Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 10:45 Magnús Þór Jónsson segir að viðbótarkrafa um smá launahækkun á næsta ári hafi staðið í samninganefnd hins opinbera. Heiða B. Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að engin formleg aukakröfugerð hafi borist. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina styðja nýtt virðismat á kennarastarfinu. Vísir/Hjalti Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi kennurum í annað skipti fyrir Félagsdómi í kjaradeilu þeirra við hið opinbera. Fyrri stefnan var í október þegar kennurum var stefnt fyrir ólöglega verkfallsboðun á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur dæmdi þá kennurum í hag. Í stefnunni segir að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Verkföllin eigi lögum samkvæmt að ná til allra starfsmanna og feli í sér ólögmæta mismunun barna því þau séu ekki í öllum skólum. Farið er fram á flýtimeðferð og er málið komið á dagskrá dómsins á morgun. Formaðurinn undrandi Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands taldi að samningar væru í höfn á sunnudagskvöld þegar annað kom í ljós. „Þetta kom okkur mjög á óvart í gær og stefnan í dag er um til marks um það að það hafi kannski ekki verið fullur samningsvilji í gærkvöldi. Allt í einu stóðum við frammi fyrir kostum sem við gátum ekki samþykkt og tólf tímum seinna er komin kæra. Við teljum ekki að þessi deila verði ekki leyst í dómsölum og við teljum að í öllum okkar aðgerðum höfum við farið rétt að lögum,“ segir Magnús. Hann segir að það sem hafi staðið í samninganefnd ríkis og sveitarfélaga hafi verið aukakrafa um launahækkun á næsta ári. Við vorum að óska eftir lítilli launahækkun á árinu 2026 sem myndi þá fylgja okkar markmiðum um jöfnun launa milli markaða. Hann segir ráðmenn segja eitt en gera annað. „Mér fannst forsætisráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mjög afdráttarlausar á föstudaginn en þegar á hólminn var komið var greinilega merkingarmunur á því sem var sagt þar og svo við samningaborðið,“ segir Magnús. Segir að ekkert formlegt tilboð hafi borist Heiða B. Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í samtali við fréttastofu að slík tillaga hafi ekki borist formlega til samninganefndar ríkis - og sveitarfélaga. Það hafi skorti á samningsvilja hjá samninganefnd Kennarasambands Íslands sem hafi rætt við ríkissáttasemjara um kröfugerðina en aldrei samþykkt neitt formlega eða komið með formlega kröfugerð. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina styðja nýtt virðismat á kennarastarfinu. Kröfur kennara hafi verið verulegar og því hafi samningur runnið út í sandinn. „Þau töldu þörf á verulegri innspýtingu áður en virðismatið yrði klárt. Mitt mat, þó ég sé ekki beinn samningsaðili var að þessi innspýting yrði veruleg til að bæta kjör þessara stétta en fór sem fór, segir Kristrún. Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi kennurum í annað skipti fyrir Félagsdómi í kjaradeilu þeirra við hið opinbera. Fyrri stefnan var í október þegar kennurum var stefnt fyrir ólöglega verkfallsboðun á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur dæmdi þá kennurum í hag. Í stefnunni segir að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Verkföllin eigi lögum samkvæmt að ná til allra starfsmanna og feli í sér ólögmæta mismunun barna því þau séu ekki í öllum skólum. Farið er fram á flýtimeðferð og er málið komið á dagskrá dómsins á morgun. Formaðurinn undrandi Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands taldi að samningar væru í höfn á sunnudagskvöld þegar annað kom í ljós. „Þetta kom okkur mjög á óvart í gær og stefnan í dag er um til marks um það að það hafi kannski ekki verið fullur samningsvilji í gærkvöldi. Allt í einu stóðum við frammi fyrir kostum sem við gátum ekki samþykkt og tólf tímum seinna er komin kæra. Við teljum ekki að þessi deila verði ekki leyst í dómsölum og við teljum að í öllum okkar aðgerðum höfum við farið rétt að lögum,“ segir Magnús. Hann segir að það sem hafi staðið í samninganefnd ríkis og sveitarfélaga hafi verið aukakrafa um launahækkun á næsta ári. Við vorum að óska eftir lítilli launahækkun á árinu 2026 sem myndi þá fylgja okkar markmiðum um jöfnun launa milli markaða. Hann segir ráðmenn segja eitt en gera annað. „Mér fannst forsætisráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mjög afdráttarlausar á föstudaginn en þegar á hólminn var komið var greinilega merkingarmunur á því sem var sagt þar og svo við samningaborðið,“ segir Magnús. Segir að ekkert formlegt tilboð hafi borist Heiða B. Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í samtali við fréttastofu að slík tillaga hafi ekki borist formlega til samninganefndar ríkis - og sveitarfélaga. Það hafi skorti á samningsvilja hjá samninganefnd Kennarasambands Íslands sem hafi rætt við ríkissáttasemjara um kröfugerðina en aldrei samþykkt neitt formlega eða komið með formlega kröfugerð. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina styðja nýtt virðismat á kennarastarfinu. Kröfur kennara hafi verið verulegar og því hafi samningur runnið út í sandinn. „Þau töldu þörf á verulegri innspýtingu áður en virðismatið yrði klárt. Mitt mat, þó ég sé ekki beinn samningsaðili var að þessi innspýting yrði veruleg til að bæta kjör þessara stétta en fór sem fór, segir Kristrún.
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira