja mikla lukku hjá ferðamönnum á Suðurlandi. Þá spillir ekki fyrir að klósettin eru opin allan sólarhringinn. Magnús Hlynur kynnir sér málið. Í sportinu heyrum við í Pétri Ingvarssyni, sem lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skilur við tvo syni sína sem eru í liðinu og mun nú styðja þá úr fjarska. Og Vala Matt tæklar bílastæðagjöldin í Íslandi í dag. Hún heimsækir leikarahjónin Ólaf Egilsson og Esther Taliu Casey, sem segja gesti sína oft þurfa að reiða fram þúsundir króna fyrir það eitt að kíkja til þeirra í heimsókn. Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Kvöldfréttir 4. febrúar 2025
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira