Eiga von á um 10 þúsund gestum Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2025 09:04 Frá UT-messunni í Hörpu á síðasta ári. UTmessan Reiknað er með að um 10 þúsund gestir muni sækja UTmessuna sem verður haldin í fimmtánda sinn næstkomandi föstudag og laugardag. Í tilkynningu kemur fram að UTmessan sé tvískipt í ráðstefnudag og tæknidag, en milli klukkan 8:30 og 18:30 á föstudag er ráðstefna fyrir fólk í upplýsingatækni. „Uppselt er á ráðstefnuna þar sem liðlega 50 fyrirlesarar stíga á stokk og rúmlega 1.200 gestir sækja. Á laugardeginum verður tæknidagur kl. 11-16, en þar verða fjölbreyttir viðburðir og sýning þar sem 60 tæknifyrirtæki og háskólar sýna búnað sinn og hugvit. Tæknidagurinn á laugardag er opinn almenningi og aðgangur er ókeypis. Sextándu UT-verðlaunin Við dagslok á ráðstefnudeginum, 7. febrúar í Hörpu, verður sérstök verðlaunahátíð og UT-verðlaun Ský afhent í 16. skipti. Átján vinnustaðir og verkefni í sex flokkum eru tilnefnd til UT-verðlaunanna, sem frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhendir. Einnig verða veitt aðalverðlaun UT-verðlaunanna, heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Hraðstefnumót á ráðstefnudegi Meðal nýjunga á ráðstefnu UTmessunnar 7. febrúar eru hraðstefnumót þar sem ráðstefnugestir geta brotið upp daginn og myndað nýjar faglegar tengingar undir leiðsögn, lyfturæður fyrirtækja um markverða áfanga í starfsemi þeirra, sameinuð hlaðvarpsútsending sem fjallar um gervigreind og framtíðina. Lalli töframaður í Eldborg Ský og Advania með beinni útsendingu og viðtölum frá ráðstefnunni og pallborð vísindafólks Stærsta einstaka atriðið á tæknidegi UTmessunnar 8. febrúar, sem er ókeypis og opinn almenningi, eru sýningar með yfirskriftinni „Töfrandi tækni með Lalla töframanni“, sem haldnar verða í Eldborg nokkrum sinnum yfir daginn. Jafnframt verða í gangi örkynningar frá 11:30 til 15:00 og hönnunarkeppni Háskóla Íslands frá kl. 12:00. Mikið verður um leiki, getraunir og fleira skemmtilegt á sýningarbásum fyrirtækjanna, en þeir verða um 60 talsins. Tvíþættur tilgangur Tilgangur UTmessunnar er tvíþættur. Annars vegar að ná saman fagfólki í þekkingariðnaði á ráðstefnudegi og vera helsti vettvangur fyrirlestra, umræðna, skoðanaskipta og nýjunga í þessum geira hér á landi. Ráðstefnudagurinn færir 1.200 gestum um 50 fyrirlestra og fjölbreytta sýningu 60 tæknifyrirtækja að þessu sinni. Ráðstefnudagurinn á föstudag stendur yfir frá kl. 8:30 til 18:30. Hins vegar er tæknidagur UTmessunnar stærsti viðburðinn árlega í því mikilvæga verkefni að kynna tækni og nýsköpun fyrir yngri kynslóðinni og vekja áhuga hennar á að velja tæknigreinar í menntun og atvinnu til framtíðar. Tæknidagurinn verður opinn frá kl. 11-16 á laugardag,“ segir í tilkynningunni. Ráðstefnur á Íslandi Harpa Upplýsingatækni Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að UTmessan sé tvískipt í ráðstefnudag og tæknidag, en milli klukkan 8:30 og 18:30 á föstudag er ráðstefna fyrir fólk í upplýsingatækni. „Uppselt er á ráðstefnuna þar sem liðlega 50 fyrirlesarar stíga á stokk og rúmlega 1.200 gestir sækja. Á laugardeginum verður tæknidagur kl. 11-16, en þar verða fjölbreyttir viðburðir og sýning þar sem 60 tæknifyrirtæki og háskólar sýna búnað sinn og hugvit. Tæknidagurinn á laugardag er opinn almenningi og aðgangur er ókeypis. Sextándu UT-verðlaunin Við dagslok á ráðstefnudeginum, 7. febrúar í Hörpu, verður sérstök verðlaunahátíð og UT-verðlaun Ský afhent í 16. skipti. Átján vinnustaðir og verkefni í sex flokkum eru tilnefnd til UT-verðlaunanna, sem frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhendir. Einnig verða veitt aðalverðlaun UT-verðlaunanna, heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Hraðstefnumót á ráðstefnudegi Meðal nýjunga á ráðstefnu UTmessunnar 7. febrúar eru hraðstefnumót þar sem ráðstefnugestir geta brotið upp daginn og myndað nýjar faglegar tengingar undir leiðsögn, lyfturæður fyrirtækja um markverða áfanga í starfsemi þeirra, sameinuð hlaðvarpsútsending sem fjallar um gervigreind og framtíðina. Lalli töframaður í Eldborg Ský og Advania með beinni útsendingu og viðtölum frá ráðstefnunni og pallborð vísindafólks Stærsta einstaka atriðið á tæknidegi UTmessunnar 8. febrúar, sem er ókeypis og opinn almenningi, eru sýningar með yfirskriftinni „Töfrandi tækni með Lalla töframanni“, sem haldnar verða í Eldborg nokkrum sinnum yfir daginn. Jafnframt verða í gangi örkynningar frá 11:30 til 15:00 og hönnunarkeppni Háskóla Íslands frá kl. 12:00. Mikið verður um leiki, getraunir og fleira skemmtilegt á sýningarbásum fyrirtækjanna, en þeir verða um 60 talsins. Tvíþættur tilgangur Tilgangur UTmessunnar er tvíþættur. Annars vegar að ná saman fagfólki í þekkingariðnaði á ráðstefnudegi og vera helsti vettvangur fyrirlestra, umræðna, skoðanaskipta og nýjunga í þessum geira hér á landi. Ráðstefnudagurinn færir 1.200 gestum um 50 fyrirlestra og fjölbreytta sýningu 60 tæknifyrirtækja að þessu sinni. Ráðstefnudagurinn á föstudag stendur yfir frá kl. 8:30 til 18:30. Hins vegar er tæknidagur UTmessunnar stærsti viðburðinn árlega í því mikilvæga verkefni að kynna tækni og nýsköpun fyrir yngri kynslóðinni og vekja áhuga hennar á að velja tæknigreinar í menntun og atvinnu til framtíðar. Tæknidagurinn verður opinn frá kl. 11-16 á laugardag,“ segir í tilkynningunni.
Ráðstefnur á Íslandi Harpa Upplýsingatækni Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira