Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2025 12:29 Götur landsins, þar með talið í Reykjavík, eru margar og koma misvel undan vetri ár hvert. Vísir/Einar Reykjavíkurborg stefnir á að hækka gatnagerðargjöld parhúsa og raðhúsa í haust þannig að gjöldin verða þau sömu og hjá einbýlishúsum í nágrannasveitarfélögum. Gjöld á íbúa fjölbýlishúsa nær tvöfaldast. Í tilkynningu frá borginni segir að gatnagerðargjöldin verði rædd í borgarstjórn í dag. Gatnagerðargjöld Reykjavíkur hafi í flestum flokkum verið jafnhá eða lægri en í öðrum sveitarfélögum og aðeins staðið undir um þriðjungi kostnaðar við gatnagerð. Gatnagerðargjald er einn af lykiltekjustofnum sveitarfélaga og er ætlað að standa undir gatnagerð ásamt viðhaldi gatna og annarra gatnamannvirkja. „Núverandi tekjur standa ekki undir þessum kostnaði og eru því lagðar til hækkanir á gjaldstofni í nýrri samþykkt. Þrátt fyrir hækkun munu tekjur af gatnagerðargjöldum ekki standa að fullu undir kostnaði við gatnagerð og viðhald,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Eftir breytinguna verður gatnagerðargjald á fjölbýlishús 10%, á annað íbúðarhúsnæði svo sem einbýlishús og parhús 15%, á bílastæðahús ofanjarðar og hjólaskýli 5% en aðrar byggingar 13%. Gjöldin í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög.Reykjavíkurborg Breytingar í nýrri samþykkt felast að meginstefnu í að breyta álagningargrunni gatnagerðargjalds vegna tiltekinna flokka húsnæðis, bæta við nýjum álagningargrunni vegna bílastæðahúss ofanjarðar og hjólaskýlis og fækka heimildum Reykjavíkurborgar til að lækka eða fella niður gatnagerðargjald í tilteknum tilvikum. Ákvæði sem heimili slíkt þegar um er að ræða húsnæði í eigu óhagnaðardrifinna félaga eru enn til staðar. Fjárhagsáætlun árið 2025 til 2029 gerir ráð fyrir að tekjur af gatnagerðargjöldum nái fimm milljörðum árið 2026 á fyrsta heila ári eftir hækkun gjaldanna. Borgin hafði 1,8 milljarð í tekjur af gjöldunum árið 2023 og er spáð að þau verði um 2,8 milljarðar árið 2024. Í bókun borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar frá síðasta borgarráðsfundi kemur fram að mikilvægt sé að gatnagerðargjöld standi undir þeim kostnaði sem falli á sveitarfélag vegna uppbyggingar og viðhalds nauðsynlegra innviða. „Of mörg sveitarfélög, bæði hérlendis og erlendis, hafa búið sér til ósjálfbært sjálfskaparvíti með því að byggja of mikið, oft of dreift, án þess að tryggja sér nægar tekjur til að standa undir þeim kostnaði sem fellur til vegna innviða. Það getur búið til hættulegar aðstæður sem getur verið mjög erfitt að vinna úr,“ segir í bókuninni. „Það er nauðsynlegt að álagning gatnagerðargjalda og annarra innviðagjalda sé sanngjörn, dragi ekki úr hvötum til að byggja, en tryggi jafnframt nauðsynlega innviði og sjálfbærni þeirrar uppbyggingar sem ráðist er í.“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun og sögðu fyrirliggjandi tillögu fela í sér mikla hækkun gatnagerðargjalda og vera í raun viðbótarskattur á húsbyggjendur. „Með því er verið að hækka byggingarkostnað, sem líklegt er að hafi neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn í borginni.“ Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði í bókun sinni að nýja samþykktin væri eðlileg. Verið væri að breyta álagningargrunni og samræma orðalag og efnistök við lögin. „Einnig kemur fram í samþykkt að þrátt fyrir hækkun standi gatnagerðargjöld varla undir kostnaði borgarinnar vegna viðhalds gatna og gatnagerðar. Í samanburði gatnagerðargjalda á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu virðist Reykjavíkurborg vera á svipuðum stað og önnur sveitarfélög.“ Reykjavík Vegagerð Samgöngur Borgarstjórn Skattar og tollar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að gatnagerðargjöldin verði rædd í borgarstjórn í dag. Gatnagerðargjöld Reykjavíkur hafi í flestum flokkum verið jafnhá eða lægri en í öðrum sveitarfélögum og aðeins staðið undir um þriðjungi kostnaðar við gatnagerð. Gatnagerðargjald er einn af lykiltekjustofnum sveitarfélaga og er ætlað að standa undir gatnagerð ásamt viðhaldi gatna og annarra gatnamannvirkja. „Núverandi tekjur standa ekki undir þessum kostnaði og eru því lagðar til hækkanir á gjaldstofni í nýrri samþykkt. Þrátt fyrir hækkun munu tekjur af gatnagerðargjöldum ekki standa að fullu undir kostnaði við gatnagerð og viðhald,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Eftir breytinguna verður gatnagerðargjald á fjölbýlishús 10%, á annað íbúðarhúsnæði svo sem einbýlishús og parhús 15%, á bílastæðahús ofanjarðar og hjólaskýli 5% en aðrar byggingar 13%. Gjöldin í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög.Reykjavíkurborg Breytingar í nýrri samþykkt felast að meginstefnu í að breyta álagningargrunni gatnagerðargjalds vegna tiltekinna flokka húsnæðis, bæta við nýjum álagningargrunni vegna bílastæðahúss ofanjarðar og hjólaskýlis og fækka heimildum Reykjavíkurborgar til að lækka eða fella niður gatnagerðargjald í tilteknum tilvikum. Ákvæði sem heimili slíkt þegar um er að ræða húsnæði í eigu óhagnaðardrifinna félaga eru enn til staðar. Fjárhagsáætlun árið 2025 til 2029 gerir ráð fyrir að tekjur af gatnagerðargjöldum nái fimm milljörðum árið 2026 á fyrsta heila ári eftir hækkun gjaldanna. Borgin hafði 1,8 milljarð í tekjur af gjöldunum árið 2023 og er spáð að þau verði um 2,8 milljarðar árið 2024. Í bókun borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar frá síðasta borgarráðsfundi kemur fram að mikilvægt sé að gatnagerðargjöld standi undir þeim kostnaði sem falli á sveitarfélag vegna uppbyggingar og viðhalds nauðsynlegra innviða. „Of mörg sveitarfélög, bæði hérlendis og erlendis, hafa búið sér til ósjálfbært sjálfskaparvíti með því að byggja of mikið, oft of dreift, án þess að tryggja sér nægar tekjur til að standa undir þeim kostnaði sem fellur til vegna innviða. Það getur búið til hættulegar aðstæður sem getur verið mjög erfitt að vinna úr,“ segir í bókuninni. „Það er nauðsynlegt að álagning gatnagerðargjalda og annarra innviðagjalda sé sanngjörn, dragi ekki úr hvötum til að byggja, en tryggi jafnframt nauðsynlega innviði og sjálfbærni þeirrar uppbyggingar sem ráðist er í.“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun og sögðu fyrirliggjandi tillögu fela í sér mikla hækkun gatnagerðargjalda og vera í raun viðbótarskattur á húsbyggjendur. „Með því er verið að hækka byggingarkostnað, sem líklegt er að hafi neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn í borginni.“ Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði í bókun sinni að nýja samþykktin væri eðlileg. Verið væri að breyta álagningargrunni og samræma orðalag og efnistök við lögin. „Einnig kemur fram í samþykkt að þrátt fyrir hækkun standi gatnagerðargjöld varla undir kostnaði borgarinnar vegna viðhalds gatna og gatnagerðar. Í samanburði gatnagerðargjalda á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu virðist Reykjavíkurborg vera á svipuðum stað og önnur sveitarfélög.“
Reykjavík Vegagerð Samgöngur Borgarstjórn Skattar og tollar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira